Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 16. apríl 2025 18:00 Bjarg íbúðafélag var stofnað árið 2016 sem viðbragð við óviðunandi aðstæðum á húsnæðismarkaði. Á þeim tíma hafði uppsafnaður húsnæðisskortur og mikil fólksfjölgun leitt til mikilla hækkana á húsnæðisverði og leiguverði með neikvæðum áhrifum á húsnæðisöryggi og lífskjör almennings. Afleiðingin var tvískiptur húsnæðismarkaður, þeirra sem eiga og þeirra sem bjuggu á afleitum leigumarkaði og áttu engan kost á að safna sér fyrir útborgun í húsnæði. Síðan þá hefur Bjarg íbúðafélag byggt yfir þúsund íbúðir og tryggt þúsundum manns húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað. Verkefninu er þó hvergi nærri lokið enda um 4 þúsund fjölskyldur á biðlista eftir íbúð hjá Bjargi. Af einhverjum ástæðum stígur Viðskiptaráð nú fram og í raun leggur til að kerfið verði lagt niður í heild sinni. Þetta er ekki nýr söngur frá Viðskiptaráði sem virðist í mun að viðhalda óbreyttu ástandi á húsnæðismarkaði. Útspil ráðsins er ekki óvænt enda hefur húsnæðisskortur tryggt félagsmönnum Viðskiptaráðs, þ.e. verktökum og leigusölum, mikla arðsemi. Markaðurinn ekki fær um að leysa húsnæðisvandann Húsnæði er ekki og á ekki að vera eins og hver önnur markaðsvara enda eru það mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Af mörgum ástæðum, t.d. vegna óvænts uppgangs í efnahagslífi getur skapast ójafnvægi á húsnæðismarkaði, t.d. þegar eftirspurn eykst langt umfram framboð húsnæðis. Við þessar aðstæður hækkar bæði fasteignaverð og leiguverð. Á undanförnum áratugum hefur húsnæðisverð hækkað langt umfram almenna verðlags- og launaþróun. Verð á hefðbundinni 90 fermetra íbúð er í dag um þrettánfaldar árstekjur 25-29 ára einstaklings. Í kringum aldamót kostaði sambærileg íbúð um sjöfaldar árstekjur. Þessar aðstæður koma verst niður á viðkvæmum hópum, tekjulágum og ungu fólki sem lokast úti af fasteignamarkaði. Þeirra bíður aðeins óregluvæddur leigumarkaður, lítið húsnæðisöryggi og veruleiki margra barnafjölskyldna að flytja hverfa á milli á leit að langtímaleigu. Staðreyndin er sú að Íslendingar hafa ekki staðið sig að byggja upp félagslegt húsnæði og lítið er í boði af húsnæði á viðráðanlegu verði. Í dag eru íbúðir Bjargs einungis 1% af íbúðum í Reykjavík en til samanburðar voru íbúðir í verkamannabústaðakerfinu um 11% þegar kerfið var lagt niður. Þessu þarf að breyta. Heilbrigður húsnæðismarkaður byggir á því að til staðar sé flóra valkosta, félagslegt húsnæði, leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði og eignamarkaður með fjölbreyttum valkostum. Það er einfaldlega ekki nóg að byggja bara stórar lúxusíbúðir á þéttingarreitum. Hvernig virkar almenna íbúðakerfið? Málflutningur Viðskiptaráðs byggir á ákveðinni vanþekkingu. Almenna íbúðakerfið er ekki einungis fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB. Allir geta stofnað húsnæðissjálfseignarstofnun og byggt fyrir sína félagsmenn innan ramma laganna. Bjarg íbúðafélag byggir fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB en mun fleiri félög hafa byggt innan almenna íbúðakerfisins, hvort sem er fyrir námsmenn, eldri borgara eða öryrkja. Með því að byggja hagkvæmt og smærri íbúðir en markaðurinn almennt býður skilar félagið ábata til leigjenda í formi lægra leiguverðs. Stofnframlög sem veitt eru til kerfisins eru ekki styrkur, heldur eru þau langtímalán til 50 ára sem eru að fullu greidd til baka. Til lengri tíma mun þörf fyrir stofnframlög minnka eftir því sem kerfið nær þroska og félögin geta fjármagnað uppbyggingu með eigin fjármagni. Í því ófremdarástandi sem ríkir í húsnæðismálum landsmanna og þá ekki síst á höfuðborgarsvæðinu vekur nokkra furðu að framlag Viðskiptaráðs felist í því einu að reyna að gera tortryggileg þau úrræði sem gripið hefur verið til og nýst hafa prýðilega. Viðskiptaráð er að sönnu ekki fyrirbrigði sem þekkt er fyrir áhuga og skilning á kjörum og hagsmunum alþýðu manna í landinu og því tæpast undrunarefni að skotið fari langt framhjá markinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Finnbjörn A. Hermannsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Bjarg íbúðafélag var stofnað árið 2016 sem viðbragð við óviðunandi aðstæðum á húsnæðismarkaði. Á þeim tíma hafði uppsafnaður húsnæðisskortur og mikil fólksfjölgun leitt til mikilla hækkana á húsnæðisverði og leiguverði með neikvæðum áhrifum á húsnæðisöryggi og lífskjör almennings. Afleiðingin var tvískiptur húsnæðismarkaður, þeirra sem eiga og þeirra sem bjuggu á afleitum leigumarkaði og áttu engan kost á að safna sér fyrir útborgun í húsnæði. Síðan þá hefur Bjarg íbúðafélag byggt yfir þúsund íbúðir og tryggt þúsundum manns húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað. Verkefninu er þó hvergi nærri lokið enda um 4 þúsund fjölskyldur á biðlista eftir íbúð hjá Bjargi. Af einhverjum ástæðum stígur Viðskiptaráð nú fram og í raun leggur til að kerfið verði lagt niður í heild sinni. Þetta er ekki nýr söngur frá Viðskiptaráði sem virðist í mun að viðhalda óbreyttu ástandi á húsnæðismarkaði. Útspil ráðsins er ekki óvænt enda hefur húsnæðisskortur tryggt félagsmönnum Viðskiptaráðs, þ.e. verktökum og leigusölum, mikla arðsemi. Markaðurinn ekki fær um að leysa húsnæðisvandann Húsnæði er ekki og á ekki að vera eins og hver önnur markaðsvara enda eru það mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Af mörgum ástæðum, t.d. vegna óvænts uppgangs í efnahagslífi getur skapast ójafnvægi á húsnæðismarkaði, t.d. þegar eftirspurn eykst langt umfram framboð húsnæðis. Við þessar aðstæður hækkar bæði fasteignaverð og leiguverð. Á undanförnum áratugum hefur húsnæðisverð hækkað langt umfram almenna verðlags- og launaþróun. Verð á hefðbundinni 90 fermetra íbúð er í dag um þrettánfaldar árstekjur 25-29 ára einstaklings. Í kringum aldamót kostaði sambærileg íbúð um sjöfaldar árstekjur. Þessar aðstæður koma verst niður á viðkvæmum hópum, tekjulágum og ungu fólki sem lokast úti af fasteignamarkaði. Þeirra bíður aðeins óregluvæddur leigumarkaður, lítið húsnæðisöryggi og veruleiki margra barnafjölskyldna að flytja hverfa á milli á leit að langtímaleigu. Staðreyndin er sú að Íslendingar hafa ekki staðið sig að byggja upp félagslegt húsnæði og lítið er í boði af húsnæði á viðráðanlegu verði. Í dag eru íbúðir Bjargs einungis 1% af íbúðum í Reykjavík en til samanburðar voru íbúðir í verkamannabústaðakerfinu um 11% þegar kerfið var lagt niður. Þessu þarf að breyta. Heilbrigður húsnæðismarkaður byggir á því að til staðar sé flóra valkosta, félagslegt húsnæði, leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði og eignamarkaður með fjölbreyttum valkostum. Það er einfaldlega ekki nóg að byggja bara stórar lúxusíbúðir á þéttingarreitum. Hvernig virkar almenna íbúðakerfið? Málflutningur Viðskiptaráðs byggir á ákveðinni vanþekkingu. Almenna íbúðakerfið er ekki einungis fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB. Allir geta stofnað húsnæðissjálfseignarstofnun og byggt fyrir sína félagsmenn innan ramma laganna. Bjarg íbúðafélag byggir fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB en mun fleiri félög hafa byggt innan almenna íbúðakerfisins, hvort sem er fyrir námsmenn, eldri borgara eða öryrkja. Með því að byggja hagkvæmt og smærri íbúðir en markaðurinn almennt býður skilar félagið ábata til leigjenda í formi lægra leiguverðs. Stofnframlög sem veitt eru til kerfisins eru ekki styrkur, heldur eru þau langtímalán til 50 ára sem eru að fullu greidd til baka. Til lengri tíma mun þörf fyrir stofnframlög minnka eftir því sem kerfið nær þroska og félögin geta fjármagnað uppbyggingu með eigin fjármagni. Í því ófremdarástandi sem ríkir í húsnæðismálum landsmanna og þá ekki síst á höfuðborgarsvæðinu vekur nokkra furðu að framlag Viðskiptaráðs felist í því einu að reyna að gera tortryggileg þau úrræði sem gripið hefur verið til og nýst hafa prýðilega. Viðskiptaráð er að sönnu ekki fyrirbrigði sem þekkt er fyrir áhuga og skilning á kjörum og hagsmunum alþýðu manna í landinu og því tæpast undrunarefni að skotið fari langt framhjá markinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar