Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar 17. apríl 2025 12:01 Það sem ég ætla að fjalla um hér er hvernig við innbyrðum og metum upplýsingar. Ég hef skoðað fjölmargar rannsóknir sem tengjast bæði heilbrigði og samfélagi. Í því ferli hef ég áttað mig á því að ef ég vil draga áreiðanlegar ályktanir, þá þarf ég að beina sjónum mínum að því sem er líklegast til að gerast og vera meðvitaður um hvað er ólíklegt. Guðrún Ragnarsdóttir, prófessor í stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands, vísar í fjölmargar ritrýndar heimildir sem sýna fram á að þegar við bætum við breytum eða þáttum í mati á námsárangri, þá eykst jöfnuður og ákveðnir hópar barna fá sterkari grunnstoðir. Þetta getur stuðlað að heilbrigðara og öflugra skólasamfélagi. Það þýðir ekki að þetta dragi úr vægi annarra þátta eins og einkunna heldur að fleiri þættir fái að njóta sín samhliða. Með því að fjölga áherslum breikkum við sýn okkar á hvað felst í raunverulegum námsárangri. Ef við lítum á skólakerfið og skoðum ekki eingöngu námsárangur í formi einkunna, heldur einnig geðheilsu og líkamlega heilsu nemenda, þá sjáum við ákveðin mynstur. Ritrýndar heimildir sýna að nemendur sofa minna og verr, borða óhollari mat og hreyfa sig minna PMID: 36087035 PMCID:7331085. Þetta má túlka sem svo að í kapphlaupinu eftir hærri einkunnum sé stundum gengið á kostnað heilsu og vellíðunar. Taka þarf tillit til umburðarlyndis, tilfinningagreindar, tillitssemi, áhuga á námsefninu og félagslegrar greindar sem væri góður kostur til að meta námsárangur sem þýðir það að það þurfi að gera pláss fyrir það í aðalnámskrá. Rannsókn: The Role of Nonacademic Factors in College Readiness and Success Í rannsókn PMCID: PMC9365103 er lögð áhersla á mikilvægi þess að horfa til margra þátta við mat á námsárangri, ekki einungis niðurstaðna á prófum. Þar kemur fram að námsárangur má skýra með fjölbreyttum þáttum, sem eru mismunandi eftir námsgrein, kyni og aðstæðum. Þetta undirstrikar hversu flókið það er að spá fyrir um námsárangur og hversu takmarkað það er að horfa eingöngu á tölur á skjali. Við þurfum því að spyrja okkur – sérstaklega við sem störfum innan menntakerfisins hverskonar skólasamfélag við viljum skapa. Hvernig ætlum við að tryggja að þeir sem móta þetta samfélag hafi hagsmuni allra barna að leiðarljósi? Ætlum við að hlusta á manneskju sem vinnur með stórt úrtak, skoðar fjölbreyttar breytur og leitast við að skilja áhrif þeirra á vellíðan og árangur nemenda? Eða ætlum við að treysta á íhaldssaman stjórnmálamann sem byggir skoðanir sínar fyrst og fremst á eigin reynslu og frásögnum þeirra sem hann þekkir? Við skulum ekki fylgja manneskjunni – heldur upplýsingunum. Við eigum að spyrja okkur hvað sé líklegast til að vera rétt og hvað sé líklegast til að vera rangt. Guðrún heldur því fram að með því að auka vægi fleiri þátta en bara einkunna – eins og félagslegri stöðu, tilfinningagreind og líðan – styrkjum við skólasamfélagið og sköpum umhverfi þar sem fleiri nemendur fá að blómstra. Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, heldur því fram að ef áherslur á einkunnir veikjast, muni sumir nemendur missa áhuga og hætta að sækjast eftir góðum árangri –sú skoðun byggir hann á eigin reynslu og frásögnum annarra. Líkur á hlutdrægni: Guðrún: Ólíkleg til hlutdrægni (en hún getur samt haft rangt fyrir sér). Snorri: Líklegur til hlutdrægni (en hann getur samt haft rétt fyrir sér). Gagnrýnin hugsun kemur okkur langt. Hún kennir okkur að þó við tengjumst ákveðnum stjórnmálaflokki eða höfum tilhneigingu til hægri eða vinstri í hugsun, þá megum við ekki festast í blindri fylgni. Við getum verið hægri, vinstri, uppi, niðri eða jafnvel út og suður, eftir samhengi og aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að við glötum ekki eigin dómgreind heldur spyrjum af einlægni: Hvað styðja gögnin? Hvað segir reynslan og hvað segja rannsóknirnar? Allt þarf að bera saman til að komast að áreiðanlegri niðurstöðu. Höfundur er einkaþjálfari og starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Davíð Aron Routley Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Það sem ég ætla að fjalla um hér er hvernig við innbyrðum og metum upplýsingar. Ég hef skoðað fjölmargar rannsóknir sem tengjast bæði heilbrigði og samfélagi. Í því ferli hef ég áttað mig á því að ef ég vil draga áreiðanlegar ályktanir, þá þarf ég að beina sjónum mínum að því sem er líklegast til að gerast og vera meðvitaður um hvað er ólíklegt. Guðrún Ragnarsdóttir, prófessor í stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands, vísar í fjölmargar ritrýndar heimildir sem sýna fram á að þegar við bætum við breytum eða þáttum í mati á námsárangri, þá eykst jöfnuður og ákveðnir hópar barna fá sterkari grunnstoðir. Þetta getur stuðlað að heilbrigðara og öflugra skólasamfélagi. Það þýðir ekki að þetta dragi úr vægi annarra þátta eins og einkunna heldur að fleiri þættir fái að njóta sín samhliða. Með því að fjölga áherslum breikkum við sýn okkar á hvað felst í raunverulegum námsárangri. Ef við lítum á skólakerfið og skoðum ekki eingöngu námsárangur í formi einkunna, heldur einnig geðheilsu og líkamlega heilsu nemenda, þá sjáum við ákveðin mynstur. Ritrýndar heimildir sýna að nemendur sofa minna og verr, borða óhollari mat og hreyfa sig minna PMID: 36087035 PMCID:7331085. Þetta má túlka sem svo að í kapphlaupinu eftir hærri einkunnum sé stundum gengið á kostnað heilsu og vellíðunar. Taka þarf tillit til umburðarlyndis, tilfinningagreindar, tillitssemi, áhuga á námsefninu og félagslegrar greindar sem væri góður kostur til að meta námsárangur sem þýðir það að það þurfi að gera pláss fyrir það í aðalnámskrá. Rannsókn: The Role of Nonacademic Factors in College Readiness and Success Í rannsókn PMCID: PMC9365103 er lögð áhersla á mikilvægi þess að horfa til margra þátta við mat á námsárangri, ekki einungis niðurstaðna á prófum. Þar kemur fram að námsárangur má skýra með fjölbreyttum þáttum, sem eru mismunandi eftir námsgrein, kyni og aðstæðum. Þetta undirstrikar hversu flókið það er að spá fyrir um námsárangur og hversu takmarkað það er að horfa eingöngu á tölur á skjali. Við þurfum því að spyrja okkur – sérstaklega við sem störfum innan menntakerfisins hverskonar skólasamfélag við viljum skapa. Hvernig ætlum við að tryggja að þeir sem móta þetta samfélag hafi hagsmuni allra barna að leiðarljósi? Ætlum við að hlusta á manneskju sem vinnur með stórt úrtak, skoðar fjölbreyttar breytur og leitast við að skilja áhrif þeirra á vellíðan og árangur nemenda? Eða ætlum við að treysta á íhaldssaman stjórnmálamann sem byggir skoðanir sínar fyrst og fremst á eigin reynslu og frásögnum þeirra sem hann þekkir? Við skulum ekki fylgja manneskjunni – heldur upplýsingunum. Við eigum að spyrja okkur hvað sé líklegast til að vera rétt og hvað sé líklegast til að vera rangt. Guðrún heldur því fram að með því að auka vægi fleiri þátta en bara einkunna – eins og félagslegri stöðu, tilfinningagreind og líðan – styrkjum við skólasamfélagið og sköpum umhverfi þar sem fleiri nemendur fá að blómstra. Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, heldur því fram að ef áherslur á einkunnir veikjast, muni sumir nemendur missa áhuga og hætta að sækjast eftir góðum árangri –sú skoðun byggir hann á eigin reynslu og frásögnum annarra. Líkur á hlutdrægni: Guðrún: Ólíkleg til hlutdrægni (en hún getur samt haft rangt fyrir sér). Snorri: Líklegur til hlutdrægni (en hann getur samt haft rétt fyrir sér). Gagnrýnin hugsun kemur okkur langt. Hún kennir okkur að þó við tengjumst ákveðnum stjórnmálaflokki eða höfum tilhneigingu til hægri eða vinstri í hugsun, þá megum við ekki festast í blindri fylgni. Við getum verið hægri, vinstri, uppi, niðri eða jafnvel út og suður, eftir samhengi og aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að við glötum ekki eigin dómgreind heldur spyrjum af einlægni: Hvað styðja gögnin? Hvað segir reynslan og hvað segja rannsóknirnar? Allt þarf að bera saman til að komast að áreiðanlegri niðurstöðu. Höfundur er einkaþjálfari og starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkur.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun