Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2025 13:00 Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga um að val nemenda inn í framhaldsskóla skuli taka mið af fleiri þáttum en einkunnum, því nemendur búi yfir margs konar hæfileikum sem ekki eru metnir á einkunnaskala. Við erum mörg sem getum tekið undir orð ráðherra, um að skólarnir eigi að endurspegla fjölbreytileikann í samfélaginu og því eigi öll ungmenni rétt á að sækja þá skóla sem þau helst vilja. Það er einmitt einn af kostum íslenskra framhaldsskóla hversu fjölbreytilegir þeir eru og því höfða þeir til mismunandi nemendahópa. Í framhaldsskólum viljum við líka hafa vettvang fyrir nemendur til að þróa margs konar færni, ekki bara bóklega, og þannig hefur það einmitt verið. Í framhaldsskólum landsins hafa til dæmis margir tónlistarsnillingar tekið stökk, sem síðan leiddi sum þeirra út í heim og nokkur þeirra eru nú heimsfræg. Ætli við Íslendingar eigum kannski heimsmet í fjölda heimsfrægra á hvern íbúa? Hér er um réttlætismál að ræða, að öll ungmenni hafi sama rétt og sömu möguleika á áframhaldandi námi eftir grunnskólann. En til að ná því markmiði er spurning hvort sé nóg að breyta inngöngureglum í framhaldsskóla. Að hafa sama rétt og sömu möguleika byggir einmitt líka á námslegri færni, ekki aðeins hvað varðar val um framhaldsskóla eins og hingað til, heldur líka hvort skólagangan verður farsæl. Er það ekki líka réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi? Er námslegur styrkur ekki valdeflandi og því ákjósanlegur fyrir alla nemendur? Og þá komum við að spurningunni um það hver námsleg staða nemenda er hérlendis eftir 10 ára grunnskólagöngu. Við höfum ekki marga mælikvarða en getum þó tekið mið af PISA. Þessi alþjóðlega könnun leiddi í ljós að árið 2022 náðu 40% nemenda hér á landi ekki lágmarksviðmiðum í lesskilningi (26% árið 2018, 17% árið 2009 og 15% árið 2000), og 54% nemenda af annarri kynslóð innflytjenda. Nemendur sem skora svo lágt eiga í erfiðleikum með texta sem eru aðeins í meðallagi langir og flóknir og texta sem fjalla um efni sem er þeim ókunnugt. Til að geta tekist á við texta þurfa þau að fá leiðbeiningar eða skýrar vísanir í það sem skiptir máli. Með öðrum orðum má gera ráð fyrir að þau eigi erfitt með að nýta sér lestur við dagleg viðfangsefni, svo sem að fylgjast með rökræðum um samfélagsleg álitamál, lesa bæklinga, eða nýta sér vefsíður á borð við skattur.is eða heimabanka. Þau eiga þá enn frekar í erfiðleikum með að lesa sér til þekkingarauka eins og nám gerir kröfur um. Sum vilja halda því fram að lesskilningur sem PISA mælir sé þröng námsleg færni. Þó ber að hafa í huga að verkefnin eru miðuð við lestrariðkun í samtímanum og því reglulega endurskoðuð. Árin 2018 og 2022 reyndu verkefnin með stigvaxandi hætti á færni nemenda í að lesa texta af ýmsum vefsíðum, af ólíkum uppruna og eftir ýmsa höfunda, greina upplýsingar, meta gæði texta og trúverðugleika, takast á við ólík sjónarmið og draga ályktanir. Við hljótum flest að sammælast um að það sé mikilvæg færni. En hvað getur valdið því að svo stór hópur nemenda í íslenskum grunnskólum hefur ekki náð grunnfærni í lesskilningi skv. PISA? Við höfum ekki marga aðra mælikvarða, en þó sýna niðurstöður lesfimiprófa Menntamálastofnunar að síðustu ár hefur u.þ.b. fjórðungur allra 10. bekkinga verið á rauðu í þessari tæknilegu lestrarfærni, þau ná ekki að lesa úr bókstöfum áreynslulaust. Íslenskar rannsóknir síðustu ára hafa sýnt vaxandi mun á hljóða-bókstafsþekkingu barna strax yfir fyrsta ár grunnskólans og í lesfimi yfir annað ár grunnskólans, vaxandi mun á íslenskum orðaforða nemenda og lesskilningi yfir öll miðstigsár grunnskólans. Niðurstöður PISA sýna þróun lesskilnings frá aldamótum, en þá voru nemendur hér á landi á pari við OECD löndin, árið 2018 vorum við svo 13 stigum undir meðaltalinu, en 40 stigum árið 2022. Það ár var munurinn jafngildur meðalframförum nemenda yfir tvö skólaár. Það er réttlætismál að gefa öllum börnum og ungmennum tækifæri til að læra að lesa, og að skilja það sem þau lesa. Það er réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi, að öll geti nýtt sér lestur til að ná markmiðum sínum í lífinu og þroskað þekkingu sína og hæfileika. Það er einmitt mergur málsins, að námslegur vandi barna er ekki vegna þess að þau séu ekki fær um að ná árangri í skólanum. Vandinn er að þau hafa ekki öll fengið sömu tækifærin, heima hjá uppalendum sínum, í leikskólanum og síðan í grunnskólanum. Við lögum það ekki með því að lækka rána heldur með því að lyfta þeim upp til að komast yfir rána. Niðurstöður íslenskra rannsókna sýna vaxandi mun á mál- og læsisfærni barna, það þýðir að ríkir verða ríkari og fátækir fátækari. Það er í samræmi við síendurteknar rannsóknir víða um heim í málþroska- og læsisfræðum, þ.e. ef ekki er unnið markvisst með málþroska og læsi í leik- og grunnskólastarfi. Fjölmargar rannsóknir innan málþroska- og læsisfræða síðustu áratugi hafa gefið samhljóma niðurstöður. Við getum byggt á þeim og gefið nemendum námslega færni með því að tryggja: máleflandi leikskólastarf með öllum börnum sem eykur málskilning þeirra og tjáningarfærni á tungumáli skólans, íslensku að kennarar á yngsta stigi grunnskólans hafi þekkingu, færni og aðstæður til að veita börnum vandaða lestrarkennslu að kennarar í grunnskólum landsins hafi þekkingu, færni og aðstæður til að gefa öllum börnum máleflandi skólastarf: Að nemendur nái að skilja það sem þau heyra og lesa, og umfram allt að þau fái að takast á við áhugaverð viðfangsefni, lesi frá ýmsum sjónarhornum, ræði saman og skrifi um það sem þau lesa. Tækifærin eru í skólanum en það eru menntayfirvöld sem bera ábyrgð. Við náum fyrst að snúa við óheillavænlegri þróun í námsfærni nemenda í íslenskum skólum með því að snúa bökum saman, tengja saman og nýta þekkingu fjölbreytilegra sviða innan menntavísinda, ná fram sameiginlegri sýn á að námsleg færni er réttlætismál. Er forgangsröðunin rétt? Höfundur er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Mennta- og barnamálaráðherra segir misskilnings hafa gætt um frumvarp sitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Ekki standi til að hætta að líta til námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla heldur skólum einnig heimilað að horfa til annarra þátta. 17. apríl 2025 09:20 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga um að val nemenda inn í framhaldsskóla skuli taka mið af fleiri þáttum en einkunnum, því nemendur búi yfir margs konar hæfileikum sem ekki eru metnir á einkunnaskala. Við erum mörg sem getum tekið undir orð ráðherra, um að skólarnir eigi að endurspegla fjölbreytileikann í samfélaginu og því eigi öll ungmenni rétt á að sækja þá skóla sem þau helst vilja. Það er einmitt einn af kostum íslenskra framhaldsskóla hversu fjölbreytilegir þeir eru og því höfða þeir til mismunandi nemendahópa. Í framhaldsskólum viljum við líka hafa vettvang fyrir nemendur til að þróa margs konar færni, ekki bara bóklega, og þannig hefur það einmitt verið. Í framhaldsskólum landsins hafa til dæmis margir tónlistarsnillingar tekið stökk, sem síðan leiddi sum þeirra út í heim og nokkur þeirra eru nú heimsfræg. Ætli við Íslendingar eigum kannski heimsmet í fjölda heimsfrægra á hvern íbúa? Hér er um réttlætismál að ræða, að öll ungmenni hafi sama rétt og sömu möguleika á áframhaldandi námi eftir grunnskólann. En til að ná því markmiði er spurning hvort sé nóg að breyta inngöngureglum í framhaldsskóla. Að hafa sama rétt og sömu möguleika byggir einmitt líka á námslegri færni, ekki aðeins hvað varðar val um framhaldsskóla eins og hingað til, heldur líka hvort skólagangan verður farsæl. Er það ekki líka réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi? Er námslegur styrkur ekki valdeflandi og því ákjósanlegur fyrir alla nemendur? Og þá komum við að spurningunni um það hver námsleg staða nemenda er hérlendis eftir 10 ára grunnskólagöngu. Við höfum ekki marga mælikvarða en getum þó tekið mið af PISA. Þessi alþjóðlega könnun leiddi í ljós að árið 2022 náðu 40% nemenda hér á landi ekki lágmarksviðmiðum í lesskilningi (26% árið 2018, 17% árið 2009 og 15% árið 2000), og 54% nemenda af annarri kynslóð innflytjenda. Nemendur sem skora svo lágt eiga í erfiðleikum með texta sem eru aðeins í meðallagi langir og flóknir og texta sem fjalla um efni sem er þeim ókunnugt. Til að geta tekist á við texta þurfa þau að fá leiðbeiningar eða skýrar vísanir í það sem skiptir máli. Með öðrum orðum má gera ráð fyrir að þau eigi erfitt með að nýta sér lestur við dagleg viðfangsefni, svo sem að fylgjast með rökræðum um samfélagsleg álitamál, lesa bæklinga, eða nýta sér vefsíður á borð við skattur.is eða heimabanka. Þau eiga þá enn frekar í erfiðleikum með að lesa sér til þekkingarauka eins og nám gerir kröfur um. Sum vilja halda því fram að lesskilningur sem PISA mælir sé þröng námsleg færni. Þó ber að hafa í huga að verkefnin eru miðuð við lestrariðkun í samtímanum og því reglulega endurskoðuð. Árin 2018 og 2022 reyndu verkefnin með stigvaxandi hætti á færni nemenda í að lesa texta af ýmsum vefsíðum, af ólíkum uppruna og eftir ýmsa höfunda, greina upplýsingar, meta gæði texta og trúverðugleika, takast á við ólík sjónarmið og draga ályktanir. Við hljótum flest að sammælast um að það sé mikilvæg færni. En hvað getur valdið því að svo stór hópur nemenda í íslenskum grunnskólum hefur ekki náð grunnfærni í lesskilningi skv. PISA? Við höfum ekki marga aðra mælikvarða, en þó sýna niðurstöður lesfimiprófa Menntamálastofnunar að síðustu ár hefur u.þ.b. fjórðungur allra 10. bekkinga verið á rauðu í þessari tæknilegu lestrarfærni, þau ná ekki að lesa úr bókstöfum áreynslulaust. Íslenskar rannsóknir síðustu ára hafa sýnt vaxandi mun á hljóða-bókstafsþekkingu barna strax yfir fyrsta ár grunnskólans og í lesfimi yfir annað ár grunnskólans, vaxandi mun á íslenskum orðaforða nemenda og lesskilningi yfir öll miðstigsár grunnskólans. Niðurstöður PISA sýna þróun lesskilnings frá aldamótum, en þá voru nemendur hér á landi á pari við OECD löndin, árið 2018 vorum við svo 13 stigum undir meðaltalinu, en 40 stigum árið 2022. Það ár var munurinn jafngildur meðalframförum nemenda yfir tvö skólaár. Það er réttlætismál að gefa öllum börnum og ungmennum tækifæri til að læra að lesa, og að skilja það sem þau lesa. Það er réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi, að öll geti nýtt sér lestur til að ná markmiðum sínum í lífinu og þroskað þekkingu sína og hæfileika. Það er einmitt mergur málsins, að námslegur vandi barna er ekki vegna þess að þau séu ekki fær um að ná árangri í skólanum. Vandinn er að þau hafa ekki öll fengið sömu tækifærin, heima hjá uppalendum sínum, í leikskólanum og síðan í grunnskólanum. Við lögum það ekki með því að lækka rána heldur með því að lyfta þeim upp til að komast yfir rána. Niðurstöður íslenskra rannsókna sýna vaxandi mun á mál- og læsisfærni barna, það þýðir að ríkir verða ríkari og fátækir fátækari. Það er í samræmi við síendurteknar rannsóknir víða um heim í málþroska- og læsisfræðum, þ.e. ef ekki er unnið markvisst með málþroska og læsi í leik- og grunnskólastarfi. Fjölmargar rannsóknir innan málþroska- og læsisfræða síðustu áratugi hafa gefið samhljóma niðurstöður. Við getum byggt á þeim og gefið nemendum námslega færni með því að tryggja: máleflandi leikskólastarf með öllum börnum sem eykur málskilning þeirra og tjáningarfærni á tungumáli skólans, íslensku að kennarar á yngsta stigi grunnskólans hafi þekkingu, færni og aðstæður til að veita börnum vandaða lestrarkennslu að kennarar í grunnskólum landsins hafi þekkingu, færni og aðstæður til að gefa öllum börnum máleflandi skólastarf: Að nemendur nái að skilja það sem þau heyra og lesa, og umfram allt að þau fái að takast á við áhugaverð viðfangsefni, lesi frá ýmsum sjónarhornum, ræði saman og skrifi um það sem þau lesa. Tækifærin eru í skólanum en það eru menntayfirvöld sem bera ábyrgð. Við náum fyrst að snúa við óheillavænlegri þróun í námsfærni nemenda í íslenskum skólum með því að snúa bökum saman, tengja saman og nýta þekkingu fjölbreytilegra sviða innan menntavísinda, ná fram sameiginlegri sýn á að námsleg færni er réttlætismál. Er forgangsröðunin rétt? Höfundur er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Mennta- og barnamálaráðherra segir misskilnings hafa gætt um frumvarp sitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Ekki standi til að hætta að líta til námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla heldur skólum einnig heimilað að horfa til annarra þátta. 17. apríl 2025 09:20
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun