Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2025 13:00 Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga um að val nemenda inn í framhaldsskóla skuli taka mið af fleiri þáttum en einkunnum, því nemendur búi yfir margs konar hæfileikum sem ekki eru metnir á einkunnaskala. Við erum mörg sem getum tekið undir orð ráðherra, um að skólarnir eigi að endurspegla fjölbreytileikann í samfélaginu og því eigi öll ungmenni rétt á að sækja þá skóla sem þau helst vilja. Það er einmitt einn af kostum íslenskra framhaldsskóla hversu fjölbreytilegir þeir eru og því höfða þeir til mismunandi nemendahópa. Í framhaldsskólum viljum við líka hafa vettvang fyrir nemendur til að þróa margs konar færni, ekki bara bóklega, og þannig hefur það einmitt verið. Í framhaldsskólum landsins hafa til dæmis margir tónlistarsnillingar tekið stökk, sem síðan leiddi sum þeirra út í heim og nokkur þeirra eru nú heimsfræg. Ætli við Íslendingar eigum kannski heimsmet í fjölda heimsfrægra á hvern íbúa? Hér er um réttlætismál að ræða, að öll ungmenni hafi sama rétt og sömu möguleika á áframhaldandi námi eftir grunnskólann. En til að ná því markmiði er spurning hvort sé nóg að breyta inngöngureglum í framhaldsskóla. Að hafa sama rétt og sömu möguleika byggir einmitt líka á námslegri færni, ekki aðeins hvað varðar val um framhaldsskóla eins og hingað til, heldur líka hvort skólagangan verður farsæl. Er það ekki líka réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi? Er námslegur styrkur ekki valdeflandi og því ákjósanlegur fyrir alla nemendur? Og þá komum við að spurningunni um það hver námsleg staða nemenda er hérlendis eftir 10 ára grunnskólagöngu. Við höfum ekki marga mælikvarða en getum þó tekið mið af PISA. Þessi alþjóðlega könnun leiddi í ljós að árið 2022 náðu 40% nemenda hér á landi ekki lágmarksviðmiðum í lesskilningi (26% árið 2018, 17% árið 2009 og 15% árið 2000), og 54% nemenda af annarri kynslóð innflytjenda. Nemendur sem skora svo lágt eiga í erfiðleikum með texta sem eru aðeins í meðallagi langir og flóknir og texta sem fjalla um efni sem er þeim ókunnugt. Til að geta tekist á við texta þurfa þau að fá leiðbeiningar eða skýrar vísanir í það sem skiptir máli. Með öðrum orðum má gera ráð fyrir að þau eigi erfitt með að nýta sér lestur við dagleg viðfangsefni, svo sem að fylgjast með rökræðum um samfélagsleg álitamál, lesa bæklinga, eða nýta sér vefsíður á borð við skattur.is eða heimabanka. Þau eiga þá enn frekar í erfiðleikum með að lesa sér til þekkingarauka eins og nám gerir kröfur um. Sum vilja halda því fram að lesskilningur sem PISA mælir sé þröng námsleg færni. Þó ber að hafa í huga að verkefnin eru miðuð við lestrariðkun í samtímanum og því reglulega endurskoðuð. Árin 2018 og 2022 reyndu verkefnin með stigvaxandi hætti á færni nemenda í að lesa texta af ýmsum vefsíðum, af ólíkum uppruna og eftir ýmsa höfunda, greina upplýsingar, meta gæði texta og trúverðugleika, takast á við ólík sjónarmið og draga ályktanir. Við hljótum flest að sammælast um að það sé mikilvæg færni. En hvað getur valdið því að svo stór hópur nemenda í íslenskum grunnskólum hefur ekki náð grunnfærni í lesskilningi skv. PISA? Við höfum ekki marga aðra mælikvarða, en þó sýna niðurstöður lesfimiprófa Menntamálastofnunar að síðustu ár hefur u.þ.b. fjórðungur allra 10. bekkinga verið á rauðu í þessari tæknilegu lestrarfærni, þau ná ekki að lesa úr bókstöfum áreynslulaust. Íslenskar rannsóknir síðustu ára hafa sýnt vaxandi mun á hljóða-bókstafsþekkingu barna strax yfir fyrsta ár grunnskólans og í lesfimi yfir annað ár grunnskólans, vaxandi mun á íslenskum orðaforða nemenda og lesskilningi yfir öll miðstigsár grunnskólans. Niðurstöður PISA sýna þróun lesskilnings frá aldamótum, en þá voru nemendur hér á landi á pari við OECD löndin, árið 2018 vorum við svo 13 stigum undir meðaltalinu, en 40 stigum árið 2022. Það ár var munurinn jafngildur meðalframförum nemenda yfir tvö skólaár. Það er réttlætismál að gefa öllum börnum og ungmennum tækifæri til að læra að lesa, og að skilja það sem þau lesa. Það er réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi, að öll geti nýtt sér lestur til að ná markmiðum sínum í lífinu og þroskað þekkingu sína og hæfileika. Það er einmitt mergur málsins, að námslegur vandi barna er ekki vegna þess að þau séu ekki fær um að ná árangri í skólanum. Vandinn er að þau hafa ekki öll fengið sömu tækifærin, heima hjá uppalendum sínum, í leikskólanum og síðan í grunnskólanum. Við lögum það ekki með því að lækka rána heldur með því að lyfta þeim upp til að komast yfir rána. Niðurstöður íslenskra rannsókna sýna vaxandi mun á mál- og læsisfærni barna, það þýðir að ríkir verða ríkari og fátækir fátækari. Það er í samræmi við síendurteknar rannsóknir víða um heim í málþroska- og læsisfræðum, þ.e. ef ekki er unnið markvisst með málþroska og læsi í leik- og grunnskólastarfi. Fjölmargar rannsóknir innan málþroska- og læsisfræða síðustu áratugi hafa gefið samhljóma niðurstöður. Við getum byggt á þeim og gefið nemendum námslega færni með því að tryggja: máleflandi leikskólastarf með öllum börnum sem eykur málskilning þeirra og tjáningarfærni á tungumáli skólans, íslensku að kennarar á yngsta stigi grunnskólans hafi þekkingu, færni og aðstæður til að veita börnum vandaða lestrarkennslu að kennarar í grunnskólum landsins hafi þekkingu, færni og aðstæður til að gefa öllum börnum máleflandi skólastarf: Að nemendur nái að skilja það sem þau heyra og lesa, og umfram allt að þau fái að takast á við áhugaverð viðfangsefni, lesi frá ýmsum sjónarhornum, ræði saman og skrifi um það sem þau lesa. Tækifærin eru í skólanum en það eru menntayfirvöld sem bera ábyrgð. Við náum fyrst að snúa við óheillavænlegri þróun í námsfærni nemenda í íslenskum skólum með því að snúa bökum saman, tengja saman og nýta þekkingu fjölbreytilegra sviða innan menntavísinda, ná fram sameiginlegri sýn á að námsleg færni er réttlætismál. Er forgangsröðunin rétt? Höfundur er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Mennta- og barnamálaráðherra segir misskilnings hafa gætt um frumvarp sitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Ekki standi til að hætta að líta til námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla heldur skólum einnig heimilað að horfa til annarra þátta. 17. apríl 2025 09:20 Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga um að val nemenda inn í framhaldsskóla skuli taka mið af fleiri þáttum en einkunnum, því nemendur búi yfir margs konar hæfileikum sem ekki eru metnir á einkunnaskala. Við erum mörg sem getum tekið undir orð ráðherra, um að skólarnir eigi að endurspegla fjölbreytileikann í samfélaginu og því eigi öll ungmenni rétt á að sækja þá skóla sem þau helst vilja. Það er einmitt einn af kostum íslenskra framhaldsskóla hversu fjölbreytilegir þeir eru og því höfða þeir til mismunandi nemendahópa. Í framhaldsskólum viljum við líka hafa vettvang fyrir nemendur til að þróa margs konar færni, ekki bara bóklega, og þannig hefur það einmitt verið. Í framhaldsskólum landsins hafa til dæmis margir tónlistarsnillingar tekið stökk, sem síðan leiddi sum þeirra út í heim og nokkur þeirra eru nú heimsfræg. Ætli við Íslendingar eigum kannski heimsmet í fjölda heimsfrægra á hvern íbúa? Hér er um réttlætismál að ræða, að öll ungmenni hafi sama rétt og sömu möguleika á áframhaldandi námi eftir grunnskólann. En til að ná því markmiði er spurning hvort sé nóg að breyta inngöngureglum í framhaldsskóla. Að hafa sama rétt og sömu möguleika byggir einmitt líka á námslegri færni, ekki aðeins hvað varðar val um framhaldsskóla eins og hingað til, heldur líka hvort skólagangan verður farsæl. Er það ekki líka réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi? Er námslegur styrkur ekki valdeflandi og því ákjósanlegur fyrir alla nemendur? Og þá komum við að spurningunni um það hver námsleg staða nemenda er hérlendis eftir 10 ára grunnskólagöngu. Við höfum ekki marga mælikvarða en getum þó tekið mið af PISA. Þessi alþjóðlega könnun leiddi í ljós að árið 2022 náðu 40% nemenda hér á landi ekki lágmarksviðmiðum í lesskilningi (26% árið 2018, 17% árið 2009 og 15% árið 2000), og 54% nemenda af annarri kynslóð innflytjenda. Nemendur sem skora svo lágt eiga í erfiðleikum með texta sem eru aðeins í meðallagi langir og flóknir og texta sem fjalla um efni sem er þeim ókunnugt. Til að geta tekist á við texta þurfa þau að fá leiðbeiningar eða skýrar vísanir í það sem skiptir máli. Með öðrum orðum má gera ráð fyrir að þau eigi erfitt með að nýta sér lestur við dagleg viðfangsefni, svo sem að fylgjast með rökræðum um samfélagsleg álitamál, lesa bæklinga, eða nýta sér vefsíður á borð við skattur.is eða heimabanka. Þau eiga þá enn frekar í erfiðleikum með að lesa sér til þekkingarauka eins og nám gerir kröfur um. Sum vilja halda því fram að lesskilningur sem PISA mælir sé þröng námsleg færni. Þó ber að hafa í huga að verkefnin eru miðuð við lestrariðkun í samtímanum og því reglulega endurskoðuð. Árin 2018 og 2022 reyndu verkefnin með stigvaxandi hætti á færni nemenda í að lesa texta af ýmsum vefsíðum, af ólíkum uppruna og eftir ýmsa höfunda, greina upplýsingar, meta gæði texta og trúverðugleika, takast á við ólík sjónarmið og draga ályktanir. Við hljótum flest að sammælast um að það sé mikilvæg færni. En hvað getur valdið því að svo stór hópur nemenda í íslenskum grunnskólum hefur ekki náð grunnfærni í lesskilningi skv. PISA? Við höfum ekki marga aðra mælikvarða, en þó sýna niðurstöður lesfimiprófa Menntamálastofnunar að síðustu ár hefur u.þ.b. fjórðungur allra 10. bekkinga verið á rauðu í þessari tæknilegu lestrarfærni, þau ná ekki að lesa úr bókstöfum áreynslulaust. Íslenskar rannsóknir síðustu ára hafa sýnt vaxandi mun á hljóða-bókstafsþekkingu barna strax yfir fyrsta ár grunnskólans og í lesfimi yfir annað ár grunnskólans, vaxandi mun á íslenskum orðaforða nemenda og lesskilningi yfir öll miðstigsár grunnskólans. Niðurstöður PISA sýna þróun lesskilnings frá aldamótum, en þá voru nemendur hér á landi á pari við OECD löndin, árið 2018 vorum við svo 13 stigum undir meðaltalinu, en 40 stigum árið 2022. Það ár var munurinn jafngildur meðalframförum nemenda yfir tvö skólaár. Það er réttlætismál að gefa öllum börnum og ungmennum tækifæri til að læra að lesa, og að skilja það sem þau lesa. Það er réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi, að öll geti nýtt sér lestur til að ná markmiðum sínum í lífinu og þroskað þekkingu sína og hæfileika. Það er einmitt mergur málsins, að námslegur vandi barna er ekki vegna þess að þau séu ekki fær um að ná árangri í skólanum. Vandinn er að þau hafa ekki öll fengið sömu tækifærin, heima hjá uppalendum sínum, í leikskólanum og síðan í grunnskólanum. Við lögum það ekki með því að lækka rána heldur með því að lyfta þeim upp til að komast yfir rána. Niðurstöður íslenskra rannsókna sýna vaxandi mun á mál- og læsisfærni barna, það þýðir að ríkir verða ríkari og fátækir fátækari. Það er í samræmi við síendurteknar rannsóknir víða um heim í málþroska- og læsisfræðum, þ.e. ef ekki er unnið markvisst með málþroska og læsi í leik- og grunnskólastarfi. Fjölmargar rannsóknir innan málþroska- og læsisfræða síðustu áratugi hafa gefið samhljóma niðurstöður. Við getum byggt á þeim og gefið nemendum námslega færni með því að tryggja: máleflandi leikskólastarf með öllum börnum sem eykur málskilning þeirra og tjáningarfærni á tungumáli skólans, íslensku að kennarar á yngsta stigi grunnskólans hafi þekkingu, færni og aðstæður til að veita börnum vandaða lestrarkennslu að kennarar í grunnskólum landsins hafi þekkingu, færni og aðstæður til að gefa öllum börnum máleflandi skólastarf: Að nemendur nái að skilja það sem þau heyra og lesa, og umfram allt að þau fái að takast á við áhugaverð viðfangsefni, lesi frá ýmsum sjónarhornum, ræði saman og skrifi um það sem þau lesa. Tækifærin eru í skólanum en það eru menntayfirvöld sem bera ábyrgð. Við náum fyrst að snúa við óheillavænlegri þróun í námsfærni nemenda í íslenskum skólum með því að snúa bökum saman, tengja saman og nýta þekkingu fjölbreytilegra sviða innan menntavísinda, ná fram sameiginlegri sýn á að námsleg færni er réttlætismál. Er forgangsröðunin rétt? Höfundur er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Mennta- og barnamálaráðherra segir misskilnings hafa gætt um frumvarp sitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Ekki standi til að hætta að líta til námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla heldur skólum einnig heimilað að horfa til annarra þátta. 17. apríl 2025 09:20
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun