Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. apríl 2025 16:24 Tjöld flóttamanna á Gasa voru ónýt eftir nýjustu árás Ísraelshers þar sem 37 létust. AP Hamas hefur hafnað nýjustu tillögu Ísrael um vopnahlé. Forsvarsmenn Hamas segjast þó tilbúnir að ræða annan samning sem feli í sér endalok stríðsins og frelsi allra gísla í þeirra haldi gegn því að palestínskum föngum verði sleppt. 37, flestir óbreyttir borgarar, létust í árásum Ísraelshers á tjaldbúðir. Í vopnahléstillögu Ísraela fólst 45 daga vopnahlé gegn því að tíu ísraelskir gíslar í haldi Hamas yrðu látnir lausir. Hamas féllst ekki á þessa tillögu og sögðust „tilbúin til að semja tafarlaust um samning um að skipta á öllum gíslum við umsaminn fjölda Palestínumanna sem Ísraelar halda föngum.“ Khalil al-Hayya, samningamaður Hamas, segir ríkisstjórn Ísrael nota samningana, sem eru ekki tilbúnir samningar heldur einungis hluti þeirra, til að fela hver raunveruleg stefnumál stjórnarinnar eru, að halda áfram að útrýma og svelta íbúa Palestínu. Með þessu sé ríkisstjórnin einnig að fórna öllum ísraelskum gíslum í haldi Hamas. Talið er að 59 ísraelskir gíslar séu í haldi Hamas og að 24 þeirra séu á lífi. Ísraelar hafa áður sagt að yfirlýst markmið þeirra sé algjör afvopnun og eyðilegging Hamas samtakanna. Þeir hafa fyrirskipað íbúum á ákveðnum svæðum á Gasaströndinni að yfirgefa heimili sín. Margir óbreyttir borgarar á Gasaströndinni hafa látist í átökunum en í nýjustu árás Ísraela létust 37 manns. Árásin var gerð á tjaldbúðir óbreyttar borgara. Ísraelsher sagði að „Hamas hryðjuverkamaður“ hefði verið á svæðinu. Mikill fjöldi látinna eru börn. „Eldurinn var of mikill, hann gjöreyddi tjöldin og fólkið inni í þeim. Við vorum hjálparlaus, við gátum ekki gert neitt til að bjarga þeim,“ sagði sjónarvottur í viðtali á BBC. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas hafa að minnsta kosti 51.065 palestínskir einstaklingar látist í átökunum á milli Ísrael og Hamas. Átökin hafa staðið frá 7. október 2023 þegar Hamas gerði árás á tónlistarhátíð í Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira
Í vopnahléstillögu Ísraela fólst 45 daga vopnahlé gegn því að tíu ísraelskir gíslar í haldi Hamas yrðu látnir lausir. Hamas féllst ekki á þessa tillögu og sögðust „tilbúin til að semja tafarlaust um samning um að skipta á öllum gíslum við umsaminn fjölda Palestínumanna sem Ísraelar halda föngum.“ Khalil al-Hayya, samningamaður Hamas, segir ríkisstjórn Ísrael nota samningana, sem eru ekki tilbúnir samningar heldur einungis hluti þeirra, til að fela hver raunveruleg stefnumál stjórnarinnar eru, að halda áfram að útrýma og svelta íbúa Palestínu. Með þessu sé ríkisstjórnin einnig að fórna öllum ísraelskum gíslum í haldi Hamas. Talið er að 59 ísraelskir gíslar séu í haldi Hamas og að 24 þeirra séu á lífi. Ísraelar hafa áður sagt að yfirlýst markmið þeirra sé algjör afvopnun og eyðilegging Hamas samtakanna. Þeir hafa fyrirskipað íbúum á ákveðnum svæðum á Gasaströndinni að yfirgefa heimili sín. Margir óbreyttir borgarar á Gasaströndinni hafa látist í átökunum en í nýjustu árás Ísraela létust 37 manns. Árásin var gerð á tjaldbúðir óbreyttar borgara. Ísraelsher sagði að „Hamas hryðjuverkamaður“ hefði verið á svæðinu. Mikill fjöldi látinna eru börn. „Eldurinn var of mikill, hann gjöreyddi tjöldin og fólkið inni í þeim. Við vorum hjálparlaus, við gátum ekki gert neitt til að bjarga þeim,“ sagði sjónarvottur í viðtali á BBC. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas hafa að minnsta kosti 51.065 palestínskir einstaklingar látist í átökunum á milli Ísrael og Hamas. Átökin hafa staðið frá 7. október 2023 þegar Hamas gerði árás á tónlistarhátíð í Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira