Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. apríl 2025 19:55 Gunnhildur Fríða er nemi í hagfræði og umhverfisfræði við Harvard og Sigríður kennir við Columbia. Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. Trump hefur sagst ætla að stöðva ríkisstyrki til Harvard, og annarra háskóla undir því yfirskini að gyðingaandúð hafi fengið að viðgangast á lóðum skólans. Stjórn hans hefur gert ýtarlegar kröfur til skólans, meðal annars um breytingar á námsskrá, rekstri og rannsóknum sem honum hugnast ekki. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er nemandi á fjórða og síðasta ári í hagfræði og umhverfisfræði við Harvard. „En Harvard hefur ákveðið að segja nei, við ætlum ekki að gera eins og þú segir. En þá er hann núna að tvöfalda sínar ógnir og er núna að hóta til dæmis að taka í burtu leyfi til þess að fá alþjóðlega nemendur,“ segir Gunnhildur Fríða í samtali við fréttastofu. Verði þetta að veruleika gætu framtíðaráform verið í uppnámi. „Þetta er mjög stressandi. Við erum mörg komin með atvinnutilboð og erum rosalega spennt að halda áfram, til dæmis að vinna í New York það er það sem ég ætlaði að gera næst. En útfrá þessu þá veit maður ekki neitt hvað er að fara að gerast,“ segir Gunnhildur. „Þetta er hræðilegt en það er rosalega lítið sem ég get gert. Þannig ég reyni bara að njóta, hver veit nema að þetta sé síðasta vikan mín hér. Af því það sem Trump er að segja er sem sagt að ef Harvard gerir ekki eins og hann segir að þá þurfi allir alþjóðlegir nemendur að vera farnir fyrir 30. apríl,“ segir Gunnhildur. Hún segir að erlendir nemendur hafi verið varaðir við að taka þátt í mótmælum. Í gær hafi til að mynda sést til fulltrúa innflytjendalögreglunnar sem þótti til marks um að erlendir námsmenn gætu lent í klandri. Sjá einnig: Hótar að svipta Harvardháskóla skattferlsi Gunnhildur ætlaði að byrja að vinna í New York að námi loknu, en nú gæti farið svo að hún komi heim til Íslands að vinna í staðinn.aðsend „Þá vill maður að sjálfsögðu ekki fara út og þá var sagt við alþjóðlega nemendur, ekki mæta á mótmælin. Af því að ef að Harvard neyðist til að gera eins og Trump vill, þá er hann að biðja um lista yfir nemendur sem hafa einhvern tímann mótmælt á síðasta ári eða eitthvað. Og þá gætir þú bara lent í því að vera fluttur út úr landi eða vera fluttur til einhvers annars lands.“ „Þetta snýst ekkert alltaf um hvað þú hefur sagt á samfélagsmiðlum, þetta snýst líka bara um að þau vilja skapa ótta, þau vilja að þú haldir að þetta geti gerst við þig þannig að þú byrjir að hegða þér meira eins og þau vilja,“ segir Gunnhildur. „Ég og mínir vinir höfum svona komist að því að við ætlum ekki að lifa í ótta. Að sjálfsögðu tökum við góðar ákvarðanir, en ég ætla ennþá að fara aftur heim til Íslands og ef að það verður ekki í lagi þá langar mig ekki að búa þarna.“ Columbia þegar þurft að gefa eftir Harvard er ekki eini háskólinn sem Trump hefur beint spjótum sínum að. Sigríður Benediktsdóttir sem starfar við alþjóðahagfræðideild Columbia háskóla í New York, en skólinn hefur þegar þurft að gefa eftir. „Þetta er búið að hafa veruleg áhrif og í raun hefur bara orðið til þess að fólk er bara frekar skelkað hérna um hvað eigi eftir að gerast,“ segir Sigríður. Sigríður Benediktsdóttir hefur meðal annars starfað hjá Seðlabanka Íslands og við Yale-háskóla en er nú hjá Columbia-háskólanum í Bandaríkjunum.Vísir/Vilhelm „Þetta er stór hluti af fjármögnun skólanna, sér í lagi rannsóknafjármögnun skólanna sem kemur í gegnum þetta. Þar af leiðandi þá það að ríkið sé að draga sig út úr samstarfi við þessa háskóla, þetta er samstarf fyrst og fremst, gerir það að verkum að skólarnir þurfa að finna sér annað fjármagn og mögulega hætta ákveðnum rannsóknum sem eru mjög mikilvægar.“ Þetta komi einnig niður á sumum nemendum, einkum þeim sem njóta námsstyrkja. „Eins og í minni deild þá eru það sér í lagi kannski framtíðardiplómatar, framtíðarstjórnmálamenn, sem að fá þá stuðning til náms sem eru þá annars ekki með fjármagn til þess að mennta sig. Og þeir allt í einu misstu fjármagnið sitt á miðri leið, í miðri á. Svoleiðis að það er mjög óheppilegt líka,“ segir Sigríður. Gunnhildur Fríða er til að mynda ein þeirra nemenda sem er á fullum námsstyrk. „þótt að Harvard sé mjög ríkur skóli, þá er rosalega erfitt að allt í einu leysa í burtu allar fjárfestingarnar. Þá mun þessi skortur á pening koma niður á nemendum til dæmis eins og mér sem eru á næstum því fullum skólastryk,“ segir Gunnhildur. Sigríður nefnir að einnig sé mikil hætta sé á að fræðimenn hætti að stunda sína vinnu í Bandaríkjunum og leiti annað. „Það er bara þegar búið að gerast. Einn af mínum kollegum við Yale-háskóla, Timothy Snider sem er einn sá frægasti sagnfræðiprófessor heims, og sérstaklega sagnfræðiprófessor um fasisma og þess háttar. Hann hefur tekið ákvörðun um að flytja sig yfir til University of Toronto,“ segir Sigríður. Það sé ekki aðeins missir fyrri Yale, heldur missir fyrir fræðasamfélagið í Bandaríkjunum. Ekki sé ólíklegt að fleiri ákveði að fara sömu leið og nemendur sömuleiðis sem hafa færi á að leita annað. Sigríður segir að því miður komi ekki á óvart að sumir veigri sér við að tala opinberlega um stöðuna, en sjálf er hún bandarískur ríkisborgari. „Ég er alveg með það á hreinu ef að ég væri það ekki þá myndi ég mögulega hugsa mig tvisvar um áður en ég segði allt of mikið alla veganna. En á sama tíma þá megum við heldur ekki bara hætta að tjá okkur af því að hann er að hræða okkur, eða stjórnvöld eru að reyna að hræða okkur,“ segir Sigríður og tekur þannig í svipaðan streng og Gunnhildur. „Annars endar þetta bara á versta veg.“ Vegið að akademísku frelsi Hún bindur þó vonir við að aðrir skólar fari að fordæmi Harvard og jafnvel fara með einhver af þessum málum fyrir dómstóla og vona að dómstólar standi í lappirnar. „Þrátt fyrir að það eru ákveðin hættumerki þar,“ segir Sigríður. Akademískt frelsi eigi undir högg að sækja. „Hjá Columbia-háskóla þá tóku stjórnvöld ákvörðun um að líta á þrjár deildir sérstaklega og námsefni í þeim og þar á meðal var deild innan minnar skorar. Deild sem að sér um mið-austurlensk fræði, og það er náttúrlega ekkert hægt að stjórnvöld séu að skipta sér af því hvernig menntun er innan háskóla sem að nota bene eru, við skulum hafa það alveg á hreinu, einkareknir háskólar,“ segir Sigríður. Frá mótmælum við Harvard í gær.AP/Charles Krupa Fyrst og fremst séu skólarnir reknir með skólagjöldum og gjafaframlögum frá fyrrverandi nemendum. Framlag frá ríkinu sé aðeins brot af rekstrarfé háskólanna sem þó geti haft veigamikil áhrif. „Það er verið að gera hugmyndir að stórum rannsóknum og ríkið kemur inn á móti. Þetta er gert í einstökum samningum svo það er erfitt að sjá hvernig þau geta dregið sig út úr öllu á grundvelli einhvers eins eða tveggja hluta núna.“ Enn óhætt að sækja nám í Bandaríkjunum Sigríður vonar að íslenskir námsmenn veigri sér ekki við því að leita náms í Bandaríkjunum. Í flestum tilfellum ættu íslenskir námsmenn ekki að hafa of miklar áhyggjur. „Það eru algjörlega hreinar línur að ef ég væri frá ákveðnum löndum og hefði möguleika á að fara að mennta mig í Bretlandi eða Kanada eða þess háttar, þá myndi ég líta mjög alvarlega á það.“ Sigríður bendir einnig á að þrátt fyrir að núverandi stjórnvöld séu lýðræðislega kjörin í Bandaríkjunum, séu mörg svæði þar í landi þar sem Trump-stjórnin er gífurlega óvinsæl. „Ríkin eru rekin svolítið sjálfstætt. Til dæmis öll Kalifornía, öll austurströndin líka, eru ríki þar sem að í raun er mikil virðing borin fyrir lögum og einkarétti, rannsóknum og menntun svo ég myndi segja að það væri alveg fínt.“ Bandaríkin Donald Trump Háskólar Skóla- og menntamál Vísindi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Trump hefur sagst ætla að stöðva ríkisstyrki til Harvard, og annarra háskóla undir því yfirskini að gyðingaandúð hafi fengið að viðgangast á lóðum skólans. Stjórn hans hefur gert ýtarlegar kröfur til skólans, meðal annars um breytingar á námsskrá, rekstri og rannsóknum sem honum hugnast ekki. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er nemandi á fjórða og síðasta ári í hagfræði og umhverfisfræði við Harvard. „En Harvard hefur ákveðið að segja nei, við ætlum ekki að gera eins og þú segir. En þá er hann núna að tvöfalda sínar ógnir og er núna að hóta til dæmis að taka í burtu leyfi til þess að fá alþjóðlega nemendur,“ segir Gunnhildur Fríða í samtali við fréttastofu. Verði þetta að veruleika gætu framtíðaráform verið í uppnámi. „Þetta er mjög stressandi. Við erum mörg komin með atvinnutilboð og erum rosalega spennt að halda áfram, til dæmis að vinna í New York það er það sem ég ætlaði að gera næst. En útfrá þessu þá veit maður ekki neitt hvað er að fara að gerast,“ segir Gunnhildur. „Þetta er hræðilegt en það er rosalega lítið sem ég get gert. Þannig ég reyni bara að njóta, hver veit nema að þetta sé síðasta vikan mín hér. Af því það sem Trump er að segja er sem sagt að ef Harvard gerir ekki eins og hann segir að þá þurfi allir alþjóðlegir nemendur að vera farnir fyrir 30. apríl,“ segir Gunnhildur. Hún segir að erlendir nemendur hafi verið varaðir við að taka þátt í mótmælum. Í gær hafi til að mynda sést til fulltrúa innflytjendalögreglunnar sem þótti til marks um að erlendir námsmenn gætu lent í klandri. Sjá einnig: Hótar að svipta Harvardháskóla skattferlsi Gunnhildur ætlaði að byrja að vinna í New York að námi loknu, en nú gæti farið svo að hún komi heim til Íslands að vinna í staðinn.aðsend „Þá vill maður að sjálfsögðu ekki fara út og þá var sagt við alþjóðlega nemendur, ekki mæta á mótmælin. Af því að ef að Harvard neyðist til að gera eins og Trump vill, þá er hann að biðja um lista yfir nemendur sem hafa einhvern tímann mótmælt á síðasta ári eða eitthvað. Og þá gætir þú bara lent í því að vera fluttur út úr landi eða vera fluttur til einhvers annars lands.“ „Þetta snýst ekkert alltaf um hvað þú hefur sagt á samfélagsmiðlum, þetta snýst líka bara um að þau vilja skapa ótta, þau vilja að þú haldir að þetta geti gerst við þig þannig að þú byrjir að hegða þér meira eins og þau vilja,“ segir Gunnhildur. „Ég og mínir vinir höfum svona komist að því að við ætlum ekki að lifa í ótta. Að sjálfsögðu tökum við góðar ákvarðanir, en ég ætla ennþá að fara aftur heim til Íslands og ef að það verður ekki í lagi þá langar mig ekki að búa þarna.“ Columbia þegar þurft að gefa eftir Harvard er ekki eini háskólinn sem Trump hefur beint spjótum sínum að. Sigríður Benediktsdóttir sem starfar við alþjóðahagfræðideild Columbia háskóla í New York, en skólinn hefur þegar þurft að gefa eftir. „Þetta er búið að hafa veruleg áhrif og í raun hefur bara orðið til þess að fólk er bara frekar skelkað hérna um hvað eigi eftir að gerast,“ segir Sigríður. Sigríður Benediktsdóttir hefur meðal annars starfað hjá Seðlabanka Íslands og við Yale-háskóla en er nú hjá Columbia-háskólanum í Bandaríkjunum.Vísir/Vilhelm „Þetta er stór hluti af fjármögnun skólanna, sér í lagi rannsóknafjármögnun skólanna sem kemur í gegnum þetta. Þar af leiðandi þá það að ríkið sé að draga sig út úr samstarfi við þessa háskóla, þetta er samstarf fyrst og fremst, gerir það að verkum að skólarnir þurfa að finna sér annað fjármagn og mögulega hætta ákveðnum rannsóknum sem eru mjög mikilvægar.“ Þetta komi einnig niður á sumum nemendum, einkum þeim sem njóta námsstyrkja. „Eins og í minni deild þá eru það sér í lagi kannski framtíðardiplómatar, framtíðarstjórnmálamenn, sem að fá þá stuðning til náms sem eru þá annars ekki með fjármagn til þess að mennta sig. Og þeir allt í einu misstu fjármagnið sitt á miðri leið, í miðri á. Svoleiðis að það er mjög óheppilegt líka,“ segir Sigríður. Gunnhildur Fríða er til að mynda ein þeirra nemenda sem er á fullum námsstyrk. „þótt að Harvard sé mjög ríkur skóli, þá er rosalega erfitt að allt í einu leysa í burtu allar fjárfestingarnar. Þá mun þessi skortur á pening koma niður á nemendum til dæmis eins og mér sem eru á næstum því fullum skólastryk,“ segir Gunnhildur. Sigríður nefnir að einnig sé mikil hætta sé á að fræðimenn hætti að stunda sína vinnu í Bandaríkjunum og leiti annað. „Það er bara þegar búið að gerast. Einn af mínum kollegum við Yale-háskóla, Timothy Snider sem er einn sá frægasti sagnfræðiprófessor heims, og sérstaklega sagnfræðiprófessor um fasisma og þess háttar. Hann hefur tekið ákvörðun um að flytja sig yfir til University of Toronto,“ segir Sigríður. Það sé ekki aðeins missir fyrri Yale, heldur missir fyrir fræðasamfélagið í Bandaríkjunum. Ekki sé ólíklegt að fleiri ákveði að fara sömu leið og nemendur sömuleiðis sem hafa færi á að leita annað. Sigríður segir að því miður komi ekki á óvart að sumir veigri sér við að tala opinberlega um stöðuna, en sjálf er hún bandarískur ríkisborgari. „Ég er alveg með það á hreinu ef að ég væri það ekki þá myndi ég mögulega hugsa mig tvisvar um áður en ég segði allt of mikið alla veganna. En á sama tíma þá megum við heldur ekki bara hætta að tjá okkur af því að hann er að hræða okkur, eða stjórnvöld eru að reyna að hræða okkur,“ segir Sigríður og tekur þannig í svipaðan streng og Gunnhildur. „Annars endar þetta bara á versta veg.“ Vegið að akademísku frelsi Hún bindur þó vonir við að aðrir skólar fari að fordæmi Harvard og jafnvel fara með einhver af þessum málum fyrir dómstóla og vona að dómstólar standi í lappirnar. „Þrátt fyrir að það eru ákveðin hættumerki þar,“ segir Sigríður. Akademískt frelsi eigi undir högg að sækja. „Hjá Columbia-háskóla þá tóku stjórnvöld ákvörðun um að líta á þrjár deildir sérstaklega og námsefni í þeim og þar á meðal var deild innan minnar skorar. Deild sem að sér um mið-austurlensk fræði, og það er náttúrlega ekkert hægt að stjórnvöld séu að skipta sér af því hvernig menntun er innan háskóla sem að nota bene eru, við skulum hafa það alveg á hreinu, einkareknir háskólar,“ segir Sigríður. Frá mótmælum við Harvard í gær.AP/Charles Krupa Fyrst og fremst séu skólarnir reknir með skólagjöldum og gjafaframlögum frá fyrrverandi nemendum. Framlag frá ríkinu sé aðeins brot af rekstrarfé háskólanna sem þó geti haft veigamikil áhrif. „Það er verið að gera hugmyndir að stórum rannsóknum og ríkið kemur inn á móti. Þetta er gert í einstökum samningum svo það er erfitt að sjá hvernig þau geta dregið sig út úr öllu á grundvelli einhvers eins eða tveggja hluta núna.“ Enn óhætt að sækja nám í Bandaríkjunum Sigríður vonar að íslenskir námsmenn veigri sér ekki við því að leita náms í Bandaríkjunum. Í flestum tilfellum ættu íslenskir námsmenn ekki að hafa of miklar áhyggjur. „Það eru algjörlega hreinar línur að ef ég væri frá ákveðnum löndum og hefði möguleika á að fara að mennta mig í Bretlandi eða Kanada eða þess háttar, þá myndi ég líta mjög alvarlega á það.“ Sigríður bendir einnig á að þrátt fyrir að núverandi stjórnvöld séu lýðræðislega kjörin í Bandaríkjunum, séu mörg svæði þar í landi þar sem Trump-stjórnin er gífurlega óvinsæl. „Ríkin eru rekin svolítið sjálfstætt. Til dæmis öll Kalifornía, öll austurströndin líka, eru ríki þar sem að í raun er mikil virðing borin fyrir lögum og einkarétti, rannsóknum og menntun svo ég myndi segja að það væri alveg fínt.“
Bandaríkin Donald Trump Háskólar Skóla- og menntamál Vísindi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira