Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 19. apríl 2025 18:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir tortryggni í garð Vladímírs Pútín mikla þrátt fyrir yfirlýsingu um „páskavopnahlé“. Vísir/Anton Brink Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín. Fréttastofa ræddi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um nýjustu vendingar í átökum Rússa og Úkraínumanna og yfirlýsingu Rússlandsforseta um eins og hálfs dags páskahlé sem stendur yfir frá kvöldinu í kvöld til miðnættis á sunnudag. Sjá einnig: Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hvernig horfa þessar fréttir við þér? Var þetta ekki óvænt tilkynning frá Rússlandsforseta áðan? „Jú, nokkuð óvænt og það verður að segja eins og er að maður hefur sínar efasemdir og það er mikil tortryggni gagnvart öllu því sem Pútín gerir og öllum hans skrefum,“ sagði Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „En vissulega það sem þarf að undirstrika er að öll skref, sem eru tekin í þá átt sem tryggja fullveldi Úkraínu, frelsi og varanlega réttlætan frið, eru auðvitað jákvæð skref. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni Þorgerður segist taka undir með bæði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, að ekki sé hægt að treysta Pútín. „Það er eitthvað sem liggur og býr þarna að baki meira en þrá hans eftir friði,“ sagði Þorgerður um vopnahlé Rússlandsforseta. Selenskí sagðist fyrr í dag ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé“ og sagði Pútín leika sér að mannslífum. Það hefur verið greint frá því að Bandaríkjamenn séu á barmi þess að gefast upp á þessum viðræðum. Heldurðu að þetta geti verið útspil í þeim viðræðum öllum? „Það kann vel að vera. Pútín er ekkert í sérstakri stöðu og ég vona að Bandaríkjamenn fari að átta sig á því líka að það er hægt að þrýsta á hann þannig við náum þessum varanlega og réttláta frið,“ sagði Þorgerður. „Það er það sem skiptir okkur öll máli, ekki bara Úkraínu heldur ekki síst Evrópu, að það verði þannig friður að það sé alveg ljóst að restinni af Evrópu stafi ekki ógn af Pútín þegar þetta erfiða stríð er búið. Að því verðum við að sjálfsögðu öll að vinna. Mikil tortryggni þegar kemur að „einræðisherra eins og Pútín“ Þorgerður segir hins vegar það aldrei of oft sagt að Pútín sé árásaraðilinn. „Það er hann sem hefði getað stöðvað þetta stríð miklu miklu fyrr, það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að ráðast á borgaralega innviði og það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að fremja „massíva“ stríðsglæpi í Úkraínu. Þannig að auðvitað tekur maður þessu skrefi hans með fyrirvara,“ segir hún. „En um leið segi ég: við þurfum að vera opin fyrir því hvaða leiðir það eru sem við getum nýtt til þess að stuðla að varanlegum og réttlátum friði. Það er í hag okkar allra.“ Og eins og hálfs dags vopnahlé er kannski ekki hluti af þeirri leið eða hvað? „Við skulum reyna að sjá eitthvað jákvætt við þetta en ég undirstrika: tortryggnin er mjög mikil þegar kemur að Pútín og hann er annars vegar. Það er held ég bara mjög eðlilegt hjá lýðræðisþenkjandi ríkjum þegar við stöndum frammi fyrir svona einræðisherra eins og Pútín er.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Páskar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um nýjustu vendingar í átökum Rússa og Úkraínumanna og yfirlýsingu Rússlandsforseta um eins og hálfs dags páskahlé sem stendur yfir frá kvöldinu í kvöld til miðnættis á sunnudag. Sjá einnig: Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hvernig horfa þessar fréttir við þér? Var þetta ekki óvænt tilkynning frá Rússlandsforseta áðan? „Jú, nokkuð óvænt og það verður að segja eins og er að maður hefur sínar efasemdir og það er mikil tortryggni gagnvart öllu því sem Pútín gerir og öllum hans skrefum,“ sagði Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „En vissulega það sem þarf að undirstrika er að öll skref, sem eru tekin í þá átt sem tryggja fullveldi Úkraínu, frelsi og varanlega réttlætan frið, eru auðvitað jákvæð skref. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni Þorgerður segist taka undir með bæði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, að ekki sé hægt að treysta Pútín. „Það er eitthvað sem liggur og býr þarna að baki meira en þrá hans eftir friði,“ sagði Þorgerður um vopnahlé Rússlandsforseta. Selenskí sagðist fyrr í dag ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé“ og sagði Pútín leika sér að mannslífum. Það hefur verið greint frá því að Bandaríkjamenn séu á barmi þess að gefast upp á þessum viðræðum. Heldurðu að þetta geti verið útspil í þeim viðræðum öllum? „Það kann vel að vera. Pútín er ekkert í sérstakri stöðu og ég vona að Bandaríkjamenn fari að átta sig á því líka að það er hægt að þrýsta á hann þannig við náum þessum varanlega og réttláta frið,“ sagði Þorgerður. „Það er það sem skiptir okkur öll máli, ekki bara Úkraínu heldur ekki síst Evrópu, að það verði þannig friður að það sé alveg ljóst að restinni af Evrópu stafi ekki ógn af Pútín þegar þetta erfiða stríð er búið. Að því verðum við að sjálfsögðu öll að vinna. Mikil tortryggni þegar kemur að „einræðisherra eins og Pútín“ Þorgerður segir hins vegar það aldrei of oft sagt að Pútín sé árásaraðilinn. „Það er hann sem hefði getað stöðvað þetta stríð miklu miklu fyrr, það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að ráðast á borgaralega innviði og það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að fremja „massíva“ stríðsglæpi í Úkraínu. Þannig að auðvitað tekur maður þessu skrefi hans með fyrirvara,“ segir hún. „En um leið segi ég: við þurfum að vera opin fyrir því hvaða leiðir það eru sem við getum nýtt til þess að stuðla að varanlegum og réttlátum friði. Það er í hag okkar allra.“ Og eins og hálfs dags vopnahlé er kannski ekki hluti af þeirri leið eða hvað? „Við skulum reyna að sjá eitthvað jákvætt við þetta en ég undirstrika: tortryggnin er mjög mikil þegar kemur að Pútín og hann er annars vegar. Það er held ég bara mjög eðlilegt hjá lýðræðisþenkjandi ríkjum þegar við stöndum frammi fyrir svona einræðisherra eins og Pútín er.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Páskar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira