Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Lovísa Arnardóttir skrifar 22. apríl 2025 09:16 Breki og Katrín segja Ingu ekki hafa verið heima en maðurinn hennar tók við fötunni. Samsett Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti KÍNEMA, nemendafélags Kvikmyndaskóla Íslands og Breki Snær Baldursson, varaforseti, félagsins fóru með tíu leggja fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum til Ingu Sæland, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í tilraun til að fá hana til að bjarga Kvikmyndaskólanum. Katrín og Breki ræddu mál skólans í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þung og erfið,“ segir Breki um síðustu daga í skólanum. Þau hafi unnið stanslaust að því að finna lausn til að halda skólanum opnum en tilkynnt var um það fyrir páska að skólinn væri gjaldþrota og að koma ætti nemendum í Tækniskólann til að ljúka námi sínu. Á miðvikudag var svo tilkynnt að Rafmennt hefði keypt þrotabú skólans ásamt nafni hans, vörumerki, búnaði og öðrum verðmætum. Fundað verður með starfsfólki og nemendum í dag og á morgun. Breki Snær segist hafa frétt af lokuninni á sama tíma og greint var frá því í fjölmiðlum en þeim hafi verið greint frá gjaldþrotinu í mars. Katrín Eir segist helst berjast fyrir því að gæði náms haldist það sama og það hafi verið mikið sjokk að þau ættu að fara í Tækniskólann. Óvíst hafi verið hvort gæðin myndu halda sér. Breki Snær segir að einnig hafi þau barist fyrir því að fá að ljúka náminu í skólanum og að starfi skólans verði haldið áfram. Katrín Eir segir félagið hafa ætlað að funda með menntamálaráðherra en frestað fundinum vegna mögulegs samstarfs skólans við Rafmennt. „Við höfðum samband við þau. Inga er nágranni minn og ég hef oft afgreitt hana á KFC. Hún pantar yfirleitt tíu leggja fötu, extra crispy, og við vorum uppiskroppa með hugmyndir. Það kom ekkert annað til greina en að fara með tíu leggja fötu til Ingu Sæland,“ segir Katrín Eir. Inga hafi ekki verið heima en maðurinn hennar hafi tekið við henni. Hann hafi tekið við númerinu þeirra en þau hafi ekki heyrt í Ingu. Það sé skiljanlegt í ljósi þess að Rafmennt hafi tekið við skólanum. Skóla- og menntamál Bítið Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Háskólar Framhaldsskólar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
„Þung og erfið,“ segir Breki um síðustu daga í skólanum. Þau hafi unnið stanslaust að því að finna lausn til að halda skólanum opnum en tilkynnt var um það fyrir páska að skólinn væri gjaldþrota og að koma ætti nemendum í Tækniskólann til að ljúka námi sínu. Á miðvikudag var svo tilkynnt að Rafmennt hefði keypt þrotabú skólans ásamt nafni hans, vörumerki, búnaði og öðrum verðmætum. Fundað verður með starfsfólki og nemendum í dag og á morgun. Breki Snær segist hafa frétt af lokuninni á sama tíma og greint var frá því í fjölmiðlum en þeim hafi verið greint frá gjaldþrotinu í mars. Katrín Eir segist helst berjast fyrir því að gæði náms haldist það sama og það hafi verið mikið sjokk að þau ættu að fara í Tækniskólann. Óvíst hafi verið hvort gæðin myndu halda sér. Breki Snær segir að einnig hafi þau barist fyrir því að fá að ljúka náminu í skólanum og að starfi skólans verði haldið áfram. Katrín Eir segir félagið hafa ætlað að funda með menntamálaráðherra en frestað fundinum vegna mögulegs samstarfs skólans við Rafmennt. „Við höfðum samband við þau. Inga er nágranni minn og ég hef oft afgreitt hana á KFC. Hún pantar yfirleitt tíu leggja fötu, extra crispy, og við vorum uppiskroppa með hugmyndir. Það kom ekkert annað til greina en að fara með tíu leggja fötu til Ingu Sæland,“ segir Katrín Eir. Inga hafi ekki verið heima en maðurinn hennar hafi tekið við henni. Hann hafi tekið við númerinu þeirra en þau hafi ekki heyrt í Ingu. Það sé skiljanlegt í ljósi þess að Rafmennt hafi tekið við skólanum.
Skóla- og menntamál Bítið Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Háskólar Framhaldsskólar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira