Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 23. apríl 2025 07:02 Samfélagið okkar breytist hratt og stöðugt. Fólk hefur mismunandi bakgrunn, reynslu og lífssýn og það er mikilvægt að skólakerfið taki mið af því. Eitt skref í þá átt er að kenna kynjafræði í framhaldsskólum. Það er fræðsla sem hjálpar ungu fólki að hugsa gagnrýnið, skilja heiminn betur og taka þátt í að byggja sanngjarnt og virkt samfélag. Kynjafræði snýst ekki bara um kyn eða jafnrétti kynjanna. Hún snýst um hvernig samfélagið mótar hugmyndir okkar um fólk, hlutverk, vald, tækifæri og hvernig við sjáum okkur sjálf og aðra. Hún hjálpar okkur að átta okkur á staðalmyndum og væntingum sem við tökum stundum sem sjálfsögðum hlut. Í kynjafræðiáföngum fá nemendur tækifæri til að ræða og skoða mikilvæg málefni eins og mannréttindi, fjölmenningu, kynhlutverk, stéttaskiptingu og birtingarmyndir þeirra í fjölmiðlum og daglegu lífi. Þeir læra að greina forréttindi, vald og mismunun og hvernig hægt er að bregðast við því með virðingu og samkennd. Það hafa heyrst raddir sem gagnrýna kynjafræðikennslu sem einhliða eða jafnvel sem einhvers konar pólitíska „innrætingu.“ Það er mikilvægt að hlusta á slíkar áhyggjur og svara þeim með skýrleika og virðingu. Gengur ekki út á að karlar séu vondir Kynjafræði gengur ekki út á að konur séu alltaf fórnarlömb eða að karlar séu vondir. Hún skoðar hvernig félagslegar hugmyndir um kyn geta bitnað á öllum, líka á drengjum. Hún sýnir hvernig þröngar hugmyndir um karlmennsku, til dæmis að karlar megi ekki sýna tilfinningar eða þurfi að vera harðir, geta skaðað sjálfsmynd og vellíðan þeirra. Það að ræða þetta er ekki kúgun heldur frelsun. Jafnréttisfræðsla gengur ekki út á að skipa fólki fyrir. Hún snýst um að auka skilning, virðingu og sjálfstæða hugsun. Að kenna ungu fólki að spyrja spurninga, hlusta á aðra og móta eigin skoðanir byggðar á upplýsingum er ekki stjórnun, það er lýðræði í verki. Að því sögðu má líka vel vera að fleiri þurfi að stíga fram og standa vörð um jafnvægi í námsvali og það er gild umræða hvort Íslandssagan fái nægilegt vægi. Slíkt samtal er mikilvægt. En það á ekki að koma niður á kynjafræði, heldur hvetja til þess að skólakerfið bjóði upp á fjölbreytta og vel ígrundaða fræðslu. Góð fræðsla gengur ekki bara út á að upplýsa nemendur, hún mótar virka þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Nemendur læra að tjá sig með rökum, hlusta á ólíkar raddir og mynda sér sjálfstæða skoðun. Þeir skilja að réttindi annarra eru ekki ógn heldur hluti af réttlæti sem allir njóta góðs af. Spurningin er því ekki hvort kynjafræði eigi heima í skólum, heldur hvers vegna hún hafi ekki verið þar miklu fyrr. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eydís Ásbjörnsdóttir Skóla- og menntamál Alþingi Samfylkingin Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Samfélagið okkar breytist hratt og stöðugt. Fólk hefur mismunandi bakgrunn, reynslu og lífssýn og það er mikilvægt að skólakerfið taki mið af því. Eitt skref í þá átt er að kenna kynjafræði í framhaldsskólum. Það er fræðsla sem hjálpar ungu fólki að hugsa gagnrýnið, skilja heiminn betur og taka þátt í að byggja sanngjarnt og virkt samfélag. Kynjafræði snýst ekki bara um kyn eða jafnrétti kynjanna. Hún snýst um hvernig samfélagið mótar hugmyndir okkar um fólk, hlutverk, vald, tækifæri og hvernig við sjáum okkur sjálf og aðra. Hún hjálpar okkur að átta okkur á staðalmyndum og væntingum sem við tökum stundum sem sjálfsögðum hlut. Í kynjafræðiáföngum fá nemendur tækifæri til að ræða og skoða mikilvæg málefni eins og mannréttindi, fjölmenningu, kynhlutverk, stéttaskiptingu og birtingarmyndir þeirra í fjölmiðlum og daglegu lífi. Þeir læra að greina forréttindi, vald og mismunun og hvernig hægt er að bregðast við því með virðingu og samkennd. Það hafa heyrst raddir sem gagnrýna kynjafræðikennslu sem einhliða eða jafnvel sem einhvers konar pólitíska „innrætingu.“ Það er mikilvægt að hlusta á slíkar áhyggjur og svara þeim með skýrleika og virðingu. Gengur ekki út á að karlar séu vondir Kynjafræði gengur ekki út á að konur séu alltaf fórnarlömb eða að karlar séu vondir. Hún skoðar hvernig félagslegar hugmyndir um kyn geta bitnað á öllum, líka á drengjum. Hún sýnir hvernig þröngar hugmyndir um karlmennsku, til dæmis að karlar megi ekki sýna tilfinningar eða þurfi að vera harðir, geta skaðað sjálfsmynd og vellíðan þeirra. Það að ræða þetta er ekki kúgun heldur frelsun. Jafnréttisfræðsla gengur ekki út á að skipa fólki fyrir. Hún snýst um að auka skilning, virðingu og sjálfstæða hugsun. Að kenna ungu fólki að spyrja spurninga, hlusta á aðra og móta eigin skoðanir byggðar á upplýsingum er ekki stjórnun, það er lýðræði í verki. Að því sögðu má líka vel vera að fleiri þurfi að stíga fram og standa vörð um jafnvægi í námsvali og það er gild umræða hvort Íslandssagan fái nægilegt vægi. Slíkt samtal er mikilvægt. En það á ekki að koma niður á kynjafræði, heldur hvetja til þess að skólakerfið bjóði upp á fjölbreytta og vel ígrundaða fræðslu. Góð fræðsla gengur ekki bara út á að upplýsa nemendur, hún mótar virka þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Nemendur læra að tjá sig með rökum, hlusta á ólíkar raddir og mynda sér sjálfstæða skoðun. Þeir skilja að réttindi annarra eru ekki ógn heldur hluti af réttlæti sem allir njóta góðs af. Spurningin er því ekki hvort kynjafræði eigi heima í skólum, heldur hvers vegna hún hafi ekki verið þar miklu fyrr. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun