Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 23. apríl 2025 07:02 Samfélagið okkar breytist hratt og stöðugt. Fólk hefur mismunandi bakgrunn, reynslu og lífssýn og það er mikilvægt að skólakerfið taki mið af því. Eitt skref í þá átt er að kenna kynjafræði í framhaldsskólum. Það er fræðsla sem hjálpar ungu fólki að hugsa gagnrýnið, skilja heiminn betur og taka þátt í að byggja sanngjarnt og virkt samfélag. Kynjafræði snýst ekki bara um kyn eða jafnrétti kynjanna. Hún snýst um hvernig samfélagið mótar hugmyndir okkar um fólk, hlutverk, vald, tækifæri og hvernig við sjáum okkur sjálf og aðra. Hún hjálpar okkur að átta okkur á staðalmyndum og væntingum sem við tökum stundum sem sjálfsögðum hlut. Í kynjafræðiáföngum fá nemendur tækifæri til að ræða og skoða mikilvæg málefni eins og mannréttindi, fjölmenningu, kynhlutverk, stéttaskiptingu og birtingarmyndir þeirra í fjölmiðlum og daglegu lífi. Þeir læra að greina forréttindi, vald og mismunun og hvernig hægt er að bregðast við því með virðingu og samkennd. Það hafa heyrst raddir sem gagnrýna kynjafræðikennslu sem einhliða eða jafnvel sem einhvers konar pólitíska „innrætingu.“ Það er mikilvægt að hlusta á slíkar áhyggjur og svara þeim með skýrleika og virðingu. Gengur ekki út á að karlar séu vondir Kynjafræði gengur ekki út á að konur séu alltaf fórnarlömb eða að karlar séu vondir. Hún skoðar hvernig félagslegar hugmyndir um kyn geta bitnað á öllum, líka á drengjum. Hún sýnir hvernig þröngar hugmyndir um karlmennsku, til dæmis að karlar megi ekki sýna tilfinningar eða þurfi að vera harðir, geta skaðað sjálfsmynd og vellíðan þeirra. Það að ræða þetta er ekki kúgun heldur frelsun. Jafnréttisfræðsla gengur ekki út á að skipa fólki fyrir. Hún snýst um að auka skilning, virðingu og sjálfstæða hugsun. Að kenna ungu fólki að spyrja spurninga, hlusta á aðra og móta eigin skoðanir byggðar á upplýsingum er ekki stjórnun, það er lýðræði í verki. Að því sögðu má líka vel vera að fleiri þurfi að stíga fram og standa vörð um jafnvægi í námsvali og það er gild umræða hvort Íslandssagan fái nægilegt vægi. Slíkt samtal er mikilvægt. En það á ekki að koma niður á kynjafræði, heldur hvetja til þess að skólakerfið bjóði upp á fjölbreytta og vel ígrundaða fræðslu. Góð fræðsla gengur ekki bara út á að upplýsa nemendur, hún mótar virka þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Nemendur læra að tjá sig með rökum, hlusta á ólíkar raddir og mynda sér sjálfstæða skoðun. Þeir skilja að réttindi annarra eru ekki ógn heldur hluti af réttlæti sem allir njóta góðs af. Spurningin er því ekki hvort kynjafræði eigi heima í skólum, heldur hvers vegna hún hafi ekki verið þar miklu fyrr. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eydís Ásbjörnsdóttir Skóla- og menntamál Alþingi Samfylkingin Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Samfélagið okkar breytist hratt og stöðugt. Fólk hefur mismunandi bakgrunn, reynslu og lífssýn og það er mikilvægt að skólakerfið taki mið af því. Eitt skref í þá átt er að kenna kynjafræði í framhaldsskólum. Það er fræðsla sem hjálpar ungu fólki að hugsa gagnrýnið, skilja heiminn betur og taka þátt í að byggja sanngjarnt og virkt samfélag. Kynjafræði snýst ekki bara um kyn eða jafnrétti kynjanna. Hún snýst um hvernig samfélagið mótar hugmyndir okkar um fólk, hlutverk, vald, tækifæri og hvernig við sjáum okkur sjálf og aðra. Hún hjálpar okkur að átta okkur á staðalmyndum og væntingum sem við tökum stundum sem sjálfsögðum hlut. Í kynjafræðiáföngum fá nemendur tækifæri til að ræða og skoða mikilvæg málefni eins og mannréttindi, fjölmenningu, kynhlutverk, stéttaskiptingu og birtingarmyndir þeirra í fjölmiðlum og daglegu lífi. Þeir læra að greina forréttindi, vald og mismunun og hvernig hægt er að bregðast við því með virðingu og samkennd. Það hafa heyrst raddir sem gagnrýna kynjafræðikennslu sem einhliða eða jafnvel sem einhvers konar pólitíska „innrætingu.“ Það er mikilvægt að hlusta á slíkar áhyggjur og svara þeim með skýrleika og virðingu. Gengur ekki út á að karlar séu vondir Kynjafræði gengur ekki út á að konur séu alltaf fórnarlömb eða að karlar séu vondir. Hún skoðar hvernig félagslegar hugmyndir um kyn geta bitnað á öllum, líka á drengjum. Hún sýnir hvernig þröngar hugmyndir um karlmennsku, til dæmis að karlar megi ekki sýna tilfinningar eða þurfi að vera harðir, geta skaðað sjálfsmynd og vellíðan þeirra. Það að ræða þetta er ekki kúgun heldur frelsun. Jafnréttisfræðsla gengur ekki út á að skipa fólki fyrir. Hún snýst um að auka skilning, virðingu og sjálfstæða hugsun. Að kenna ungu fólki að spyrja spurninga, hlusta á aðra og móta eigin skoðanir byggðar á upplýsingum er ekki stjórnun, það er lýðræði í verki. Að því sögðu má líka vel vera að fleiri þurfi að stíga fram og standa vörð um jafnvægi í námsvali og það er gild umræða hvort Íslandssagan fái nægilegt vægi. Slíkt samtal er mikilvægt. En það á ekki að koma niður á kynjafræði, heldur hvetja til þess að skólakerfið bjóði upp á fjölbreytta og vel ígrundaða fræðslu. Góð fræðsla gengur ekki bara út á að upplýsa nemendur, hún mótar virka þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Nemendur læra að tjá sig með rökum, hlusta á ólíkar raddir og mynda sér sjálfstæða skoðun. Þeir skilja að réttindi annarra eru ekki ógn heldur hluti af réttlæti sem allir njóta góðs af. Spurningin er því ekki hvort kynjafræði eigi heima í skólum, heldur hvers vegna hún hafi ekki verið þar miklu fyrr. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar