Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2025 15:42 Stevie Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar, (t.v.) tekur í höndina á Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Kreml í dag. Witkoff hefur endurómað réttlætingar Rússa fyrir innrás þeirra í Úkraínu á undanförnum vikum. Vísir/EPA Umtalsverður munur er á tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi við Rússland. Tillögur Bandaríkjastjórnar virðast láta meira undan Rússum og vera óljósari um tryggingar fyrir vörnum Úkraínu og hver skuli bæta tjón landsins af innrásinni. Bandaríkjastjórn hefur hótað því að hætta að skipta sér af friðarumleitunum í Úkraínu ef stríðandi fylkingar samþykkja ekki tillögur hennar að friði. Bandaríkjaforseti er talinn vilja binda snöggan enda á stríðið í samræmi við digurbarkaleg loforð í kosningabaráttu sinni. Í þeirri viðleitni hafa fulltrúar Bandaríkjastjórnar átt nokkra fundi með stjórnvöldum í Kreml, nú síðast í dag þegar sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta hitti Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Evrópuríki og Úkraína hafa ekki átt eins greiða leið að borðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segist hafa séð drög að tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og hins vegar þeim sem fulltrúar Úkraínu og Evrópuríkja ræddu á fundi í London fyrr í þessari viku. Töluvert ber á milli þessara tillagna. Vilja gefa Rússum hernumin svæði Rússar hafa nú um fimmtung Úkraínu á sínu valdi. Í tillögu Bandaríkjastjórnar er gert ráð fyrir að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Rússa yfir Krímskaga, sem þeir immlimuðu ólöglega árið 2014 og hafa sætt refsiaðgerðum fyrir, en einnig í reynd yfir þeim landsvæðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu sem Rússar hersetja nú, þar á meðal Luhansk, Donetsk, Saporidsja og Kherson. Evrópsk-úkraínska tillagan gerir hins vegar ekki ráð fyrir að Úkraínumenn gefa eftir neitt landsvæði fyrr en mögulega eftir að samið verður um vopnahlé. Ekkert er talaða um að rússnesk yfirráð yfir úkraínsku landssvæði verði viðurkennd. Leggja til að Úkraína fái jafngildi 5. greinar NATO-sáttmálans Tillaga Evrópuríkja og Úkraínumanna um hvernig varnir Úkraínu verða tryggðar eftir að samið verður um frið gengur mun lengra en sú bandaríska. Lagt er upp með að engar takmarkanir verði settar á úkraínska herinn eða á að bandamenn Úkraínu sendi hermenn þangað. Úkraína fengi einnig tryggingu, meðal annars frá Bandaríkjunum, að bandamenn hennar kæmu henni til varnar, sambærilegri við fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins sem skilgreinir árás á eitt aðildarríki sem árás á þau öll. Bandaríkjastjórn talar hins vegar aðeins um „öflugar öryggistryggingar“ í samstarfi við evrópska bandamenn og fleiri vinveitt ríki. Úkraínu verði ekki gefinn kostur á að ganga í Atlantshafsbandalagið. Vilja fá börnin heim Hvað varðar stríðsbætur fyrir Úkraínu segir aðeins í tillögu Bandaríkjastjórnar að landinu verði bætt tjónið en ekkert um hver komi til með að gera það. Í drögum Evrópuríkja og Úkraínumanna kemur skýrt fram að rússneskar eignir erlendis sem voru frysta eftir að innrásin hófst verði notaðar til þess að bæta tjónið sem innrásin hefur valdið. Varðandi refsiaðgerðir á Rússland leggur Bandaríkjastjórn til að þeim verði aflétt með friðarsamkomulagi. Gagntillaga evrópsku bandamannanna segir hins vegar að hægt verði að létta á refsiaðgerðunum í áföngum eftir að friður næst. Ekkert er minnst á stríðsfanga eða þau úkraínsku börn sem Rússar hafa numið á brott frá upphafi innrásarinnar í bandarísku drögunum. Í þeim evrópsku er gert ráð fyrir að Rússar skili börnunum og að ríki tvö skiptist á öllum stríðsföngum. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur hótað því að hætta að skipta sér af friðarumleitunum í Úkraínu ef stríðandi fylkingar samþykkja ekki tillögur hennar að friði. Bandaríkjaforseti er talinn vilja binda snöggan enda á stríðið í samræmi við digurbarkaleg loforð í kosningabaráttu sinni. Í þeirri viðleitni hafa fulltrúar Bandaríkjastjórnar átt nokkra fundi með stjórnvöldum í Kreml, nú síðast í dag þegar sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta hitti Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Evrópuríki og Úkraína hafa ekki átt eins greiða leið að borðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segist hafa séð drög að tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og hins vegar þeim sem fulltrúar Úkraínu og Evrópuríkja ræddu á fundi í London fyrr í þessari viku. Töluvert ber á milli þessara tillagna. Vilja gefa Rússum hernumin svæði Rússar hafa nú um fimmtung Úkraínu á sínu valdi. Í tillögu Bandaríkjastjórnar er gert ráð fyrir að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Rússa yfir Krímskaga, sem þeir immlimuðu ólöglega árið 2014 og hafa sætt refsiaðgerðum fyrir, en einnig í reynd yfir þeim landsvæðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu sem Rússar hersetja nú, þar á meðal Luhansk, Donetsk, Saporidsja og Kherson. Evrópsk-úkraínska tillagan gerir hins vegar ekki ráð fyrir að Úkraínumenn gefa eftir neitt landsvæði fyrr en mögulega eftir að samið verður um vopnahlé. Ekkert er talaða um að rússnesk yfirráð yfir úkraínsku landssvæði verði viðurkennd. Leggja til að Úkraína fái jafngildi 5. greinar NATO-sáttmálans Tillaga Evrópuríkja og Úkraínumanna um hvernig varnir Úkraínu verða tryggðar eftir að samið verður um frið gengur mun lengra en sú bandaríska. Lagt er upp með að engar takmarkanir verði settar á úkraínska herinn eða á að bandamenn Úkraínu sendi hermenn þangað. Úkraína fengi einnig tryggingu, meðal annars frá Bandaríkjunum, að bandamenn hennar kæmu henni til varnar, sambærilegri við fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins sem skilgreinir árás á eitt aðildarríki sem árás á þau öll. Bandaríkjastjórn talar hins vegar aðeins um „öflugar öryggistryggingar“ í samstarfi við evrópska bandamenn og fleiri vinveitt ríki. Úkraínu verði ekki gefinn kostur á að ganga í Atlantshafsbandalagið. Vilja fá börnin heim Hvað varðar stríðsbætur fyrir Úkraínu segir aðeins í tillögu Bandaríkjastjórnar að landinu verði bætt tjónið en ekkert um hver komi til með að gera það. Í drögum Evrópuríkja og Úkraínumanna kemur skýrt fram að rússneskar eignir erlendis sem voru frysta eftir að innrásin hófst verði notaðar til þess að bæta tjónið sem innrásin hefur valdið. Varðandi refsiaðgerðir á Rússland leggur Bandaríkjastjórn til að þeim verði aflétt með friðarsamkomulagi. Gagntillaga evrópsku bandamannanna segir hins vegar að hægt verði að létta á refsiaðgerðunum í áföngum eftir að friður næst. Ekkert er minnst á stríðsfanga eða þau úkraínsku börn sem Rússar hafa numið á brott frá upphafi innrásarinnar í bandarísku drögunum. Í þeim evrópsku er gert ráð fyrir að Rússar skili börnunum og að ríki tvö skiptist á öllum stríðsföngum.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira