Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 26. apríl 2025 11:02 Þegar Afstaða byrjaði að berjast fyrir, um áratug síðan, að hér á landi yrði komið á fót innlendu eftirliti um varnir gegn pyndingum og annarri vanvirðandi meðferð frelsissviptra (s.k. OPCAT-eftirliti) voru ýmsir stjórnmálamenn sem töluðu þá baráttu niður. Hér á landi væru ekki stundaðar pyndingar og að hingað til lands kæmi erlent eftirlit (CPT-nefnd Evrópuráðsins) með reglulegu millibili. Rétt er það að nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT-nefndin) hefur komið til Íslands í fjögur skipti síðan 1993. Nefndin hefur í heimsóknum sínum gert fjölmargar athugasemdir við stöðu mála hér á landi. Eftir fyrstu heimsóknin CPT-nefndarinnar var fangelsinu að Síðumúla 28 lokað. Að lokinni síðustu heimsókn CPT-nefndarinnar hingað til lands var sett á fót s.k. geðheilbrigðisteymi fanga, enda staða þeirra mála óviðunandi – m.a. að mati hinnar fjölþjóðlegu eftirlitsnefndar. Í tíð Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, var komið á innlendu fyrirbyggjandi eftirliti með hugsanlegum pyndingum. OPCAT-viðaukinn við samning Sameinuðu þjóðanna (CAT- samninginn, sem Ísland hafði áður fullgilt) um varnir gegn pyndingum var undirritaður af forseta Íslands árið 2018. Með því var komið á fót innlendu eftirliti sem átti að koma í veg fyrir pyndingar. Umboðsmanni Alþingis var falið að fara með þetta eftirlit. Hver er reyndin? Þrátt fyrir fögur orð stjórnmálamanna um að hér á landi væri ekki beitt aðferðum sem gætu kallast til pyndinga, hefur innlenda eftirlitið (OPCAT-eftirlit umboðsmanns Alþingis) ítrekað gert athugasemdir við aðstæður frelsissviptra – og, ekki bara þeirra sem eru í fangelsum. Sá hópur er miklu stærri. Þannig hefur eftirlitið gert athugasemdir við aðstæður þeirra sem eru heilabilaðir og lokaðir inni á stofnunum, en einnig kvenna sem eru vistaðar í fangelsum sem og ungmenna sem vistast í fangageymslum í Hafnarfirði. Glænýjar og sorglegar upplýsingar berast nú! Nú hefur Afstöðu borist upplýsingar um að einstaklingar sem vísa á úr landi séu einnig vistaðir í fangageymslum lögreglu, víða um land, og – jafnvel vikum saman í algjörri einagrun á stað þar sem íslendingar eru ekki vistaðir lengur en 48 tíma mest og þar sem það mikill hávæði er að ekki er hægt að festa svefn. Þar sem ekki sé gert ráð fyrir útivistargarði á lögreglustöðvum séu þessir einstaklingar, sem ekki hafa brotið gegn neinum, látnir í hinni takmörkuðu útivist látnir vera í s.k. “belti” sem þeir eru handjárnaðir við. Þetta eru skipulagðar pyndingar sem íslenkir dómarar leggja blessun sína yfir. Hver ástæðan er fyrir því að dómarar láta þessa meðferð viðgangast, er óvís. En, ábyrgðin er þeirra engu að síður, lögum samkvæmt. Fyrir hálfum mánuði átti ég ásamt lögfræðingi Afstöðu fund með nýjum umboðsmanni Alþingis, Kristínu Benediktsdóttur, sem og þeim sem sinna OPCAT-eftirliti umboðsmanns. Við fórum m.a. yfir mál sem Afstaða hefur vakið athygli eftirlitsins á; málum sem sumum hefur verið lokið með sáttargreiðslu ríkislögmanns vegna vanvirðandi meðferðar sem og öðrum málum sem eru enn til meðferðar og gætu skapað ríkinu skaðabótaábyrgð. Girðum okkur í brók! Þau mál sem Afstöðu berast nú upplýsingar um eru einnig líklegar til að skapa ríkinu skaðabótaábyrgð – en ekki bara það; heldur líka álitshnekki, á alþjóðavísu. Að Ísland visti einstaklinga við aðstæður þar sem ekki er gætt að grundvallarmannréttindum er ekki ásættanlegt; ekki gagnvart þeim einstaklingum sem vistaðir eru við ómannúðlegar aðstæður hér á landi – og ekki í lagi gagnvart okkur, hinum almenna borgara, sem krefst þess að lágmarksmannréttinda sé gætt þegar fólk er svipt frelsi sínu. Höfundur er formaður Afstöðu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Þegar Afstaða byrjaði að berjast fyrir, um áratug síðan, að hér á landi yrði komið á fót innlendu eftirliti um varnir gegn pyndingum og annarri vanvirðandi meðferð frelsissviptra (s.k. OPCAT-eftirliti) voru ýmsir stjórnmálamenn sem töluðu þá baráttu niður. Hér á landi væru ekki stundaðar pyndingar og að hingað til lands kæmi erlent eftirlit (CPT-nefnd Evrópuráðsins) með reglulegu millibili. Rétt er það að nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT-nefndin) hefur komið til Íslands í fjögur skipti síðan 1993. Nefndin hefur í heimsóknum sínum gert fjölmargar athugasemdir við stöðu mála hér á landi. Eftir fyrstu heimsóknin CPT-nefndarinnar var fangelsinu að Síðumúla 28 lokað. Að lokinni síðustu heimsókn CPT-nefndarinnar hingað til lands var sett á fót s.k. geðheilbrigðisteymi fanga, enda staða þeirra mála óviðunandi – m.a. að mati hinnar fjölþjóðlegu eftirlitsnefndar. Í tíð Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, var komið á innlendu fyrirbyggjandi eftirliti með hugsanlegum pyndingum. OPCAT-viðaukinn við samning Sameinuðu þjóðanna (CAT- samninginn, sem Ísland hafði áður fullgilt) um varnir gegn pyndingum var undirritaður af forseta Íslands árið 2018. Með því var komið á fót innlendu eftirliti sem átti að koma í veg fyrir pyndingar. Umboðsmanni Alþingis var falið að fara með þetta eftirlit. Hver er reyndin? Þrátt fyrir fögur orð stjórnmálamanna um að hér á landi væri ekki beitt aðferðum sem gætu kallast til pyndinga, hefur innlenda eftirlitið (OPCAT-eftirlit umboðsmanns Alþingis) ítrekað gert athugasemdir við aðstæður frelsissviptra – og, ekki bara þeirra sem eru í fangelsum. Sá hópur er miklu stærri. Þannig hefur eftirlitið gert athugasemdir við aðstæður þeirra sem eru heilabilaðir og lokaðir inni á stofnunum, en einnig kvenna sem eru vistaðar í fangelsum sem og ungmenna sem vistast í fangageymslum í Hafnarfirði. Glænýjar og sorglegar upplýsingar berast nú! Nú hefur Afstöðu borist upplýsingar um að einstaklingar sem vísa á úr landi séu einnig vistaðir í fangageymslum lögreglu, víða um land, og – jafnvel vikum saman í algjörri einagrun á stað þar sem íslendingar eru ekki vistaðir lengur en 48 tíma mest og þar sem það mikill hávæði er að ekki er hægt að festa svefn. Þar sem ekki sé gert ráð fyrir útivistargarði á lögreglustöðvum séu þessir einstaklingar, sem ekki hafa brotið gegn neinum, látnir í hinni takmörkuðu útivist látnir vera í s.k. “belti” sem þeir eru handjárnaðir við. Þetta eru skipulagðar pyndingar sem íslenkir dómarar leggja blessun sína yfir. Hver ástæðan er fyrir því að dómarar láta þessa meðferð viðgangast, er óvís. En, ábyrgðin er þeirra engu að síður, lögum samkvæmt. Fyrir hálfum mánuði átti ég ásamt lögfræðingi Afstöðu fund með nýjum umboðsmanni Alþingis, Kristínu Benediktsdóttur, sem og þeim sem sinna OPCAT-eftirliti umboðsmanns. Við fórum m.a. yfir mál sem Afstaða hefur vakið athygli eftirlitsins á; málum sem sumum hefur verið lokið með sáttargreiðslu ríkislögmanns vegna vanvirðandi meðferðar sem og öðrum málum sem eru enn til meðferðar og gætu skapað ríkinu skaðabótaábyrgð. Girðum okkur í brók! Þau mál sem Afstöðu berast nú upplýsingar um eru einnig líklegar til að skapa ríkinu skaðabótaábyrgð – en ekki bara það; heldur líka álitshnekki, á alþjóðavísu. Að Ísland visti einstaklinga við aðstæður þar sem ekki er gætt að grundvallarmannréttindum er ekki ásættanlegt; ekki gagnvart þeim einstaklingum sem vistaðir eru við ómannúðlegar aðstæður hér á landi – og ekki í lagi gagnvart okkur, hinum almenna borgara, sem krefst þess að lágmarksmannréttinda sé gætt þegar fólk er svipt frelsi sínu. Höfundur er formaður Afstöðu
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun