Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 07:31 Anthony Edwards og LeBron James í átökum í leiknum í gær. James er núna einu tapi frá því að fara í sumarfrí. Getty/Robert Gauthier Anthony Edwards og félagar í Minnesota Timberwolves eru langt komnir með að senda stjörnur LA Lakers í snemmbúið sumarfrí eftir æsispennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Minnesota vann leikinn á heimavelli, 116-113, og er nú komið í 3-1 í einvíginu en vinna þarf fjóra leiki til að komast í aðra umferð. Lakers voru tíu stigum yfir í fjórða leikhluta en keyrðu á sama fimm manna liðinu allan seinni hálfleikinn og misstu forskotið niður í lokin, eftir að hafa náð 14-0 kafla í byrjun þriðja leikhluta og unnið hann 36-23. Sneru við dómi í blálokin „Mér fannst þeir klára bensínið þegar við nálguðumst lok leiksins,“ sagði Edwards sem skoraði 16 af 43 stigum sínum í lokafjórðungnum. LeBron James skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar en var afar ósáttur við ákvörðun dómaranna í lokin um að snúa við fyrri dómi sínum og dæma villu á hann, þegar Lakers virtist vera að fá lokasókn til að tryggja sér sigur. During Q4 of tonight's #LALatMIN game, Replay Center officials determined the Coach's Challenge by MIN was successful and the original call of out-of-bounds was overturned to a proximate foul committed by the Lakers' LeBron James. pic.twitter.com/ymYU39zeOk— NBA Official (@NBAOfficial) April 28, 2025 James vildi ekki meina að Lakers hefðu einfaldlega sprungið á limminu. „Við fengum virkilega góð færi. Luka [Doncic] klikkaði á opnu sniðskoti til að koma okkur sjö stigum yfir. Ég klikkaði á opnu sniðskoti til að koma okkur fjórum yfir. Við fengum nokkur tækifæri. Ég held að það hafi ekkert snúist um þreytu. Við bara klikkuðum á opnum skotum. Við komum okkur í þau færi sem við vildum en náðum bara ekki að nýta þau,“ sagði James. Fjögur einvígi héldu áfram í gær og í engu þeirra er staðan jöfn, eftir fjóra leiki. Meistarar Boston Celtics, New York Knicks og Indiana Pacers eru öll einum sigri frá því að komast í næstu umferð, líkt og Timberwolves. Úrslitin í gær: Pistons – Knicks, 93-94 (Knicks eru 3-1 yfir) Timberwolves – Lakers, 116-113 (Timberwolves eru 3-1 yfir) Magic – Celtics, 98-107 (Celtics eru 3-1 yfir) Bucks – Pacers, 103-129 (Pacers eru 3-1 yfir) NBA Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Minnesota vann leikinn á heimavelli, 116-113, og er nú komið í 3-1 í einvíginu en vinna þarf fjóra leiki til að komast í aðra umferð. Lakers voru tíu stigum yfir í fjórða leikhluta en keyrðu á sama fimm manna liðinu allan seinni hálfleikinn og misstu forskotið niður í lokin, eftir að hafa náð 14-0 kafla í byrjun þriðja leikhluta og unnið hann 36-23. Sneru við dómi í blálokin „Mér fannst þeir klára bensínið þegar við nálguðumst lok leiksins,“ sagði Edwards sem skoraði 16 af 43 stigum sínum í lokafjórðungnum. LeBron James skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar en var afar ósáttur við ákvörðun dómaranna í lokin um að snúa við fyrri dómi sínum og dæma villu á hann, þegar Lakers virtist vera að fá lokasókn til að tryggja sér sigur. During Q4 of tonight's #LALatMIN game, Replay Center officials determined the Coach's Challenge by MIN was successful and the original call of out-of-bounds was overturned to a proximate foul committed by the Lakers' LeBron James. pic.twitter.com/ymYU39zeOk— NBA Official (@NBAOfficial) April 28, 2025 James vildi ekki meina að Lakers hefðu einfaldlega sprungið á limminu. „Við fengum virkilega góð færi. Luka [Doncic] klikkaði á opnu sniðskoti til að koma okkur sjö stigum yfir. Ég klikkaði á opnu sniðskoti til að koma okkur fjórum yfir. Við fengum nokkur tækifæri. Ég held að það hafi ekkert snúist um þreytu. Við bara klikkuðum á opnum skotum. Við komum okkur í þau færi sem við vildum en náðum bara ekki að nýta þau,“ sagði James. Fjögur einvígi héldu áfram í gær og í engu þeirra er staðan jöfn, eftir fjóra leiki. Meistarar Boston Celtics, New York Knicks og Indiana Pacers eru öll einum sigri frá því að komast í næstu umferð, líkt og Timberwolves. Úrslitin í gær: Pistons – Knicks, 93-94 (Knicks eru 3-1 yfir) Timberwolves – Lakers, 116-113 (Timberwolves eru 3-1 yfir) Magic – Celtics, 98-107 (Celtics eru 3-1 yfir) Bucks – Pacers, 103-129 (Pacers eru 3-1 yfir)
NBA Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira