Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 5. maí 2025 19:02 Það var kannski ekki við öðru að búast en að stórútgerðin færi fram með þjósti þegar boðaðar voru breytingar þannig að útgerðin greiði sanngjarnt gjald fyrir aðgang hennar að fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Látið er í veðri vaka að landvinnsla afla leggist af ef veiðigjaldið taki mið af markaðsverði. Landvinnsla sjávarafla er á sumum sviðum lítil hér á landi miðað við sumar aðrar fiskveiðiþjóðir. Eftir því sem næst verður komist er landvinnsla engin á loðnu. Loðnan er flutt út óunnin og verkuð í neytendapakkningar í viðtökulandinu. Landvinnsla er einnig sama og engin á síld. Síldin er flutt út frosin eða söltuð í stórum bláum plasttunnum. Þeir sem vilja verka sjálfir saltsíld í marineraða síld fá ekki að kaupa eina eða tvær tunnur. „Nei við seljum ekki minna en hundrað tunnur í einu,“ sagði forstjóri Síldarvinnslunnar í fyrra . Í móttökulandinu er síldin unnin í neytendapakkningar og seld aftur hingað til lands. Í hverfisversluninni minni er niðurlögð danskverkuð síld. Útgerðarmenn láta í veðri vaka að þeir einir séu til þess hæfir að veiða á miðunum í kringum Ísland. En svo er ekki. Útgerðarmenn fengu einkaaðgang að fiskimiðum fljótlega eftir að kvótakerfið komst á. Þeir þurftu ekkert að greiða fyrir aðganginn. Síðan þá hafa margir þeirra sem fengu kvótann í byrjun selt hann og farið út úr greininni með fullar hendur fjár. Með þessum hætti streymdi fé út úr greininni. Nú hefur stór hluti veiðiheimildanna safnast á fárra hendur sem hagnast það mikið að þeir hafa keypt upp fyrirtæki og eignir eins og prentsmiðjur, dagblað, verslanakeðjur og geta einnig rekið sveit varðliða. Þetta minnir á hvernig aðalsmannastéttir urðu til í Evrópu upp úr hundrað ára stríðinu. Fyrirferð þeirra óx jafnt og þétt. Voru sagðar hafa blátt blóð, gátu ekki umgengist almúgann og pöruðust innbyrðis. Þeim varð ekki haggað nema með blóðugum byltingum. Með þjóðina að baki Tugi umsagna bárust um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og stór hluti þeirra felur í sér stuðning við áform um hækkun auðlindagjalda enda sanngjörn nálgun og löngu tímabær. „Loksins“ segja margir. Tekið er undir með þeim sem segja að ef útgerðarfyrirtæki eru ósátt geti þau alltaf skilað þjóðinni kvótanum og lagt bara upp laupana. Nú er bara að fylkja liði bak við ríkisstjórnina sem mætt hefur andstöðu frá sjáfargreifunum og hagsmunasamtökum þeirra. Styðjum sem einn maður fyrirhugaðar breytingar á lögum um afnotagjald af auðlindinni eða svo kallað veiðigjald. Hér er sannarlega ekki um neitt kjaftshögg fyrir sjávarútveginn að ræða, heldur leiðrétting á ósanngjörnu kerfi. Þjóðin, eigandi fiskimiðanna, hefur takmarkað fengið að njóta afraksturs auðlindanna fram til þessa. Samfélagið þarf þetta fjármagn til fjölmargra hluta meðal annars til að byggja upp innviði. Hér er um risastórt réttlætismál að ræða. Þessi ríkisstjórn ætlar ekki að bjóða áfram upp á sama óréttlætið og segir hingað og ekki lengra. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það var kannski ekki við öðru að búast en að stórútgerðin færi fram með þjósti þegar boðaðar voru breytingar þannig að útgerðin greiði sanngjarnt gjald fyrir aðgang hennar að fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Látið er í veðri vaka að landvinnsla afla leggist af ef veiðigjaldið taki mið af markaðsverði. Landvinnsla sjávarafla er á sumum sviðum lítil hér á landi miðað við sumar aðrar fiskveiðiþjóðir. Eftir því sem næst verður komist er landvinnsla engin á loðnu. Loðnan er flutt út óunnin og verkuð í neytendapakkningar í viðtökulandinu. Landvinnsla er einnig sama og engin á síld. Síldin er flutt út frosin eða söltuð í stórum bláum plasttunnum. Þeir sem vilja verka sjálfir saltsíld í marineraða síld fá ekki að kaupa eina eða tvær tunnur. „Nei við seljum ekki minna en hundrað tunnur í einu,“ sagði forstjóri Síldarvinnslunnar í fyrra . Í móttökulandinu er síldin unnin í neytendapakkningar og seld aftur hingað til lands. Í hverfisversluninni minni er niðurlögð danskverkuð síld. Útgerðarmenn láta í veðri vaka að þeir einir séu til þess hæfir að veiða á miðunum í kringum Ísland. En svo er ekki. Útgerðarmenn fengu einkaaðgang að fiskimiðum fljótlega eftir að kvótakerfið komst á. Þeir þurftu ekkert að greiða fyrir aðganginn. Síðan þá hafa margir þeirra sem fengu kvótann í byrjun selt hann og farið út úr greininni með fullar hendur fjár. Með þessum hætti streymdi fé út úr greininni. Nú hefur stór hluti veiðiheimildanna safnast á fárra hendur sem hagnast það mikið að þeir hafa keypt upp fyrirtæki og eignir eins og prentsmiðjur, dagblað, verslanakeðjur og geta einnig rekið sveit varðliða. Þetta minnir á hvernig aðalsmannastéttir urðu til í Evrópu upp úr hundrað ára stríðinu. Fyrirferð þeirra óx jafnt og þétt. Voru sagðar hafa blátt blóð, gátu ekki umgengist almúgann og pöruðust innbyrðis. Þeim varð ekki haggað nema með blóðugum byltingum. Með þjóðina að baki Tugi umsagna bárust um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og stór hluti þeirra felur í sér stuðning við áform um hækkun auðlindagjalda enda sanngjörn nálgun og löngu tímabær. „Loksins“ segja margir. Tekið er undir með þeim sem segja að ef útgerðarfyrirtæki eru ósátt geti þau alltaf skilað þjóðinni kvótanum og lagt bara upp laupana. Nú er bara að fylkja liði bak við ríkisstjórnina sem mætt hefur andstöðu frá sjáfargreifunum og hagsmunasamtökum þeirra. Styðjum sem einn maður fyrirhugaðar breytingar á lögum um afnotagjald af auðlindinni eða svo kallað veiðigjald. Hér er sannarlega ekki um neitt kjaftshögg fyrir sjávarútveginn að ræða, heldur leiðrétting á ósanngjörnu kerfi. Þjóðin, eigandi fiskimiðanna, hefur takmarkað fengið að njóta afraksturs auðlindanna fram til þessa. Samfélagið þarf þetta fjármagn til fjölmargra hluta meðal annars til að byggja upp innviði. Hér er um risastórt réttlætismál að ræða. Þessi ríkisstjórn ætlar ekki að bjóða áfram upp á sama óréttlætið og segir hingað og ekki lengra. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar