Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. maí 2025 12:05 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert vera við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Fyrirtækið fékk 4,3 milljónir í greiðslu frá embættinu fyrir vinnu sína. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unnu að máli tengdu fyrirtækinu fyrir embættið. Morgunblaðið greindi frá því í dag að Ólafur Þ. Hauksson, þáverandi sérstakur saksóknari, hafi gert verktakasamning við fyrirtækið PPP sf. um sérfræðiráðgjöf á sviði rannsókna hrunmáls í upphafi árs 2012. Nauðsynlegur samningur Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn og Jón Óttar Ólafsson, eigendur og stofnendur PPP, höfðu gegnt störfum hjá embætti sérstaks saksóknara þegar þeir stofnuðu fyrirtækið en þeir voru síðar kærðir af embættinu í maí 2012 vegna brots á þagnarskyldu. Þeir gengu til liðs við sérstakan saksóknara árið 2009 og voru báðir starfsmenn embættisins í nóvember 2011 þegar þeir stofnuðu fyrirtækið. Mikið hefur verið fjallað um PPP síðustu vikur eftir umfjöllun Kveiks varðandi njósnir fyrirtækisins. Ólafur segir að samningur við fyrirtækið hafi verið nauðsynlegur á þeim tíma. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar í nóvember 2014 kom fram að PPP sf. hefði fengið 4,3 milljónir króna greiddar frá Sérstökum saksóknara fyrir störf sín árið 2012. Þau störf voru innt af hendi áður en Jón Óttar og Guðmundur Haukur voru kærðir. „Þeir voru í verktöku hjá okkur við mál sem þeir áttu ólokið þegar þeir luku störfum hjá embættinu um áramótin. Það samband minnir mig hafa verið í tvo mánuði, í janúar og febrúar til að tryggja yfirfærslu þeirra verkefna sem þeir áttu ólokið.“ Lagaheimild til staðar Ólafur segir í raun ekkert athugavert við umræddan samning og minnir á að ekki hafi legið fyrir á þeim tíma að PPP stundaði njósnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Það er sérstök lagaheimild fyrir þessu í lögum um sérstakan saksóknara í fjórðu grein þeirra laga. Þá er gert ráð fyrir því að embættið gæti leitað til sérfræðinga bæði innlendra og erlendra.“ Í verktöku fyrir embættið vann PPP að máli sem varðaði kæru á hendur Sjóvá og Milestone. „Þeir voru að vinna með þessa Sjóvá kæru og inn í það tengist auðvitað Milestone. Núna hefur komið í ljós eftir þessa opinberun að þeir voru að reyna búa til einhvers konar samninga við Sjóvá á sama tíma. Við fyrst og fremst töldum að þeir væru að fara vinna fyrir aðra aðila. Ég reikna bara með að þær rannsóknir sem nú þegar hafa verið boðaðar muni fara mjög þétt ofan í saumana á öllum þáttum málsins.“ Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Stjórnsýsla Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í dag að Ólafur Þ. Hauksson, þáverandi sérstakur saksóknari, hafi gert verktakasamning við fyrirtækið PPP sf. um sérfræðiráðgjöf á sviði rannsókna hrunmáls í upphafi árs 2012. Nauðsynlegur samningur Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn og Jón Óttar Ólafsson, eigendur og stofnendur PPP, höfðu gegnt störfum hjá embætti sérstaks saksóknara þegar þeir stofnuðu fyrirtækið en þeir voru síðar kærðir af embættinu í maí 2012 vegna brots á þagnarskyldu. Þeir gengu til liðs við sérstakan saksóknara árið 2009 og voru báðir starfsmenn embættisins í nóvember 2011 þegar þeir stofnuðu fyrirtækið. Mikið hefur verið fjallað um PPP síðustu vikur eftir umfjöllun Kveiks varðandi njósnir fyrirtækisins. Ólafur segir að samningur við fyrirtækið hafi verið nauðsynlegur á þeim tíma. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar í nóvember 2014 kom fram að PPP sf. hefði fengið 4,3 milljónir króna greiddar frá Sérstökum saksóknara fyrir störf sín árið 2012. Þau störf voru innt af hendi áður en Jón Óttar og Guðmundur Haukur voru kærðir. „Þeir voru í verktöku hjá okkur við mál sem þeir áttu ólokið þegar þeir luku störfum hjá embættinu um áramótin. Það samband minnir mig hafa verið í tvo mánuði, í janúar og febrúar til að tryggja yfirfærslu þeirra verkefna sem þeir áttu ólokið.“ Lagaheimild til staðar Ólafur segir í raun ekkert athugavert við umræddan samning og minnir á að ekki hafi legið fyrir á þeim tíma að PPP stundaði njósnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Það er sérstök lagaheimild fyrir þessu í lögum um sérstakan saksóknara í fjórðu grein þeirra laga. Þá er gert ráð fyrir því að embættið gæti leitað til sérfræðinga bæði innlendra og erlendra.“ Í verktöku fyrir embættið vann PPP að máli sem varðaði kæru á hendur Sjóvá og Milestone. „Þeir voru að vinna með þessa Sjóvá kæru og inn í það tengist auðvitað Milestone. Núna hefur komið í ljós eftir þessa opinberun að þeir voru að reyna búa til einhvers konar samninga við Sjóvá á sama tíma. Við fyrst og fremst töldum að þeir væru að fara vinna fyrir aðra aðila. Ég reikna bara með að þær rannsóknir sem nú þegar hafa verið boðaðar muni fara mjög þétt ofan í saumana á öllum þáttum málsins.“
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Stjórnsýsla Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira