Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. maí 2025 22:25 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er á fundi leiðtoga í Norður-Atlantshafi um öryggis- og varnarmál. Mette Frederiksen Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að Norður-Atlantshafsþjóðirnar sýni sterka forystu. Allir sem horfi á sjónvarp horfi upp á breytta heimsmynd. Mikilvægt sé að viðhalda og bæta samstarf Íslands og Færeyja. Kristrún ræddi við blaðamann færeyska ríkisútvarpsins í Þórshöfn í dag þar sem hún er stödd á fundi um öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jens-Frederik Nielsen, formaður grænlensku landstjórnarinnar og Aksel Johannesen lögmaður Færeyja sitja fundinn og Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs tekur þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Hún segir mikilvægt að Norðuratlantshafsþjóðir séu í stanslausum samskiptum og séu undirbúnir fyrir þær hættur sem kunna að steðja að þeim. „Ég held að það hafi margt breyst í alþjóðastjórnmálunum. Ég held að allir sem horfi á sjónvarp sjái það glöggt. Mér finnst það mjög mikilvægt að við tölum saman í hverjum mánuði, á hverjum degi, í hverri viku,“ segir hún. Kristrún segir fundinn haldinn til að sýna umheiminum að Íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar séu að fylgjast með og séu við stjórnvölinn. Öryggis- og varnarmál eigi erindi við þessar þjóðir og þau þurfi að ræða, því „ef við gerum það ekki, gera það stórveldin.“ „Ættum við að vera á einhvern hátt áhyggjufull?“ spyr blaðamaðurinn færeyski hana þá. „Áhyggjufullur er kannski ekki rétta orðið en við þurfum að sýna umheiminum að við séum að fylgjast með og að það sé ekkert um okkur án okkar. Við þurfum að sýna, eins og ég hef sagt, forystu í nærumhverfi okkar,“ segir Kristrún. Um hvað? „Um varnarmál en ég er líka hér í Færeyjum til að hitta góða vini. Það hefur ríkt góð vinátta á milli Færeyja og Íslands í langan tíma. Við þurfum að þróa viðskiptasamband okkar, vináttu okkar og samskipti á sviði menningar,“ segir Kristrún. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Færeyjar Grænland Danmörk Noregur Utanríkismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Kristrún ræddi við blaðamann færeyska ríkisútvarpsins í Þórshöfn í dag þar sem hún er stödd á fundi um öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jens-Frederik Nielsen, formaður grænlensku landstjórnarinnar og Aksel Johannesen lögmaður Færeyja sitja fundinn og Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs tekur þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Hún segir mikilvægt að Norðuratlantshafsþjóðir séu í stanslausum samskiptum og séu undirbúnir fyrir þær hættur sem kunna að steðja að þeim. „Ég held að það hafi margt breyst í alþjóðastjórnmálunum. Ég held að allir sem horfi á sjónvarp sjái það glöggt. Mér finnst það mjög mikilvægt að við tölum saman í hverjum mánuði, á hverjum degi, í hverri viku,“ segir hún. Kristrún segir fundinn haldinn til að sýna umheiminum að Íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar séu að fylgjast með og séu við stjórnvölinn. Öryggis- og varnarmál eigi erindi við þessar þjóðir og þau þurfi að ræða, því „ef við gerum það ekki, gera það stórveldin.“ „Ættum við að vera á einhvern hátt áhyggjufull?“ spyr blaðamaðurinn færeyski hana þá. „Áhyggjufullur er kannski ekki rétta orðið en við þurfum að sýna umheiminum að við séum að fylgjast með og að það sé ekkert um okkur án okkar. Við þurfum að sýna, eins og ég hef sagt, forystu í nærumhverfi okkar,“ segir Kristrún. Um hvað? „Um varnarmál en ég er líka hér í Færeyjum til að hitta góða vini. Það hefur ríkt góð vinátta á milli Færeyja og Íslands í langan tíma. Við þurfum að þróa viðskiptasamband okkar, vináttu okkar og samskipti á sviði menningar,“ segir Kristrún.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Færeyjar Grænland Danmörk Noregur Utanríkismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira