Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar 17. maí 2025 09:01 Það er kominn tími til að friða Grafarvog í Reykjavík. Grafarvogur er mikilvægt svæði fyrir farfugla sem streyma til landsins þessa dagana. Leirurnar í voginum eru sannkölluð orkuhleðslustöð sem skiptir máli fyrir fuglalíf á allt árið um kring. Öll tæknileg úrlausnarefni og formleg liggja fyrir. Náttúrufræðistofnun er hlynnt því að friða voginn og fram hefur komið að yfirvöld í Reykjavík vilja það. Fyrri stjórnarmeirihluti lagði það beinlínis til. Aðeins einn kengur hljóp í málið sem þarf ekki að vera neitt vandamál. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi umhverfisráðherra lagði til að landið umhverfis voginn sem markast af göngustígunum sem kringum hann yrði líka friðland. Það má deila um hvort að verndargildi þessa lands sé jafn hátt og vogsins sjálfs, en hugmyndin er góð, og þar af leiðandi enginn vandi að gera voginn sjálfan að friðlandi fyrir fugla og kraginn umhverfis með göngustígum verði skilgreindur fólkvangur til útivistar. Nú þarf bara að taka ákvörðun og umhverfisráðuneytið að staðfesta fyrir hönd Reykjavíkurborgar að friða Grafarvoginn. Einnig að ákveða að umhverfis hann sé landið fólkvangur til náttúruskoðunar og umhverfisverndar. Forsaga málsins Forsaga málsins er sú fyrir nokkrum árum var lagt til af hálfu Reykjavíkurborgar að bæði Blikastaðakró og Grafarvogur yrðu friðlönd. Löngu er viðurkennt að þarna eru mikilvægar fæðustöðvar fugla. Þetta gekk eftir með Blikastaðakró sem þegar hefur verið friðuð í nokkur ár og er það fagnaðarefni. Á hinn bóginn stöðvaðist ferlið með Grafarvog á framangreindu Frá þessu er hægt að ganga í hvelli og ekki eftir neinu að bíða. Að sönnu voru nokkrar umræður og skoðanaskipti um það hvort einnig ætti að friða menningarminjar sem eru meðfram Grafarlæknum upp frá voginum í Keldnalandinu. Þetta mál er auðvelt. Við látum það bíða þangað til kemur að því að skipuleggja Keldnaholtið fyrir byggðina samkvæmt verðlaunatillögu sem nú þegar liggur fyrir. Þetta er nákvæmlega ekkert mál og ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Aðalatriðið er að Grafarvogurinn sjálfur verði friðaður og mjög mikilvægt að svæðið umhverfis sé metið að verðleikum sem útivistar- og náttúruskoðunarsvæði. Grafarvogurinn er af náttúrunnar hendi ákaflega mikilvæg orkustöð fyrir farfugla til og frá landinu og gefur fuglum næringu allt árið. Stefán Jón Hvað næst? Því miður hefur komið fram verðlaunatillaga um skipulag byggðar í Keldnaholti sem gerir ráð fyrir því að byggt verði út í voginn. Einhvers konar skemmtisvæði eða laug fyrir fótaböð. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki til greina. Nú þarf að taka af allan vafa um það að af þessu verði ekki. Og helgunarland í austur af voginum upp að Keldnalandinu verði nógu stórt til þess að ekki komi til truflunar á fuglalífi og því að fólk geti notið náttúruskoðunar á svæðinu þegar byggð rís. Allt þetta leiðir bara einu. Það er kominn tími til að friða Grafarvoginn eins og Blikastaðakró. Mikilvægið er ótvírætt, um það er ekki deilt. Svæðið umhverfis, sem markast af göngustígum, ætti auðvitað að taka líka til náttúruverndar og útivistar. Og gæta verður að því að framtíðarbyggð í Keldnaholti trufli ekki náttúrulífið í voginum. Einfalt mál, gott, og liggur fyrir í öllum meginatriðum. Nú er bara að ganga í verkin. Fuglarnir hafa sungið og gera enn. Höfundur er fyrrverandi formaður hverfisráðs Grafarvogs og íbúi við voginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Reykjavík Umhverfismál Fuglar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er kominn tími til að friða Grafarvog í Reykjavík. Grafarvogur er mikilvægt svæði fyrir farfugla sem streyma til landsins þessa dagana. Leirurnar í voginum eru sannkölluð orkuhleðslustöð sem skiptir máli fyrir fuglalíf á allt árið um kring. Öll tæknileg úrlausnarefni og formleg liggja fyrir. Náttúrufræðistofnun er hlynnt því að friða voginn og fram hefur komið að yfirvöld í Reykjavík vilja það. Fyrri stjórnarmeirihluti lagði það beinlínis til. Aðeins einn kengur hljóp í málið sem þarf ekki að vera neitt vandamál. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi umhverfisráðherra lagði til að landið umhverfis voginn sem markast af göngustígunum sem kringum hann yrði líka friðland. Það má deila um hvort að verndargildi þessa lands sé jafn hátt og vogsins sjálfs, en hugmyndin er góð, og þar af leiðandi enginn vandi að gera voginn sjálfan að friðlandi fyrir fugla og kraginn umhverfis með göngustígum verði skilgreindur fólkvangur til útivistar. Nú þarf bara að taka ákvörðun og umhverfisráðuneytið að staðfesta fyrir hönd Reykjavíkurborgar að friða Grafarvoginn. Einnig að ákveða að umhverfis hann sé landið fólkvangur til náttúruskoðunar og umhverfisverndar. Forsaga málsins Forsaga málsins er sú fyrir nokkrum árum var lagt til af hálfu Reykjavíkurborgar að bæði Blikastaðakró og Grafarvogur yrðu friðlönd. Löngu er viðurkennt að þarna eru mikilvægar fæðustöðvar fugla. Þetta gekk eftir með Blikastaðakró sem þegar hefur verið friðuð í nokkur ár og er það fagnaðarefni. Á hinn bóginn stöðvaðist ferlið með Grafarvog á framangreindu Frá þessu er hægt að ganga í hvelli og ekki eftir neinu að bíða. Að sönnu voru nokkrar umræður og skoðanaskipti um það hvort einnig ætti að friða menningarminjar sem eru meðfram Grafarlæknum upp frá voginum í Keldnalandinu. Þetta mál er auðvelt. Við látum það bíða þangað til kemur að því að skipuleggja Keldnaholtið fyrir byggðina samkvæmt verðlaunatillögu sem nú þegar liggur fyrir. Þetta er nákvæmlega ekkert mál og ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Aðalatriðið er að Grafarvogurinn sjálfur verði friðaður og mjög mikilvægt að svæðið umhverfis sé metið að verðleikum sem útivistar- og náttúruskoðunarsvæði. Grafarvogurinn er af náttúrunnar hendi ákaflega mikilvæg orkustöð fyrir farfugla til og frá landinu og gefur fuglum næringu allt árið. Stefán Jón Hvað næst? Því miður hefur komið fram verðlaunatillaga um skipulag byggðar í Keldnaholti sem gerir ráð fyrir því að byggt verði út í voginn. Einhvers konar skemmtisvæði eða laug fyrir fótaböð. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki til greina. Nú þarf að taka af allan vafa um það að af þessu verði ekki. Og helgunarland í austur af voginum upp að Keldnalandinu verði nógu stórt til þess að ekki komi til truflunar á fuglalífi og því að fólk geti notið náttúruskoðunar á svæðinu þegar byggð rís. Allt þetta leiðir bara einu. Það er kominn tími til að friða Grafarvoginn eins og Blikastaðakró. Mikilvægið er ótvírætt, um það er ekki deilt. Svæðið umhverfis, sem markast af göngustígum, ætti auðvitað að taka líka til náttúruverndar og útivistar. Og gæta verður að því að framtíðarbyggð í Keldnaholti trufli ekki náttúrulífið í voginum. Einfalt mál, gott, og liggur fyrir í öllum meginatriðum. Nú er bara að ganga í verkin. Fuglarnir hafa sungið og gera enn. Höfundur er fyrrverandi formaður hverfisráðs Grafarvogs og íbúi við voginn.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar