Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar 17. maí 2025 09:01 Það er kominn tími til að friða Grafarvog í Reykjavík. Grafarvogur er mikilvægt svæði fyrir farfugla sem streyma til landsins þessa dagana. Leirurnar í voginum eru sannkölluð orkuhleðslustöð sem skiptir máli fyrir fuglalíf á allt árið um kring. Öll tæknileg úrlausnarefni og formleg liggja fyrir. Náttúrufræðistofnun er hlynnt því að friða voginn og fram hefur komið að yfirvöld í Reykjavík vilja það. Fyrri stjórnarmeirihluti lagði það beinlínis til. Aðeins einn kengur hljóp í málið sem þarf ekki að vera neitt vandamál. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi umhverfisráðherra lagði til að landið umhverfis voginn sem markast af göngustígunum sem kringum hann yrði líka friðland. Það má deila um hvort að verndargildi þessa lands sé jafn hátt og vogsins sjálfs, en hugmyndin er góð, og þar af leiðandi enginn vandi að gera voginn sjálfan að friðlandi fyrir fugla og kraginn umhverfis með göngustígum verði skilgreindur fólkvangur til útivistar. Nú þarf bara að taka ákvörðun og umhverfisráðuneytið að staðfesta fyrir hönd Reykjavíkurborgar að friða Grafarvoginn. Einnig að ákveða að umhverfis hann sé landið fólkvangur til náttúruskoðunar og umhverfisverndar. Forsaga málsins Forsaga málsins er sú fyrir nokkrum árum var lagt til af hálfu Reykjavíkurborgar að bæði Blikastaðakró og Grafarvogur yrðu friðlönd. Löngu er viðurkennt að þarna eru mikilvægar fæðustöðvar fugla. Þetta gekk eftir með Blikastaðakró sem þegar hefur verið friðuð í nokkur ár og er það fagnaðarefni. Á hinn bóginn stöðvaðist ferlið með Grafarvog á framangreindu Frá þessu er hægt að ganga í hvelli og ekki eftir neinu að bíða. Að sönnu voru nokkrar umræður og skoðanaskipti um það hvort einnig ætti að friða menningarminjar sem eru meðfram Grafarlæknum upp frá voginum í Keldnalandinu. Þetta mál er auðvelt. Við látum það bíða þangað til kemur að því að skipuleggja Keldnaholtið fyrir byggðina samkvæmt verðlaunatillögu sem nú þegar liggur fyrir. Þetta er nákvæmlega ekkert mál og ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Aðalatriðið er að Grafarvogurinn sjálfur verði friðaður og mjög mikilvægt að svæðið umhverfis sé metið að verðleikum sem útivistar- og náttúruskoðunarsvæði. Grafarvogurinn er af náttúrunnar hendi ákaflega mikilvæg orkustöð fyrir farfugla til og frá landinu og gefur fuglum næringu allt árið. Stefán Jón Hvað næst? Því miður hefur komið fram verðlaunatillaga um skipulag byggðar í Keldnaholti sem gerir ráð fyrir því að byggt verði út í voginn. Einhvers konar skemmtisvæði eða laug fyrir fótaböð. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki til greina. Nú þarf að taka af allan vafa um það að af þessu verði ekki. Og helgunarland í austur af voginum upp að Keldnalandinu verði nógu stórt til þess að ekki komi til truflunar á fuglalífi og því að fólk geti notið náttúruskoðunar á svæðinu þegar byggð rís. Allt þetta leiðir bara einu. Það er kominn tími til að friða Grafarvoginn eins og Blikastaðakró. Mikilvægið er ótvírætt, um það er ekki deilt. Svæðið umhverfis, sem markast af göngustígum, ætti auðvitað að taka líka til náttúruverndar og útivistar. Og gæta verður að því að framtíðarbyggð í Keldnaholti trufli ekki náttúrulífið í voginum. Einfalt mál, gott, og liggur fyrir í öllum meginatriðum. Nú er bara að ganga í verkin. Fuglarnir hafa sungið og gera enn. Höfundur er fyrrverandi formaður hverfisráðs Grafarvogs og íbúi við voginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Reykjavík Umhverfismál Fuglar Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er kominn tími til að friða Grafarvog í Reykjavík. Grafarvogur er mikilvægt svæði fyrir farfugla sem streyma til landsins þessa dagana. Leirurnar í voginum eru sannkölluð orkuhleðslustöð sem skiptir máli fyrir fuglalíf á allt árið um kring. Öll tæknileg úrlausnarefni og formleg liggja fyrir. Náttúrufræðistofnun er hlynnt því að friða voginn og fram hefur komið að yfirvöld í Reykjavík vilja það. Fyrri stjórnarmeirihluti lagði það beinlínis til. Aðeins einn kengur hljóp í málið sem þarf ekki að vera neitt vandamál. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi umhverfisráðherra lagði til að landið umhverfis voginn sem markast af göngustígunum sem kringum hann yrði líka friðland. Það má deila um hvort að verndargildi þessa lands sé jafn hátt og vogsins sjálfs, en hugmyndin er góð, og þar af leiðandi enginn vandi að gera voginn sjálfan að friðlandi fyrir fugla og kraginn umhverfis með göngustígum verði skilgreindur fólkvangur til útivistar. Nú þarf bara að taka ákvörðun og umhverfisráðuneytið að staðfesta fyrir hönd Reykjavíkurborgar að friða Grafarvoginn. Einnig að ákveða að umhverfis hann sé landið fólkvangur til náttúruskoðunar og umhverfisverndar. Forsaga málsins Forsaga málsins er sú fyrir nokkrum árum var lagt til af hálfu Reykjavíkurborgar að bæði Blikastaðakró og Grafarvogur yrðu friðlönd. Löngu er viðurkennt að þarna eru mikilvægar fæðustöðvar fugla. Þetta gekk eftir með Blikastaðakró sem þegar hefur verið friðuð í nokkur ár og er það fagnaðarefni. Á hinn bóginn stöðvaðist ferlið með Grafarvog á framangreindu Frá þessu er hægt að ganga í hvelli og ekki eftir neinu að bíða. Að sönnu voru nokkrar umræður og skoðanaskipti um það hvort einnig ætti að friða menningarminjar sem eru meðfram Grafarlæknum upp frá voginum í Keldnalandinu. Þetta mál er auðvelt. Við látum það bíða þangað til kemur að því að skipuleggja Keldnaholtið fyrir byggðina samkvæmt verðlaunatillögu sem nú þegar liggur fyrir. Þetta er nákvæmlega ekkert mál og ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Aðalatriðið er að Grafarvogurinn sjálfur verði friðaður og mjög mikilvægt að svæðið umhverfis sé metið að verðleikum sem útivistar- og náttúruskoðunarsvæði. Grafarvogurinn er af náttúrunnar hendi ákaflega mikilvæg orkustöð fyrir farfugla til og frá landinu og gefur fuglum næringu allt árið. Stefán Jón Hvað næst? Því miður hefur komið fram verðlaunatillaga um skipulag byggðar í Keldnaholti sem gerir ráð fyrir því að byggt verði út í voginn. Einhvers konar skemmtisvæði eða laug fyrir fótaböð. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki til greina. Nú þarf að taka af allan vafa um það að af þessu verði ekki. Og helgunarland í austur af voginum upp að Keldnalandinu verði nógu stórt til þess að ekki komi til truflunar á fuglalífi og því að fólk geti notið náttúruskoðunar á svæðinu þegar byggð rís. Allt þetta leiðir bara einu. Það er kominn tími til að friða Grafarvoginn eins og Blikastaðakró. Mikilvægið er ótvírætt, um það er ekki deilt. Svæðið umhverfis, sem markast af göngustígum, ætti auðvitað að taka líka til náttúruverndar og útivistar. Og gæta verður að því að framtíðarbyggð í Keldnaholti trufli ekki náttúrulífið í voginum. Einfalt mál, gott, og liggur fyrir í öllum meginatriðum. Nú er bara að ganga í verkin. Fuglarnir hafa sungið og gera enn. Höfundur er fyrrverandi formaður hverfisráðs Grafarvogs og íbúi við voginn.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun