Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. maí 2025 10:37 Fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, Vísir/Árni Fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, segir ekki rétt að fyrirtækið hyggist meina starfsmönnum verslananna að vera félagsmenn í Sameyki eða skikka þá til aðildar að VR. Þá segir fyrirtækið formann Sameykis hafa farið með rangfærslur í bréfi til félagsmanna sinna á dögunum. Hins vegar staðfestir fyrirtækið að frá og með febrúar 2028 muni „aðeins kjarasamningur VR og SA geta gilt“ um starfsfólk fríhafnarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Heinemann þar sem brugðist er við bréfi sem Sameyki sendi félagsfólki og Vísir greindi frá fyrr í vikunni. Í bréfinu sagði Kári Sigurðsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis, Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga með því að hyggjast þvinga starfsfólk verslana á flugvellinum til að fylgja kjarasamningum VR í stað Sameykis. Í bréfinu er vitnað til efnis fundar sem stéttarfélagið átti með forsvarsmönnum Heinemann þann 15. apríl en í bréfinu til félagsmanna sagði meðal annars að á fundinum hafi orðið ljóst að Heinemann vildi komast undan kjarasamningi Sameykis. Á fundinum hafi einnig komið fram að fyrirtækið hyggist gera kjarasamninga við VR og ætti nýráðið starfsfólk að starfa eftir samningi þeirra á milli. Núverandi félagsfólk Sameykis fengi að velja hvort það haldi sig þar eða skipti yfir í VR. Samningur Sameykis myndi þó einungis gilda til 1. febrúar 2028 og þá eiga allir starfsmenn að fylgja kjarasamningum VR og Samtaka atvinnulífsins. Frjálst að eiga aðild að Sameyki á meðan kjarasamningur er í gildi Í yfirlýsingu Heinemann felst staðfesting fyrirtækisins á því að eftir að núverandi kjarasamningur rennur úr gildi verði ekki hjá því komist að miðað verði við samning VR og SA. Hins vegar er túlkun Sameykis sem fram kom í bréfinu hafnað. Fyrirtækið ætli sér hvorki nú né síðar að meina starfsmönnum sínum að eiga aðild að Sameyki eða skikka þá til aðildar að VR. „Þetta er rangt og ekki í samræmi við það sem komið hefur fram á fundum fulltrúa Heinemann með forsvarsmönnum Sameykis. Öllum starfsmönnum sem störfuðu áður hjá Fríhöfnin ehf. og starfa nú í verslunum Ísland Duty Free er frjálst að eiga aðild að Sameyki á meðan kjarasamningur Sameykis og Fríhafnarinnar ehf., sem fór áður með rekstur fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, er í gildi til 1. febrúar 2028,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Heinemann. Sjá einnig: Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Þá vill Heinemann meina að engin stjórnarskrárbundin réttindi séu brotin og að fyrirtækið muni leggja sig fram við að virða réttindi starfsfólks. „Þá er það einnig rangt að Heinemann hafi leitast við að komast undan kjarasamningi Sameykis eða hafi reynt að semja um að kjarasamningur VR ætti að gilda um störf starfsmanna þess, enda er það ekki á færi atvinnurekanda að velja hvaða kjarasamningar gilda um starfsmenn þeirra og þar af leiðandi til hvaða stéttarfélags atvinnurekandi skilar iðgjaldi starfsmanna,” segir ennfremur í yfirlýsingunni. Fullyrt er í yfirlýsingunni að engin réttindi, hvorki stjórnarskrárvarin né önnur, hafi verið né verði brotin og að félagið hafi og muni „halda áfram að leggja sig fram um að fylgja í hvívetna þeim lögum sem gilda um réttindi starfsmanna.“ Sameyki sé ekki fyrir starfsfólk í einkageiranum Þá er bent á í yfirlýsingunni að Heinemann sé einkarekið fyrirtæki og starfsmenn þess sinni verslunar-, þjónustu-, og skrifstofustörfum í einkarekstri. Á sama tíma sé Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu þar sem félagsmenn eru „einstaklingar í þjónustu ríkisins og sveitarfélaga og einstaklingar sem starfa hjá stofnunum og opinberum fyrirtækjum,” að því er segir í yfirlýsingunni. Af þessum sökum muni aðeins kjarasamningur VR og SA „aðeins geta gilt um störf starfsmanna Heinemann eftir að kjarasamningur Sameykis og Fríhafnarinnar ehf. fellur úr gildi árið 2028 að mati þeirra sérfræðinga sem félagið hefur ráðfært sig við.” Fyrirtækið muni leitast við að eiga áfram uppbyggilegt samtal við Sameyki og aðra aðila vinnumarkaðarins þar sem hagsmunir starfsmanna verði hafðir að leiðarljósi. „Heinemann á Íslandi hefur að markmiði vera öflugur og ábyrgur vinnuveitandi, enda byggir rekstur félagsins á góðri þjónustu og öflugri liðsheild 150 starfsmanna þess. Það hefur verið og mun áfram vera markmið Heinemann að tryggja að réttindi starfsmanna skerðist að engu leyti óháð því hvaða kjarasamningur gildir um störf þeirra,“ segir að lokum í yfirlýsingunni. Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Verslun Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Heinemann þar sem brugðist er við bréfi sem Sameyki sendi félagsfólki og Vísir greindi frá fyrr í vikunni. Í bréfinu sagði Kári Sigurðsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis, Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga með því að hyggjast þvinga starfsfólk verslana á flugvellinum til að fylgja kjarasamningum VR í stað Sameykis. Í bréfinu er vitnað til efnis fundar sem stéttarfélagið átti með forsvarsmönnum Heinemann þann 15. apríl en í bréfinu til félagsmanna sagði meðal annars að á fundinum hafi orðið ljóst að Heinemann vildi komast undan kjarasamningi Sameykis. Á fundinum hafi einnig komið fram að fyrirtækið hyggist gera kjarasamninga við VR og ætti nýráðið starfsfólk að starfa eftir samningi þeirra á milli. Núverandi félagsfólk Sameykis fengi að velja hvort það haldi sig þar eða skipti yfir í VR. Samningur Sameykis myndi þó einungis gilda til 1. febrúar 2028 og þá eiga allir starfsmenn að fylgja kjarasamningum VR og Samtaka atvinnulífsins. Frjálst að eiga aðild að Sameyki á meðan kjarasamningur er í gildi Í yfirlýsingu Heinemann felst staðfesting fyrirtækisins á því að eftir að núverandi kjarasamningur rennur úr gildi verði ekki hjá því komist að miðað verði við samning VR og SA. Hins vegar er túlkun Sameykis sem fram kom í bréfinu hafnað. Fyrirtækið ætli sér hvorki nú né síðar að meina starfsmönnum sínum að eiga aðild að Sameyki eða skikka þá til aðildar að VR. „Þetta er rangt og ekki í samræmi við það sem komið hefur fram á fundum fulltrúa Heinemann með forsvarsmönnum Sameykis. Öllum starfsmönnum sem störfuðu áður hjá Fríhöfnin ehf. og starfa nú í verslunum Ísland Duty Free er frjálst að eiga aðild að Sameyki á meðan kjarasamningur Sameykis og Fríhafnarinnar ehf., sem fór áður með rekstur fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, er í gildi til 1. febrúar 2028,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Heinemann. Sjá einnig: Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Þá vill Heinemann meina að engin stjórnarskrárbundin réttindi séu brotin og að fyrirtækið muni leggja sig fram við að virða réttindi starfsfólks. „Þá er það einnig rangt að Heinemann hafi leitast við að komast undan kjarasamningi Sameykis eða hafi reynt að semja um að kjarasamningur VR ætti að gilda um störf starfsmanna þess, enda er það ekki á færi atvinnurekanda að velja hvaða kjarasamningar gilda um starfsmenn þeirra og þar af leiðandi til hvaða stéttarfélags atvinnurekandi skilar iðgjaldi starfsmanna,” segir ennfremur í yfirlýsingunni. Fullyrt er í yfirlýsingunni að engin réttindi, hvorki stjórnarskrárvarin né önnur, hafi verið né verði brotin og að félagið hafi og muni „halda áfram að leggja sig fram um að fylgja í hvívetna þeim lögum sem gilda um réttindi starfsmanna.“ Sameyki sé ekki fyrir starfsfólk í einkageiranum Þá er bent á í yfirlýsingunni að Heinemann sé einkarekið fyrirtæki og starfsmenn þess sinni verslunar-, þjónustu-, og skrifstofustörfum í einkarekstri. Á sama tíma sé Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu þar sem félagsmenn eru „einstaklingar í þjónustu ríkisins og sveitarfélaga og einstaklingar sem starfa hjá stofnunum og opinberum fyrirtækjum,” að því er segir í yfirlýsingunni. Af þessum sökum muni aðeins kjarasamningur VR og SA „aðeins geta gilt um störf starfsmanna Heinemann eftir að kjarasamningur Sameykis og Fríhafnarinnar ehf. fellur úr gildi árið 2028 að mati þeirra sérfræðinga sem félagið hefur ráðfært sig við.” Fyrirtækið muni leitast við að eiga áfram uppbyggilegt samtal við Sameyki og aðra aðila vinnumarkaðarins þar sem hagsmunir starfsmanna verði hafðir að leiðarljósi. „Heinemann á Íslandi hefur að markmiði vera öflugur og ábyrgur vinnuveitandi, enda byggir rekstur félagsins á góðri þjónustu og öflugri liðsheild 150 starfsmanna þess. Það hefur verið og mun áfram vera markmið Heinemann að tryggja að réttindi starfsmanna skerðist að engu leyti óháð því hvaða kjarasamningur gildir um störf þeirra,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.
Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Verslun Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira