Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2025 23:46 Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna á fundi í Istanbúl í Tyrklandi í dag. AP/Utanríkisráðuneyti Tyrklands Viðræðum úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl lauk eftir aðeins tveggja tíma fund. Rússar eru sagðir hafa lagt fram óásættanlegar kröfur. Á næstu dögum munu ríkin skiptast á stærstu fangaskiptum frá 2022. Fundurinn var sá fyrsti í þrjú ár þar sem fulltrúar Rússa og Úkraínumanna mætast. Segja má að væntingar hafi ekki verið miklar fyrir fundinn. Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, fór fyrir sendinefnd sinni en einn ráðgjafa Rússlandsforseta, Vladimir Medinsky, fór fyrir rússnesku sendinefndinni. Utanríkisráðherra Tyrklands stýrði fundinum. „Það er mikilvægt að þessi fundur leggi grunninn að fundi leiðtoganna. Við trúum því að það sé mögulegt að ná friði með uppbyggilegum skilningi og samningum,“ sagði Hakan Fidan utanríkisráðherra Tyrklands við upphaf fundarins. Samkvæmt heimildamönnum Reuters varð fljótt ljóst að gjáin milli sendinefnda sé mjög breið. Kröfur Rússa hafi verið þess eðlis að ekki kæmi til greina að ræða þær af neinni alvöru. Rússar eru meðal annars sagðir hafa krafist þess að Úkraínumenn létu eftir fjögur af héruðum landsins, sem Rússar vilja hertaka. Fyrr væri ekki hægt að koma á vopnahléi. „Síðustu klukkutímar hafa sýnt að Rússar vilja ekki vopnahlé og að ef það verður ekki aukinn þrýstingur frá Evrópu og Bandaríkjunum um að ná þeirri niðurstöðu þá gerist það ekki sjálfkrafa,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti, að loknum fundinum, en hann var ásamt öðrum Evrópuleiðtogum á fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Albaníu. Sendinefndirnar ákváðu þó að gera fangaskipti á næstu dögum. Þúsund rússneskir stríðsfangar fyrir þúsund úkraínska. Báðar hliðar eru reiðubúnar að halda samtalinu áfram og vilja Úkraínumenn að leiðtogar ríkjanna fundi, sem Rússar hafa nú til skoðunar. „Við samþykktum að hvor aðili setji fram hugmyndir sínar um hugsanlegt vopnahlé og skili ýtarlegum tillögum skriflega. Þegar þessar hugmyndir hafa verið settar fram teljum við viðeigandi, um það vorum við sammála, að halda samninga- viðræðunum áfram,“ sagði Vladimír Medinsky, formaður Rússnesku sendinefndarinnar. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42 „Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45 Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er. 16. maí 2025 08:42 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Fundurinn var sá fyrsti í þrjú ár þar sem fulltrúar Rússa og Úkraínumanna mætast. Segja má að væntingar hafi ekki verið miklar fyrir fundinn. Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, fór fyrir sendinefnd sinni en einn ráðgjafa Rússlandsforseta, Vladimir Medinsky, fór fyrir rússnesku sendinefndinni. Utanríkisráðherra Tyrklands stýrði fundinum. „Það er mikilvægt að þessi fundur leggi grunninn að fundi leiðtoganna. Við trúum því að það sé mögulegt að ná friði með uppbyggilegum skilningi og samningum,“ sagði Hakan Fidan utanríkisráðherra Tyrklands við upphaf fundarins. Samkvæmt heimildamönnum Reuters varð fljótt ljóst að gjáin milli sendinefnda sé mjög breið. Kröfur Rússa hafi verið þess eðlis að ekki kæmi til greina að ræða þær af neinni alvöru. Rússar eru meðal annars sagðir hafa krafist þess að Úkraínumenn létu eftir fjögur af héruðum landsins, sem Rússar vilja hertaka. Fyrr væri ekki hægt að koma á vopnahléi. „Síðustu klukkutímar hafa sýnt að Rússar vilja ekki vopnahlé og að ef það verður ekki aukinn þrýstingur frá Evrópu og Bandaríkjunum um að ná þeirri niðurstöðu þá gerist það ekki sjálfkrafa,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti, að loknum fundinum, en hann var ásamt öðrum Evrópuleiðtogum á fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Albaníu. Sendinefndirnar ákváðu þó að gera fangaskipti á næstu dögum. Þúsund rússneskir stríðsfangar fyrir þúsund úkraínska. Báðar hliðar eru reiðubúnar að halda samtalinu áfram og vilja Úkraínumenn að leiðtogar ríkjanna fundi, sem Rússar hafa nú til skoðunar. „Við samþykktum að hvor aðili setji fram hugmyndir sínar um hugsanlegt vopnahlé og skili ýtarlegum tillögum skriflega. Þegar þessar hugmyndir hafa verið settar fram teljum við viðeigandi, um það vorum við sammála, að halda samninga- viðræðunum áfram,“ sagði Vladimír Medinsky, formaður Rússnesku sendinefndarinnar.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42 „Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45 Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er. 16. maí 2025 08:42 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42
„Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45
Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er. 16. maí 2025 08:42