Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. maí 2025 15:18 Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir er ánægð með samstöðu lyfjafræðinga í kosningunni. Nú þurfi að ákveða næstu skref og ganga aftur að samingaborðinu. Lyfjafræðingar felldu innanhústillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Lyfjafræðingafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins með níutíu prósentum atkvæða. Núverandi samningur er orðinn átján ára gamall en formaður félagsins segir félagsmenn hafa upplifað nýjan samning sem réttindaskerðingu. Samninganefndir SA og Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ) samþykktu innanhústillögu sáttasemjara þann 6. maí síðastliðinn eftir rúmlega árs viðræður. Þar var um að ræða einn heildarsamning í stað tveggja. Tillagan var kynnt fyrir félagsmönnum 13. maí og var þá opnað fyrir kosningu sem lauk í dag. Greint var frá niðurstöðunni á vef LFÍ í dag. Kjörsókn var 76,41 prósent, 217 af 284 meðlimum félagsins tóku þátt í kosningunni. Af þeim 217 sem kusu sögðu 195 nei, eða 89,86 prósent, en 22 sögðu já, eða 10,14 prósent. Upplifi tillöguna sem verri en gamla samninginn „Illa felldur,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, um niðurstöður kosningar um nýjan kjarasamning. Núverandi samningur er að sögn Sigurbjargar orðinn átján ára gamall og þess vegna gjörólíkur þeim samningum sem aðrar stéttir hafa samþykkt á síðustu árum. „Af því samningurinn er svo gamall og svo öðruvísi þá hefur verið ákall eftir því að samræma okkur við aðrar háskólastéttir. En upplifun okkar í viðræðunum var að það ætti að samræma okkur við aðrar háskólastéttir og taka öll réttindi af okkur í leiðinni,“ segir Sigurbjörg í samtali við fréttastofu. „Þá upplifir fólk að það standi uppi með samning sem er verri en gamli samningurinn.“ Veikindaréttur skertur, of lítil stytting og gremja út í vinnuveitendur „Það er verið að skerða veikindarétt verulega og svo er verið að bæta inn sex mánaða uppsagnarfresti fyrir lyfsöluleyfishafa,“ segir Sigurbjörg um þau réttindi sem skerðast í tillögunni. „Þetta fór mjög illa ofan í fólk vegna þess að þetta er fólk sem er ekki á himinháum launum. Af hverju þarf að festa það? Það er talað um að það sé svo mikill skortur á lyfjafræðingum að það þurfi að festa þá en við skiljum ekki af hverju það þarf að festa okkur frekar en aðra í samfélaginu,“ segir Sigurbjörg. Samninganefndir SA og LFÍ við samningaborðið. „Við erum að fá inn smá styttingu en fólki finnst styttingin alltof lítil. Við erum með langlengsta vinnutímann af öllum stéttum, við þurfum að vinna nítján dögum meira en aðrar heilbrigðisstéttir og aðrir háskólamenntaðir. Þessi stytting sem er verið að bjóða okkur, eins og í Apótekunum, fannst þeim ekki einu sinni vera viðleitni fyrir það að skerða þennan veikindarétt,“ segir hún. „Síðan höfum við verið með greiddan matartíma á kvöldin en við höfum ekki verið að fá réttan yfirvinnutaxta,“ segir Sigurbjörg og bætir við: „Ég held líka að það sé gremja í fólki yfir því að vinnuveitendur hafi ekki alveg verið að fara eftir kjarasamningum, ákveðnir vinnuveitendur,“ segir Sigurbjörg. Telja víst hægt að stytta vinnuvikuna Gremja yfir því hvað samningurinn er orðinn gamall sé ekki minni eða hvernig sé komið fram við lyfjafræðinga samanborið við aðrar stéttir. „Við erum að vinna meira því það er svo mikill skortur á lyfjafræðingum og fáum stundum að heyra ,Það er ekki hægt að stytta vinnuvikuna ykkar.' En ef það er hægt að stytta vinnuviku lækna, sem ég veit að er erfitt, þá er hægt að stytta vinnuvikuna okkar,“ segir Sigurbjörg. Lyfjafræðingafélag Íslands samdi við ríkið í desember og fékk þá fulla styttingu og þurfti ekki að skerða nein réttindi. Því hafi lyfjafræðingar ekki verið sáttir með tillöguna. Ánægð með samstöðuna „Það sem ég er ánægðust með er þessi samstaða,“ segir Sigurbjörg um niðurstöðuna. Ég hefði aldrei viljað sjá 50/50, það er mín versta martröð. Annað hvort er hann samþykktur með meirihluta eða felldur með meirihluta.“ Lyfjafræðingar hafi verið blóðheitir yfir tillögunni. „Það urðu rosalegar umræður, síminn minn stoppaði ekki og það var heilt yfir allt vitlaust,“ segir Sigurbjörg. Erfitt sé að semja með gamlan samning þegar breyta þurfi jafnmiklu. Þess vegna hafi verið gott að sjá hvern og einn taka afstöðu út frá eigin þörfum og láta niðurstöðuna tala sínu máli. Hvað tekur þá við núna? „Nú þurfa kjaranefnd, stjórn og samninganefnd að setjast niður og ákveða hvað eigi að gera,“ segir Sigurbjörg. „Við erum líka með samning hjá ríkinu og hjá Félagi atvinnurekanda. Við þurfum strategískt að ákveða hvað við ætlum að gera,“ segir hún. Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Samninganefndir SA og Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ) samþykktu innanhústillögu sáttasemjara þann 6. maí síðastliðinn eftir rúmlega árs viðræður. Þar var um að ræða einn heildarsamning í stað tveggja. Tillagan var kynnt fyrir félagsmönnum 13. maí og var þá opnað fyrir kosningu sem lauk í dag. Greint var frá niðurstöðunni á vef LFÍ í dag. Kjörsókn var 76,41 prósent, 217 af 284 meðlimum félagsins tóku þátt í kosningunni. Af þeim 217 sem kusu sögðu 195 nei, eða 89,86 prósent, en 22 sögðu já, eða 10,14 prósent. Upplifi tillöguna sem verri en gamla samninginn „Illa felldur,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, um niðurstöður kosningar um nýjan kjarasamning. Núverandi samningur er að sögn Sigurbjargar orðinn átján ára gamall og þess vegna gjörólíkur þeim samningum sem aðrar stéttir hafa samþykkt á síðustu árum. „Af því samningurinn er svo gamall og svo öðruvísi þá hefur verið ákall eftir því að samræma okkur við aðrar háskólastéttir. En upplifun okkar í viðræðunum var að það ætti að samræma okkur við aðrar háskólastéttir og taka öll réttindi af okkur í leiðinni,“ segir Sigurbjörg í samtali við fréttastofu. „Þá upplifir fólk að það standi uppi með samning sem er verri en gamli samningurinn.“ Veikindaréttur skertur, of lítil stytting og gremja út í vinnuveitendur „Það er verið að skerða veikindarétt verulega og svo er verið að bæta inn sex mánaða uppsagnarfresti fyrir lyfsöluleyfishafa,“ segir Sigurbjörg um þau réttindi sem skerðast í tillögunni. „Þetta fór mjög illa ofan í fólk vegna þess að þetta er fólk sem er ekki á himinháum launum. Af hverju þarf að festa það? Það er talað um að það sé svo mikill skortur á lyfjafræðingum að það þurfi að festa þá en við skiljum ekki af hverju það þarf að festa okkur frekar en aðra í samfélaginu,“ segir Sigurbjörg. Samninganefndir SA og LFÍ við samningaborðið. „Við erum að fá inn smá styttingu en fólki finnst styttingin alltof lítil. Við erum með langlengsta vinnutímann af öllum stéttum, við þurfum að vinna nítján dögum meira en aðrar heilbrigðisstéttir og aðrir háskólamenntaðir. Þessi stytting sem er verið að bjóða okkur, eins og í Apótekunum, fannst þeim ekki einu sinni vera viðleitni fyrir það að skerða þennan veikindarétt,“ segir hún. „Síðan höfum við verið með greiddan matartíma á kvöldin en við höfum ekki verið að fá réttan yfirvinnutaxta,“ segir Sigurbjörg og bætir við: „Ég held líka að það sé gremja í fólki yfir því að vinnuveitendur hafi ekki alveg verið að fara eftir kjarasamningum, ákveðnir vinnuveitendur,“ segir Sigurbjörg. Telja víst hægt að stytta vinnuvikuna Gremja yfir því hvað samningurinn er orðinn gamall sé ekki minni eða hvernig sé komið fram við lyfjafræðinga samanborið við aðrar stéttir. „Við erum að vinna meira því það er svo mikill skortur á lyfjafræðingum og fáum stundum að heyra ,Það er ekki hægt að stytta vinnuvikuna ykkar.' En ef það er hægt að stytta vinnuviku lækna, sem ég veit að er erfitt, þá er hægt að stytta vinnuvikuna okkar,“ segir Sigurbjörg. Lyfjafræðingafélag Íslands samdi við ríkið í desember og fékk þá fulla styttingu og þurfti ekki að skerða nein réttindi. Því hafi lyfjafræðingar ekki verið sáttir með tillöguna. Ánægð með samstöðuna „Það sem ég er ánægðust með er þessi samstaða,“ segir Sigurbjörg um niðurstöðuna. Ég hefði aldrei viljað sjá 50/50, það er mín versta martröð. Annað hvort er hann samþykktur með meirihluta eða felldur með meirihluta.“ Lyfjafræðingar hafi verið blóðheitir yfir tillögunni. „Það urðu rosalegar umræður, síminn minn stoppaði ekki og það var heilt yfir allt vitlaust,“ segir Sigurbjörg. Erfitt sé að semja með gamlan samning þegar breyta þurfi jafnmiklu. Þess vegna hafi verið gott að sjá hvern og einn taka afstöðu út frá eigin þörfum og láta niðurstöðuna tala sínu máli. Hvað tekur þá við núna? „Nú þurfa kjaranefnd, stjórn og samninganefnd að setjast niður og ákveða hvað eigi að gera,“ segir Sigurbjörg. „Við erum líka með samning hjá ríkinu og hjá Félagi atvinnurekanda. Við þurfum strategískt að ákveða hvað við ætlum að gera,“ segir hún.
Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira