Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Lovísa Arnardóttir skrifar 21. maí 2025 08:33 Frá undirritun samningsins. Aðsend Reitir fasteignafélag og Háskólinn í Reykjavík (HR) hafa undirritað rammasamning um samstarf til þriggja ára. Samstarfið felur í sér árlega hugmyndasamkeppni fyrir nemendur HR þar sem þau fá tækifæri til að takast á við raunveruleg verkefni úr starfsemi Reita. Fyrsta hugmyndasamkeppnin verður haldin haustið 2025 og munu nánari upplýsingar um keppnina verða kynntar við upphaf haustannar háskólans. Í sameiginlegri tilkynningu kemur fram að samstarfið sé mikilvægt skref í að efla tengsl háskólasamfélagsins og atvinnulífsins með áherslu á nýsköpun, sköpunargleði og hagnýta reynslu nemenda. „Sterk tengsl við atvinnulífið og áhersla á nýsköpun hafa verið aðalsmerki Háskólans í Reykjavík allt frá stofnun. Þetta nýja samstarf við Reiti er liður í því að efla þessi tengsl og þessa áherslu enn frekar. Samstarfið veitir nemendum okkar góð tækifæri til þess að nýta þekkingu sína í raunverulegum verkefnum, taka þátt í nýsköpun og styrkja sín eigin tengsl við atvinnulífið,“ segir Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, í tilkynningu. Í samstarfinu muni HR og Reitir standa fyrir hugmyndasamkeppni þar sem nemendur þvert á deildir fái tækifæri til að taka þátt í þróun lausna á raunverulegum viðfangsefnum sem Reitir vinna að, eða stefna að í framtíðinni. Hugmyndasamkeppni á sér erlendar fyrirmyndir samkvæmt tilkynningu og verðmætt tækifæri fyrir nemendur sem taka þátt til þess að styrkja tengsl sín við atvinnulífið, nýta fræðilega þekkingu sína á hagnýtan hátt, þróa færni í teymisvinnu, verkefnastjórnun og kynningu, fá faglega endurgjöf frá sérfræðingum og kynnast starfi fyrirtækja innan fasteignageirans. „Við erum virkilega spennt að hefja nýja vegferð með Háskólanum í Reykjavík, og efla nýsköpun í okkar verkefnum í samstarfi við þann öfluga hóp nemenda sem stundar nám við háskólann. Samstarfið er ekki síður liður í samfélagslegri ábyrð Reita og framlag til menntunar og nýsköpunar,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, í tilkynningunni. Fasteignamarkaður Skóla- og menntamál Háskólar Reykjavík Arkitektúr Tíska og hönnun Reitir fasteignafélag Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Fyrsta hugmyndasamkeppnin verður haldin haustið 2025 og munu nánari upplýsingar um keppnina verða kynntar við upphaf haustannar háskólans. Í sameiginlegri tilkynningu kemur fram að samstarfið sé mikilvægt skref í að efla tengsl háskólasamfélagsins og atvinnulífsins með áherslu á nýsköpun, sköpunargleði og hagnýta reynslu nemenda. „Sterk tengsl við atvinnulífið og áhersla á nýsköpun hafa verið aðalsmerki Háskólans í Reykjavík allt frá stofnun. Þetta nýja samstarf við Reiti er liður í því að efla þessi tengsl og þessa áherslu enn frekar. Samstarfið veitir nemendum okkar góð tækifæri til þess að nýta þekkingu sína í raunverulegum verkefnum, taka þátt í nýsköpun og styrkja sín eigin tengsl við atvinnulífið,“ segir Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, í tilkynningu. Í samstarfinu muni HR og Reitir standa fyrir hugmyndasamkeppni þar sem nemendur þvert á deildir fái tækifæri til að taka þátt í þróun lausna á raunverulegum viðfangsefnum sem Reitir vinna að, eða stefna að í framtíðinni. Hugmyndasamkeppni á sér erlendar fyrirmyndir samkvæmt tilkynningu og verðmætt tækifæri fyrir nemendur sem taka þátt til þess að styrkja tengsl sín við atvinnulífið, nýta fræðilega þekkingu sína á hagnýtan hátt, þróa færni í teymisvinnu, verkefnastjórnun og kynningu, fá faglega endurgjöf frá sérfræðingum og kynnast starfi fyrirtækja innan fasteignageirans. „Við erum virkilega spennt að hefja nýja vegferð með Háskólanum í Reykjavík, og efla nýsköpun í okkar verkefnum í samstarfi við þann öfluga hóp nemenda sem stundar nám við háskólann. Samstarfið er ekki síður liður í samfélagslegri ábyrð Reita og framlag til menntunar og nýsköpunar,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, í tilkynningunni.
Fasteignamarkaður Skóla- og menntamál Háskólar Reykjavík Arkitektúr Tíska og hönnun Reitir fasteignafélag Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira