Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar 23. maí 2025 14:03 Fyrirsögnin vísar til fleygra orða Forrest Gump í samnefndri kvikmynd. Fólki með margþættan geðrænan vanda áskotnast því miður oft moli með óbragði. Langvarandi geðfötlun er vandi alls samfélagsins , ekki bara þeirra sem lifa með henni. Í þessum efnum hefur skort úrræði frá upphafi. Sú sem hér skrifar hefur unnið með alvarlega geðfötluðum. Það kemur fyrst við kaunin að upplifa það þá eigin skinni hversu illa heilbrigðiskerfið hefur brugðist þessum hópi. Fólk með alvarlega geðfötlun tilheyrir einangraðasta hópi samfélagsins og hefur setið eftir þegar kemur að sjálfsögðum mannréttindum. Kerfið hefur brugðist þessum einstaklingum varðandi þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. En af hverju hefur fólk með langvinna geðfötlun mætt úrræðaleysi til þessa? Er það vegna rangrar forgangsröðunar eða skeytingarleysis stjórnvalda? Tökum of algengt dæmi. Fullorðin einstaklingur glímir við geðklofa og geðhvörf. Þrátt fyrir lyfjameðferð með aðstoð ófaglærðs starfsfólks hefur sjúkdómurinn þróast til verri vegar. Hann er óvæginn, hleðst upp í brjósti og huga viðkomandi, rétt eins og tímasprengja. Einstaklingurinn býr mögulega í þjónustukjarna fyrir fatlaða eða á hjúkrunarheimili fjarri aðstandendum. Í alvarlegustu tilfellunum hjá óvörðum foreldrum eða jafnvel á götunni. Í öllum tilfellum ríkir mikil vansæld, ógn og skelfing, vegna ófyrirsjáanleika sjúkdómsins. Þarfnist geðfatlaður einstaklingur inngrips frá heilbrigðiskerfinu er lausnin bráðageðdeild. Þar er ástæða til innlagnar metin en hertari skilyrði sökum manneklu og húsnæðisskorts. Miklar líkur eru á að sjúklingurinn fái ekki innlögn og hann sé samdægurs sendur aftur í fyrri aðstæður . Oftar en ekki eru sterk róandi lyf þvinguð í viðkomandi áður en hann er sendur heim. Heima, hvar svo sem það er, bíður sama óvissan og ógnvekjandi ófyrirsjáanleikinn. Það eina sem hægt er að reikna með er að tímasprengjan heldur áfram að tifa. Kerfið brást þessum viðkvæmu þegnum fyrir löngu. Það var ekki að gerast fyrst núna, jafnvel þó ýjað hafi verið að því í þrálátri umfjöllun stjórnarandstöðunnar um lokun Janusar. Með þessum orðum er ekki gert lítið úr vanda þeirra sem nýttu sér þjónustu Janusar, alls ekki. Fólk sem býr við langvarandi geðfötlun hefur verið hornreka í samfélaginu um það er ekki deilt. Það á sama rétt og aðrir á varanlegu öruggu húsnæði og þeim lífsgæðum sem því fylgja. Um það er heldur ekki deilt en sá réttur hefur ekki verið nægilega virtur. Fólk sem glímir við illvíga geðsjúkdóma á rétt á þjónustu faglegs teymis sem hefur kunnáttu til að halda utan um og styðja eins og kostur er þegar sjúklingur fellur í hringiðu ranghugmynda og ofskynjana, sem annars gæti leitt til ógæfu, jafnvel manntjóns. Ríkisstjórn og stjórnarandstaða eiga að standa sameiginlega undir ábyrgð á því ófremdarástandi sem skapast hefur. Það þarf að finna varanlega lausn til handa þessum einum viðkvæmasta hópi þjóðfélagsins. . Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Íris Fanndal Flokkur fólksins Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin vísar til fleygra orða Forrest Gump í samnefndri kvikmynd. Fólki með margþættan geðrænan vanda áskotnast því miður oft moli með óbragði. Langvarandi geðfötlun er vandi alls samfélagsins , ekki bara þeirra sem lifa með henni. Í þessum efnum hefur skort úrræði frá upphafi. Sú sem hér skrifar hefur unnið með alvarlega geðfötluðum. Það kemur fyrst við kaunin að upplifa það þá eigin skinni hversu illa heilbrigðiskerfið hefur brugðist þessum hópi. Fólk með alvarlega geðfötlun tilheyrir einangraðasta hópi samfélagsins og hefur setið eftir þegar kemur að sjálfsögðum mannréttindum. Kerfið hefur brugðist þessum einstaklingum varðandi þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. En af hverju hefur fólk með langvinna geðfötlun mætt úrræðaleysi til þessa? Er það vegna rangrar forgangsröðunar eða skeytingarleysis stjórnvalda? Tökum of algengt dæmi. Fullorðin einstaklingur glímir við geðklofa og geðhvörf. Þrátt fyrir lyfjameðferð með aðstoð ófaglærðs starfsfólks hefur sjúkdómurinn þróast til verri vegar. Hann er óvæginn, hleðst upp í brjósti og huga viðkomandi, rétt eins og tímasprengja. Einstaklingurinn býr mögulega í þjónustukjarna fyrir fatlaða eða á hjúkrunarheimili fjarri aðstandendum. Í alvarlegustu tilfellunum hjá óvörðum foreldrum eða jafnvel á götunni. Í öllum tilfellum ríkir mikil vansæld, ógn og skelfing, vegna ófyrirsjáanleika sjúkdómsins. Þarfnist geðfatlaður einstaklingur inngrips frá heilbrigðiskerfinu er lausnin bráðageðdeild. Þar er ástæða til innlagnar metin en hertari skilyrði sökum manneklu og húsnæðisskorts. Miklar líkur eru á að sjúklingurinn fái ekki innlögn og hann sé samdægurs sendur aftur í fyrri aðstæður . Oftar en ekki eru sterk róandi lyf þvinguð í viðkomandi áður en hann er sendur heim. Heima, hvar svo sem það er, bíður sama óvissan og ógnvekjandi ófyrirsjáanleikinn. Það eina sem hægt er að reikna með er að tímasprengjan heldur áfram að tifa. Kerfið brást þessum viðkvæmu þegnum fyrir löngu. Það var ekki að gerast fyrst núna, jafnvel þó ýjað hafi verið að því í þrálátri umfjöllun stjórnarandstöðunnar um lokun Janusar. Með þessum orðum er ekki gert lítið úr vanda þeirra sem nýttu sér þjónustu Janusar, alls ekki. Fólk sem býr við langvarandi geðfötlun hefur verið hornreka í samfélaginu um það er ekki deilt. Það á sama rétt og aðrir á varanlegu öruggu húsnæði og þeim lífsgæðum sem því fylgja. Um það er heldur ekki deilt en sá réttur hefur ekki verið nægilega virtur. Fólk sem glímir við illvíga geðsjúkdóma á rétt á þjónustu faglegs teymis sem hefur kunnáttu til að halda utan um og styðja eins og kostur er þegar sjúklingur fellur í hringiðu ranghugmynda og ofskynjana, sem annars gæti leitt til ógæfu, jafnvel manntjóns. Ríkisstjórn og stjórnarandstaða eiga að standa sameiginlega undir ábyrgð á því ófremdarástandi sem skapast hefur. Það þarf að finna varanlega lausn til handa þessum einum viðkvæmasta hópi þjóðfélagsins. . Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar