„Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. maí 2025 19:13 Guðrún Eva er ráðalaus vegna aðstæða sonar síns sem fær ekki viðeigandi aðstoð. Stöð 2 Móðir fimmtán ára drengs með þroskaröskun óttast um líf hans en hún segir fjölskylduna allsstaðar koma að lokuðum dyrum. Hún segir son sinn hættulegan sjálfum sér og öðrum og óttast um öryggi hans sem og fjölskyldu sinnar. Guðrún Eva Jónsdóttir er móðir hins fimmtán ára gamla Hjartar Hlíðars. Hann er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun og hefur þurft á sérstökum stuðning að halda í skóla. Guðrún ræddi við fréttastofu fyrir fjórum árum þegar Hirti þá tólf ára, var synjað um skólavist. Nú er hann orðinn fimmtán ára gamall og mjög andlega veikur og segir Guðrún hann þurfa á aðstoð Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að halda. Það hafi hins vegar reynst þrautinni þyngri að tryggja honum það úrræði og eftir að hafa ráðist á lögregluþjón var hann vistaður á Stuðla. „Stuðlar er meðferðarrúrræði fyrir börn undir átján ára eldri sem eru í neyslu. Hvers vegna var hann sendur þangað? Af því að það voru ekki til nein önnur úrræði og þeir lofuðu því að hann kæmist inn á BUGL strax daginn eftir því hann er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Hann er núna í október búinn að stela bíl mínum og eyðileggja hann, þar til dæmis hefði hann getað verið búinn að skaða marga og nokkrum sinnum eftir það líka,“ segir Guðrún. „Enn og aftur þarf ég að ljúga að barninu mínu að hann þurfi bara að bíða hér í smá tíma því ég og amma þín erum að fara niður á spítala á fund og við ætlum að bjarga þér í læknishendur. Barnið mitt brotnar í viðurvist þriggja ef ekki fjögurra starfsmanna þarna og öskrar: „Mamma hjálpaðu mér hjálpaðu mér hjálpaðu mér, ég vil bara hjálp ég drep mig ég drep mig ég drep mig ég drep mig.“ Hjörtur hafi brugðist illa við því að frekari aðstoð væri ekki í boði og segir Guðrún son sinn þá hafa verið beittan mikilli hörku, auk þess sem hann hafi ekki fengið lyfin sín og upplifað mikil fráhvarfseinkenni. „Á meðan það var beðið eftir sjúkrabíl þá grýtti lögreglan honum inn í sjúkrabíl og læsti og svo bankar hann og bankar og bankar á hurðina því hann þurfti svo mikið að æla. Fyrir utan sjálfsmorðshugleiðingarnar þá er barnið mitt í bullandi fráhvörfum af lyfjunum sem hann þarf að vera á en það opnar enginn fyrir honum og hann þarf að æla út um allt þarna inni. Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Hún lýsir fálæti kerfisins gagnvart syni sínum og segist ráðþrota vegna málsins. Foreldrar hennar aðstoði og hafi tekið Hjört að sér, tímabundið. „Nú sitja foreldrarnir mínir heima, því ég get ekki tekið hann, því mér ber að vernda tvö önnur börn líka og við eigum bara að bíða eftir næsta kasti og hvað skeður þá?“ Hún segir kerfið bjóða sér upp á tvo kosti, taka son sinn að sér, eða: „Eða ákveða það ha, vera með hin börnin mín og setja hann út á götu, því það ætlar enginn að taka hann. Ég er með pappíra þar sem er sagt að hann á ekki heima í þessu úrræði og ekki þessu.“ Geðheilbrigði Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Einhverfa Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Guðrún Eva Jónsdóttir er móðir hins fimmtán ára gamla Hjartar Hlíðars. Hann er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun og hefur þurft á sérstökum stuðning að halda í skóla. Guðrún ræddi við fréttastofu fyrir fjórum árum þegar Hirti þá tólf ára, var synjað um skólavist. Nú er hann orðinn fimmtán ára gamall og mjög andlega veikur og segir Guðrún hann þurfa á aðstoð Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að halda. Það hafi hins vegar reynst þrautinni þyngri að tryggja honum það úrræði og eftir að hafa ráðist á lögregluþjón var hann vistaður á Stuðla. „Stuðlar er meðferðarrúrræði fyrir börn undir átján ára eldri sem eru í neyslu. Hvers vegna var hann sendur þangað? Af því að það voru ekki til nein önnur úrræði og þeir lofuðu því að hann kæmist inn á BUGL strax daginn eftir því hann er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Hann er núna í október búinn að stela bíl mínum og eyðileggja hann, þar til dæmis hefði hann getað verið búinn að skaða marga og nokkrum sinnum eftir það líka,“ segir Guðrún. „Enn og aftur þarf ég að ljúga að barninu mínu að hann þurfi bara að bíða hér í smá tíma því ég og amma þín erum að fara niður á spítala á fund og við ætlum að bjarga þér í læknishendur. Barnið mitt brotnar í viðurvist þriggja ef ekki fjögurra starfsmanna þarna og öskrar: „Mamma hjálpaðu mér hjálpaðu mér hjálpaðu mér, ég vil bara hjálp ég drep mig ég drep mig ég drep mig ég drep mig.“ Hjörtur hafi brugðist illa við því að frekari aðstoð væri ekki í boði og segir Guðrún son sinn þá hafa verið beittan mikilli hörku, auk þess sem hann hafi ekki fengið lyfin sín og upplifað mikil fráhvarfseinkenni. „Á meðan það var beðið eftir sjúkrabíl þá grýtti lögreglan honum inn í sjúkrabíl og læsti og svo bankar hann og bankar og bankar á hurðina því hann þurfti svo mikið að æla. Fyrir utan sjálfsmorðshugleiðingarnar þá er barnið mitt í bullandi fráhvörfum af lyfjunum sem hann þarf að vera á en það opnar enginn fyrir honum og hann þarf að æla út um allt þarna inni. Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Hún lýsir fálæti kerfisins gagnvart syni sínum og segist ráðþrota vegna málsins. Foreldrar hennar aðstoði og hafi tekið Hjört að sér, tímabundið. „Nú sitja foreldrarnir mínir heima, því ég get ekki tekið hann, því mér ber að vernda tvö önnur börn líka og við eigum bara að bíða eftir næsta kasti og hvað skeður þá?“ Hún segir kerfið bjóða sér upp á tvo kosti, taka son sinn að sér, eða: „Eða ákveða það ha, vera með hin börnin mín og setja hann út á götu, því það ætlar enginn að taka hann. Ég er með pappíra þar sem er sagt að hann á ekki heima í þessu úrræði og ekki þessu.“
Geðheilbrigði Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Einhverfa Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira