#blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 24. maí 2025 10:02 Maria Ressa hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 2021 fyrir hugrekki í blaðamennsku. Hún er frá Filippseyjum, ólst upp í Bandaríkjunum og gerðist síðan blaðamaður í heimalandi sínu. Bók hennar, „Hvernig veita má einræðisherra mótstöðu“ (How to stand up to a dictator), er reynslusaga úr einræðisríki. Hún fylgdist með því hvernig Duterte komst til valda á Filippseyjum sem þá var ungt og viðkvæmt lýðræðisríki. Facebook gegndi þar lykilhlutverki með markvissri útbreiðslu lyga og áróðurs. Þetta gerðist í maí 2016 og var fyrsta dæmið um áhrif miðilsins á niðurstöður kosninga, næsta dæmið voru kosningarnar í Bandaríkjunum síðar sama ár. Maria Ressa hafði verið hrifin af Facebook og nýtt miðilinn í starfi sínu sem blaðamaður og við rekstur netblaðsins Rappler sem hún stofnaði 2012. En smám saman fór hún að efast um heilindi fyrirtækisins. Hún reyndi að koma upplýsingum um óæskileg áhrif Facebook á framfæri við stjórnendur þess. En hún talaði fyrir tómum eyrum. Núna er hún skýr í afstöðu sinni: Facebook grefur undan lýðræðinu og hefur engan áhuga á að bæta sig. „Að mínu mati er Facebook alvarleg ógn við lýðræðisríki í heiminum ... ég er stórhissa á að við höfum látið tæknifyrirtæki sem eingöngu vilja vaxa og græða hrifsa af okkur frelsið.“ Það sem er sérlega hættulegt, bendir Maria á, er að völdin í heiminum hafa færst frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum yfir til forstjóra tæknirisanna. Þeir hafa engan áhuga á velferð almennings og lúta ekki lögmálum réttarríkisins eins og kjörnir fulltrúar þurfa að gera. Engin leið er til að veita þeim aðhald. Auk þess grafa þeir markvisst undan hefðbundnum fjölmiðlum með því að raka til sín auglýsingatekjur. Fjölmiðlar eru mikilvægur vettvangur samfélagsumræðu og tæki til að halda stjórnvöldum við efnið. Maria Ressa var aðal fyrirlesari á fyrstu ráðstefnu hátíðarárs kaþólsku kirkjunnar sem var haldin í Páfagarði í janúar. Hún segist hafa átt samtal við Frans páfa áður og sagt honum skoðun sína á samfélagsmiðlum. Augljóst er að páfi hefur talið málið mikilvægt fyrst hann fékk hana til að tala. Hér er tengill á Rappler-síðu þar sem er bæði hægt að hlusta á ráðstefnuna og lesa ræðu Mariu: https://www.rappler.com/world/global-affairs/video-full-text-transcript-dialogue-maria-ressa-colum-mccann-vatican/ Hægt er að hlusta á fyrirlestra, ræður og viðtöl við Maria Ressa á netinu. Hún er afar sterk rödd í baráttunni til að frelsa mannkyn undan árásum samfélagsmiðla og þeirri ógn sem þeir eru lýðræðinu (um 72% mannkyns býr núna undir einræði skv. nýrri sænskri rannsókn sem Maria vitnar óspart í). Aðferðarfræði samfélagsmiðla eru lítil áreiti sem ýta undir ótta, reiði og hatur. Okkur er skapað umhverfi þar sem við förum að efast um staðreyndir, vitum ekki hvað er satt og rétt og missum þannig smám saman traustið til stofnana samfélagsins. Með því að vera á samfélagsmiðlum veitum við alls kyns lítt velviljuðum öflum aðgang að okkar innstu leyndarmálum, því miðillinn hefur fyrir löngu lesið út hver við erum og hvað skiptir okkur máli, það er hans söluvara. Við þurfum að skilja hættuleg áhrif samfélagsmiðla sem stela athygli okkar til að selja okkur vöru. Þeir móta skoðanir okkar og líðan, ræna okkur frelsinu til að lifa af yfirvegun. En það er hægt að forða sér. Völdin eru í höndum okkar, hvers og eins. Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geti mótmælt því að persónuleg gögn þeirra á Facebook verði notuð til að þróa gervigreind. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Samfélagsmiðlar Meta Facebook X (Twitter) Fjölmiðlar Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Maria Ressa hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 2021 fyrir hugrekki í blaðamennsku. Hún er frá Filippseyjum, ólst upp í Bandaríkjunum og gerðist síðan blaðamaður í heimalandi sínu. Bók hennar, „Hvernig veita má einræðisherra mótstöðu“ (How to stand up to a dictator), er reynslusaga úr einræðisríki. Hún fylgdist með því hvernig Duterte komst til valda á Filippseyjum sem þá var ungt og viðkvæmt lýðræðisríki. Facebook gegndi þar lykilhlutverki með markvissri útbreiðslu lyga og áróðurs. Þetta gerðist í maí 2016 og var fyrsta dæmið um áhrif miðilsins á niðurstöður kosninga, næsta dæmið voru kosningarnar í Bandaríkjunum síðar sama ár. Maria Ressa hafði verið hrifin af Facebook og nýtt miðilinn í starfi sínu sem blaðamaður og við rekstur netblaðsins Rappler sem hún stofnaði 2012. En smám saman fór hún að efast um heilindi fyrirtækisins. Hún reyndi að koma upplýsingum um óæskileg áhrif Facebook á framfæri við stjórnendur þess. En hún talaði fyrir tómum eyrum. Núna er hún skýr í afstöðu sinni: Facebook grefur undan lýðræðinu og hefur engan áhuga á að bæta sig. „Að mínu mati er Facebook alvarleg ógn við lýðræðisríki í heiminum ... ég er stórhissa á að við höfum látið tæknifyrirtæki sem eingöngu vilja vaxa og græða hrifsa af okkur frelsið.“ Það sem er sérlega hættulegt, bendir Maria á, er að völdin í heiminum hafa færst frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum yfir til forstjóra tæknirisanna. Þeir hafa engan áhuga á velferð almennings og lúta ekki lögmálum réttarríkisins eins og kjörnir fulltrúar þurfa að gera. Engin leið er til að veita þeim aðhald. Auk þess grafa þeir markvisst undan hefðbundnum fjölmiðlum með því að raka til sín auglýsingatekjur. Fjölmiðlar eru mikilvægur vettvangur samfélagsumræðu og tæki til að halda stjórnvöldum við efnið. Maria Ressa var aðal fyrirlesari á fyrstu ráðstefnu hátíðarárs kaþólsku kirkjunnar sem var haldin í Páfagarði í janúar. Hún segist hafa átt samtal við Frans páfa áður og sagt honum skoðun sína á samfélagsmiðlum. Augljóst er að páfi hefur talið málið mikilvægt fyrst hann fékk hana til að tala. Hér er tengill á Rappler-síðu þar sem er bæði hægt að hlusta á ráðstefnuna og lesa ræðu Mariu: https://www.rappler.com/world/global-affairs/video-full-text-transcript-dialogue-maria-ressa-colum-mccann-vatican/ Hægt er að hlusta á fyrirlestra, ræður og viðtöl við Maria Ressa á netinu. Hún er afar sterk rödd í baráttunni til að frelsa mannkyn undan árásum samfélagsmiðla og þeirri ógn sem þeir eru lýðræðinu (um 72% mannkyns býr núna undir einræði skv. nýrri sænskri rannsókn sem Maria vitnar óspart í). Aðferðarfræði samfélagsmiðla eru lítil áreiti sem ýta undir ótta, reiði og hatur. Okkur er skapað umhverfi þar sem við förum að efast um staðreyndir, vitum ekki hvað er satt og rétt og missum þannig smám saman traustið til stofnana samfélagsins. Með því að vera á samfélagsmiðlum veitum við alls kyns lítt velviljuðum öflum aðgang að okkar innstu leyndarmálum, því miðillinn hefur fyrir löngu lesið út hver við erum og hvað skiptir okkur máli, það er hans söluvara. Við þurfum að skilja hættuleg áhrif samfélagsmiðla sem stela athygli okkar til að selja okkur vöru. Þeir móta skoðanir okkar og líðan, ræna okkur frelsinu til að lifa af yfirvegun. En það er hægt að forða sér. Völdin eru í höndum okkar, hvers og eins. Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geti mótmælt því að persónuleg gögn þeirra á Facebook verði notuð til að þróa gervigreind. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun