Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2025 12:31 Oscar með Sonju fósturmóður sinni. Aðsend Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað því að taka umsókn hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar. Honum verður því að óbreyttu vísað einum úr landi og til Kólumbíu í upphafi júní. Farið verður með málið fyrir dómstóla. „Kærunefnd ákvað bara að þessi strákur þyrfti ekkert sérstakt skjól á Íslandi og tekur því ekki umsókn hans til efnislegrar meðferðar. Hann fær ekki að leggja inn umsókn á Íslandi,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars. „Það þýðir brottvísun í byrjun júní. Það er bara þannig. “ Vilja fresta brottvísun meðan dómstólar taki málið fyrir Helga Vala segir ákvörðun nefndarinnar endanlega á stjórnsýslustigi, en nú þurfi að óska eftir frestun réttaráhrifa hjá nefndinni, svo Oscar fái að vera hér meðan málið fer dómstólaleiðina. „Og vonað að hjá dómstólunum sé meiri mennska og minni vélvæðing en í stjórnsýslunni.“ Helga Vala Helgadóttir er lögmaður Oscars.Vísir/Vilhelm Oscar hefur verið í fórstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans beitti hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Rætt var við þau Svavar og Sonju í síðasta mánuði, um mál Oscars: „Það er enginn þarna“ Helga Vala segir liggja fyrir beiðni barnaverndaryfirvalda á Suðurnesjum um að Oscar verði ekki sendur úr landi og til Kólumbíu, þar sem hans bíði ekkert. „Það er enginn til að taka á móti honum þar. Við vitum alveg hvað verður með Oscar í Bogotá. Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna. Barnaverndaryfirvöld úti eru búin að reyna að ná sambandi, og móðir hans er búin að senda erindi og óska eftir að hann fái skjól hér. Það virðist ekki duga til fyrir íslensk stjórnvöld, til þess að leyfa þessum dreng, sem mun ekki vera nein byrði á íslensku samfélagi, að vera hér.“ Næsta skref sé að fá flýtimeðferð hjá dómstólum, og vona að kærunefndin fallist á beiðni um frestun réttaráhrifa. „Ég held að það hljóti allir að sjá að þessi niðurstaða er bara efnislega röng,“ segir Helga Vala. Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Kærunefnd ákvað bara að þessi strákur þyrfti ekkert sérstakt skjól á Íslandi og tekur því ekki umsókn hans til efnislegrar meðferðar. Hann fær ekki að leggja inn umsókn á Íslandi,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars. „Það þýðir brottvísun í byrjun júní. Það er bara þannig. “ Vilja fresta brottvísun meðan dómstólar taki málið fyrir Helga Vala segir ákvörðun nefndarinnar endanlega á stjórnsýslustigi, en nú þurfi að óska eftir frestun réttaráhrifa hjá nefndinni, svo Oscar fái að vera hér meðan málið fer dómstólaleiðina. „Og vonað að hjá dómstólunum sé meiri mennska og minni vélvæðing en í stjórnsýslunni.“ Helga Vala Helgadóttir er lögmaður Oscars.Vísir/Vilhelm Oscar hefur verið í fórstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans beitti hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Rætt var við þau Svavar og Sonju í síðasta mánuði, um mál Oscars: „Það er enginn þarna“ Helga Vala segir liggja fyrir beiðni barnaverndaryfirvalda á Suðurnesjum um að Oscar verði ekki sendur úr landi og til Kólumbíu, þar sem hans bíði ekkert. „Það er enginn til að taka á móti honum þar. Við vitum alveg hvað verður með Oscar í Bogotá. Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna. Barnaverndaryfirvöld úti eru búin að reyna að ná sambandi, og móðir hans er búin að senda erindi og óska eftir að hann fái skjól hér. Það virðist ekki duga til fyrir íslensk stjórnvöld, til þess að leyfa þessum dreng, sem mun ekki vera nein byrði á íslensku samfélagi, að vera hér.“ Næsta skref sé að fá flýtimeðferð hjá dómstólum, og vona að kærunefndin fallist á beiðni um frestun réttaráhrifa. „Ég held að það hljóti allir að sjá að þessi niðurstaða er bara efnislega röng,“ segir Helga Vala.
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira