Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 24. maí 2025 13:30 Þegar ég stóð í pontu á 20 ára afmælisráðstefnu Afstöðu á dögunum, fylltist ég þakklæti og stolti, en líka ábyrgð. Ég sá fyrir mér alla þá sem hafa verið með í þessari vegferð, jafningja sem komu fyrst sem þjónustuþegar, sjálfboðaliða sem hafa staðið vaktina árum saman, fagfólk sem hefur skilið mikilvægi mannúðar, og auðvitað þá sem enn dvelja bak við lás og slá, en hafa samt lyft öðrum upp. Þessi hópur, þetta samfélag, er hjarta Afstöðu. Ráðstefnan okkar var stórkostleg, bæði sem viðburður og sem spegilmynd af því sem við höfum staðið fyrir í tvo áratugi: mannréttindi, jafnræði og raunveruleg breyting sem sprettur innan frá. Við fengum til liðs við okkur áhrifafólk úr stjórnsýslunni og stjórnkerfinu. Inga Sæland, félagsmálaráðherra, kom syngjandi inn með afmælisgjöf frá ríkisstjórninni, mjög táknrænt augnablik. Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, og Páll Winkel (fangelsismálastjóri í leyfi), mættu báðir til leiks og komu mjög sterkt inn með skýrum og manneskjulegum skilaboðum. Það skiptir máli. Við vorum líka nýbúin að taka á móti mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar. Þessi viðurkenning tilheyrir öllum þeim sem hafa tekið þátt í baráttunni frá stofnun, og ekki síst þeim sem samfélagið hefur oft viljað afskrifa. Þetta er viðurkenning á því að rödd þeirra sem áður voru þaggaðir skiptir máli. En þessi vegferð hófst ekki í ráðuneytum, stofnunum eða á Alþingi. Hún hófst í fangaklefa. Í síma frá Litla hrauni, í bréfum frá börnum sem máttu ekki hitta foreldra sína, í tárum í heimsóknum, í þögn sem þurfti að rjúfa. Við höfum barist fyrir því að reynsla sé ekki hindrun heldur kraftur. Við höfum kallað eftir mannréttindum þar sem þau gleymast, og við höfum reynt að byggja upp samfélag sem horfir á fólk sem manneskjur. Afstaða hefur á þessum árum unnið markvisst að því að: efla samtal milli stjórnvalda og jaðarsettra, styðja við fólk við lok afplánunar, verja rétt barna sem eiga foreldra í fangelsum, og tryggja að rödd þeirra sem hafa afplánað heyrist í stefnumótun. Það er enn verk að vinna. Við sjáum hvernig ákveðin kerfi viðhalda útilokun í stað þess að skapa ný tækifæri. Við sjáum kynslóðir innan fangelsa og við viljum stöðva þá keðju. Því þegar barn heimsækir foreldri sitt í fangelsi, er það ekki brotlegt barn. Það er barn með rétt á tengslum og stuðningi. Það er þar sem næstu 20 ár Afstöðu munu skipta sköpum. Afstaða er ekki bara félag. Hún er hreyfing. Hún fæddist í jaðri samfélagsins, en á erindi inn í hjarta þess. Því samfélag sem getur fyrirgefið, endurmenntað og endurreist er sterkara en samfélag sem refsar og gleymir. Við sem höfum verið innan kerfisins vitum að breytingar byrja þegar einhver segir: „Ég ætla að standa með þér.“ Því bið ég alla sem lesa þetta; standið áfram með okkur. Höfundur er formaður Afstöðu, félags um bætt fangelsismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Félagasamtök Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég stóð í pontu á 20 ára afmælisráðstefnu Afstöðu á dögunum, fylltist ég þakklæti og stolti, en líka ábyrgð. Ég sá fyrir mér alla þá sem hafa verið með í þessari vegferð, jafningja sem komu fyrst sem þjónustuþegar, sjálfboðaliða sem hafa staðið vaktina árum saman, fagfólk sem hefur skilið mikilvægi mannúðar, og auðvitað þá sem enn dvelja bak við lás og slá, en hafa samt lyft öðrum upp. Þessi hópur, þetta samfélag, er hjarta Afstöðu. Ráðstefnan okkar var stórkostleg, bæði sem viðburður og sem spegilmynd af því sem við höfum staðið fyrir í tvo áratugi: mannréttindi, jafnræði og raunveruleg breyting sem sprettur innan frá. Við fengum til liðs við okkur áhrifafólk úr stjórnsýslunni og stjórnkerfinu. Inga Sæland, félagsmálaráðherra, kom syngjandi inn með afmælisgjöf frá ríkisstjórninni, mjög táknrænt augnablik. Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, og Páll Winkel (fangelsismálastjóri í leyfi), mættu báðir til leiks og komu mjög sterkt inn með skýrum og manneskjulegum skilaboðum. Það skiptir máli. Við vorum líka nýbúin að taka á móti mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar. Þessi viðurkenning tilheyrir öllum þeim sem hafa tekið þátt í baráttunni frá stofnun, og ekki síst þeim sem samfélagið hefur oft viljað afskrifa. Þetta er viðurkenning á því að rödd þeirra sem áður voru þaggaðir skiptir máli. En þessi vegferð hófst ekki í ráðuneytum, stofnunum eða á Alþingi. Hún hófst í fangaklefa. Í síma frá Litla hrauni, í bréfum frá börnum sem máttu ekki hitta foreldra sína, í tárum í heimsóknum, í þögn sem þurfti að rjúfa. Við höfum barist fyrir því að reynsla sé ekki hindrun heldur kraftur. Við höfum kallað eftir mannréttindum þar sem þau gleymast, og við höfum reynt að byggja upp samfélag sem horfir á fólk sem manneskjur. Afstaða hefur á þessum árum unnið markvisst að því að: efla samtal milli stjórnvalda og jaðarsettra, styðja við fólk við lok afplánunar, verja rétt barna sem eiga foreldra í fangelsum, og tryggja að rödd þeirra sem hafa afplánað heyrist í stefnumótun. Það er enn verk að vinna. Við sjáum hvernig ákveðin kerfi viðhalda útilokun í stað þess að skapa ný tækifæri. Við sjáum kynslóðir innan fangelsa og við viljum stöðva þá keðju. Því þegar barn heimsækir foreldri sitt í fangelsi, er það ekki brotlegt barn. Það er barn með rétt á tengslum og stuðningi. Það er þar sem næstu 20 ár Afstöðu munu skipta sköpum. Afstaða er ekki bara félag. Hún er hreyfing. Hún fæddist í jaðri samfélagsins, en á erindi inn í hjarta þess. Því samfélag sem getur fyrirgefið, endurmenntað og endurreist er sterkara en samfélag sem refsar og gleymir. Við sem höfum verið innan kerfisins vitum að breytingar byrja þegar einhver segir: „Ég ætla að standa með þér.“ Því bið ég alla sem lesa þetta; standið áfram með okkur. Höfundur er formaður Afstöðu, félags um bætt fangelsismál.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun