Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 24. maí 2025 13:30 Þegar ég stóð í pontu á 20 ára afmælisráðstefnu Afstöðu á dögunum, fylltist ég þakklæti og stolti, en líka ábyrgð. Ég sá fyrir mér alla þá sem hafa verið með í þessari vegferð, jafningja sem komu fyrst sem þjónustuþegar, sjálfboðaliða sem hafa staðið vaktina árum saman, fagfólk sem hefur skilið mikilvægi mannúðar, og auðvitað þá sem enn dvelja bak við lás og slá, en hafa samt lyft öðrum upp. Þessi hópur, þetta samfélag, er hjarta Afstöðu. Ráðstefnan okkar var stórkostleg, bæði sem viðburður og sem spegilmynd af því sem við höfum staðið fyrir í tvo áratugi: mannréttindi, jafnræði og raunveruleg breyting sem sprettur innan frá. Við fengum til liðs við okkur áhrifafólk úr stjórnsýslunni og stjórnkerfinu. Inga Sæland, félagsmálaráðherra, kom syngjandi inn með afmælisgjöf frá ríkisstjórninni, mjög táknrænt augnablik. Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, og Páll Winkel (fangelsismálastjóri í leyfi), mættu báðir til leiks og komu mjög sterkt inn með skýrum og manneskjulegum skilaboðum. Það skiptir máli. Við vorum líka nýbúin að taka á móti mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar. Þessi viðurkenning tilheyrir öllum þeim sem hafa tekið þátt í baráttunni frá stofnun, og ekki síst þeim sem samfélagið hefur oft viljað afskrifa. Þetta er viðurkenning á því að rödd þeirra sem áður voru þaggaðir skiptir máli. En þessi vegferð hófst ekki í ráðuneytum, stofnunum eða á Alþingi. Hún hófst í fangaklefa. Í síma frá Litla hrauni, í bréfum frá börnum sem máttu ekki hitta foreldra sína, í tárum í heimsóknum, í þögn sem þurfti að rjúfa. Við höfum barist fyrir því að reynsla sé ekki hindrun heldur kraftur. Við höfum kallað eftir mannréttindum þar sem þau gleymast, og við höfum reynt að byggja upp samfélag sem horfir á fólk sem manneskjur. Afstaða hefur á þessum árum unnið markvisst að því að: efla samtal milli stjórnvalda og jaðarsettra, styðja við fólk við lok afplánunar, verja rétt barna sem eiga foreldra í fangelsum, og tryggja að rödd þeirra sem hafa afplánað heyrist í stefnumótun. Það er enn verk að vinna. Við sjáum hvernig ákveðin kerfi viðhalda útilokun í stað þess að skapa ný tækifæri. Við sjáum kynslóðir innan fangelsa og við viljum stöðva þá keðju. Því þegar barn heimsækir foreldri sitt í fangelsi, er það ekki brotlegt barn. Það er barn með rétt á tengslum og stuðningi. Það er þar sem næstu 20 ár Afstöðu munu skipta sköpum. Afstaða er ekki bara félag. Hún er hreyfing. Hún fæddist í jaðri samfélagsins, en á erindi inn í hjarta þess. Því samfélag sem getur fyrirgefið, endurmenntað og endurreist er sterkara en samfélag sem refsar og gleymir. Við sem höfum verið innan kerfisins vitum að breytingar byrja þegar einhver segir: „Ég ætla að standa með þér.“ Því bið ég alla sem lesa þetta; standið áfram með okkur. Höfundur er formaður Afstöðu, félags um bætt fangelsismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Félagasamtök Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þegar ég stóð í pontu á 20 ára afmælisráðstefnu Afstöðu á dögunum, fylltist ég þakklæti og stolti, en líka ábyrgð. Ég sá fyrir mér alla þá sem hafa verið með í þessari vegferð, jafningja sem komu fyrst sem þjónustuþegar, sjálfboðaliða sem hafa staðið vaktina árum saman, fagfólk sem hefur skilið mikilvægi mannúðar, og auðvitað þá sem enn dvelja bak við lás og slá, en hafa samt lyft öðrum upp. Þessi hópur, þetta samfélag, er hjarta Afstöðu. Ráðstefnan okkar var stórkostleg, bæði sem viðburður og sem spegilmynd af því sem við höfum staðið fyrir í tvo áratugi: mannréttindi, jafnræði og raunveruleg breyting sem sprettur innan frá. Við fengum til liðs við okkur áhrifafólk úr stjórnsýslunni og stjórnkerfinu. Inga Sæland, félagsmálaráðherra, kom syngjandi inn með afmælisgjöf frá ríkisstjórninni, mjög táknrænt augnablik. Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, og Páll Winkel (fangelsismálastjóri í leyfi), mættu báðir til leiks og komu mjög sterkt inn með skýrum og manneskjulegum skilaboðum. Það skiptir máli. Við vorum líka nýbúin að taka á móti mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar. Þessi viðurkenning tilheyrir öllum þeim sem hafa tekið þátt í baráttunni frá stofnun, og ekki síst þeim sem samfélagið hefur oft viljað afskrifa. Þetta er viðurkenning á því að rödd þeirra sem áður voru þaggaðir skiptir máli. En þessi vegferð hófst ekki í ráðuneytum, stofnunum eða á Alþingi. Hún hófst í fangaklefa. Í síma frá Litla hrauni, í bréfum frá börnum sem máttu ekki hitta foreldra sína, í tárum í heimsóknum, í þögn sem þurfti að rjúfa. Við höfum barist fyrir því að reynsla sé ekki hindrun heldur kraftur. Við höfum kallað eftir mannréttindum þar sem þau gleymast, og við höfum reynt að byggja upp samfélag sem horfir á fólk sem manneskjur. Afstaða hefur á þessum árum unnið markvisst að því að: efla samtal milli stjórnvalda og jaðarsettra, styðja við fólk við lok afplánunar, verja rétt barna sem eiga foreldra í fangelsum, og tryggja að rödd þeirra sem hafa afplánað heyrist í stefnumótun. Það er enn verk að vinna. Við sjáum hvernig ákveðin kerfi viðhalda útilokun í stað þess að skapa ný tækifæri. Við sjáum kynslóðir innan fangelsa og við viljum stöðva þá keðju. Því þegar barn heimsækir foreldri sitt í fangelsi, er það ekki brotlegt barn. Það er barn með rétt á tengslum og stuðningi. Það er þar sem næstu 20 ár Afstöðu munu skipta sköpum. Afstaða er ekki bara félag. Hún er hreyfing. Hún fæddist í jaðri samfélagsins, en á erindi inn í hjarta þess. Því samfélag sem getur fyrirgefið, endurmenntað og endurreist er sterkara en samfélag sem refsar og gleymir. Við sem höfum verið innan kerfisins vitum að breytingar byrja þegar einhver segir: „Ég ætla að standa með þér.“ Því bið ég alla sem lesa þetta; standið áfram með okkur. Höfundur er formaður Afstöðu, félags um bætt fangelsismál.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun