Úr Kvennaskólanum í píparann Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. maí 2025 11:36 Erla Bjarnadóttir fór í píparanám í Tækniskólanum beint eftir Kvennaskólann. Hún stefnir nú á byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík. Tækniskólinn Fjölbreyttur hópur nemenda brautskráðist frá Tækniskólanum í gær þegar 521 nemandi útskrifaðist af 34 ólíkum námsbrautum. Hildur Ingvarsdóttir skólameistari fjallaði um gróskumikið starf skólans á liðnu ári í ræðu sinni, og nefndi góðan árangur nemenda skólans á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fór fram í marsmánuði þar sem skólinn eignaðist 11 Íslandsmeistara. Fjölmargar útskriftarsýningar nemenda á vorönn 2025 voru einnig til umfjöllunar hjá Hildi. Þar kom hún inn á áhugavert handverk frá útskriftarnema í kjólasaumi og klæðskurði. Það er kjóll sem söngkonan Una Torfadóttir klæddist meðal annars á þjóðhátíð í Eyjum í fyrra sem er hannaður og saumaður af Daníel Kristni Péturssyni. „Daníel var að vinna hjá 66 norður og tók eftir peysum sem mátti ekki selja vegna framleiðslugalla. Hann fékk þá hugmynd, að endurnýta peysurnar og búa til hlýjan kjól sem væri fullkominn fyrir útihátíðir. “ Úr Kvennaskólanum í píparann Á heimasíðu Tækniskólans má finna viðtöl við nokkra útskriftarnemendur, en ein þeirra er Erla Bjarnadóttir. Hún kláraði stúdentsnám í Kvennaskólanum í Reykjavík en eftir það lá leiðin beint í Tækniskólann, því hún hafði alltaf ætlað sér að verða pípari eins og pabbi hennar. „Pabbi er pípari og mín helsta fyrirmynd. Ég byrjaði að vinna hjá honum sumarið fyrir í 8. bekk. Ég fékk fyrst bara að ryksuga, en fylgdist alltaf pípurunum og fannst starfið áhugavert,“ segir Erla. Erla lýsir dvölinni í Tækniskólanum á jákvæðum nótum, segir kennarana hafa verið frábæra. Hún kveðst lengi hafa haft áhuga á myndlist, og segir teikniáfanga í píparanáminu hafa opnað leiðir til að sameina áhugann á pípulögnum og hönnun. Fríður útskriftarhópur.Tækniskólinn Hún stefnir nú á byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík og langar að skoða framhaldsnám erlendis. Erla segir að hún hafi mætt hindrunum sem ung kona í mjög karllægri iðngrein. „Ég hef fundið fyrir ákveðnum fordómum fyrir því að vera ung kona í svona „karlastarfi“. Stundum upplifi ég að það sé ekki hlustað á mig, skoðanir mínar séu hunsaðar. Vinnufélagar mínir hafa til dæmis verið spurðir hvort það sé ekki truflandi að vinna með „svona sætri stelpu“. Hún segist nú vera hætt að taka slíkar athugasemdir nærri sér. Hindranirnar hafi gert hana sterkari. „Ég vil sýna að konur geta sinnt svokölluðum karlastörfum – enda eru öll störf kvennastörf.“ Grindvíkingur sem stefnir heim Andri Hrafn Vilhelmsson útskrifaðist úr Véltækniskólanum en hann er fæddur og uppalinn í Grindavík. Hann hefur verið á flakki undanfarin ár frá rýmingu bæjarins, fyrst í sumarbústað, síðan á Stokkseyeri, svo í miðbæ Reykjavíkur og því næst í Keflavík þar sem hann býr í dag. Hann stefnir á að flytja aftur með fjölskyldu sinni til Grindavíkur þegar grunnstoðir bæjarins verða orðnar traustar. Hann eignaðist soninn Storm má fyrir sjö mánuðum síðan. „Ég ætlaði alltaf að verða sjómaður. Flestir í fjölskyldunni eru sjómenn. En þegar ég var að fá bílpróf var ég mikið að pæla í því hvernig bíl ég ætti að kaupa mér. Þá vaknaði áhuginn á vélum og ég fékk þessa hugmynd að vinna við vélar úti á sjó – svona pínu upgrade.“ Andri keypti sér, BMW E60 520i, strax eftir bílprófið og hefur síðan verið heillaður af vélum. Hann hefur undanfarið ár sinnt föðurhlutverkinu samhliða náminu og setið í stjórn Skólafélags vélstjórnarnema. Í vetur hefur hann starfað bæði sem vélavörður á sjó og við vélsmíði hjá Stálvirkni í Grindavík. Í haust hefur hann fengið pláss sem vélstjóri hjá Gjögri sem gerir út frá Grindavík með Áskeli ÞH48. Framhaldsskólar Tímamót Skóla- og menntamál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Fjölmargar útskriftarsýningar nemenda á vorönn 2025 voru einnig til umfjöllunar hjá Hildi. Þar kom hún inn á áhugavert handverk frá útskriftarnema í kjólasaumi og klæðskurði. Það er kjóll sem söngkonan Una Torfadóttir klæddist meðal annars á þjóðhátíð í Eyjum í fyrra sem er hannaður og saumaður af Daníel Kristni Péturssyni. „Daníel var að vinna hjá 66 norður og tók eftir peysum sem mátti ekki selja vegna framleiðslugalla. Hann fékk þá hugmynd, að endurnýta peysurnar og búa til hlýjan kjól sem væri fullkominn fyrir útihátíðir. “ Úr Kvennaskólanum í píparann Á heimasíðu Tækniskólans má finna viðtöl við nokkra útskriftarnemendur, en ein þeirra er Erla Bjarnadóttir. Hún kláraði stúdentsnám í Kvennaskólanum í Reykjavík en eftir það lá leiðin beint í Tækniskólann, því hún hafði alltaf ætlað sér að verða pípari eins og pabbi hennar. „Pabbi er pípari og mín helsta fyrirmynd. Ég byrjaði að vinna hjá honum sumarið fyrir í 8. bekk. Ég fékk fyrst bara að ryksuga, en fylgdist alltaf pípurunum og fannst starfið áhugavert,“ segir Erla. Erla lýsir dvölinni í Tækniskólanum á jákvæðum nótum, segir kennarana hafa verið frábæra. Hún kveðst lengi hafa haft áhuga á myndlist, og segir teikniáfanga í píparanáminu hafa opnað leiðir til að sameina áhugann á pípulögnum og hönnun. Fríður útskriftarhópur.Tækniskólinn Hún stefnir nú á byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík og langar að skoða framhaldsnám erlendis. Erla segir að hún hafi mætt hindrunum sem ung kona í mjög karllægri iðngrein. „Ég hef fundið fyrir ákveðnum fordómum fyrir því að vera ung kona í svona „karlastarfi“. Stundum upplifi ég að það sé ekki hlustað á mig, skoðanir mínar séu hunsaðar. Vinnufélagar mínir hafa til dæmis verið spurðir hvort það sé ekki truflandi að vinna með „svona sætri stelpu“. Hún segist nú vera hætt að taka slíkar athugasemdir nærri sér. Hindranirnar hafi gert hana sterkari. „Ég vil sýna að konur geta sinnt svokölluðum karlastörfum – enda eru öll störf kvennastörf.“ Grindvíkingur sem stefnir heim Andri Hrafn Vilhelmsson útskrifaðist úr Véltækniskólanum en hann er fæddur og uppalinn í Grindavík. Hann hefur verið á flakki undanfarin ár frá rýmingu bæjarins, fyrst í sumarbústað, síðan á Stokkseyeri, svo í miðbæ Reykjavíkur og því næst í Keflavík þar sem hann býr í dag. Hann stefnir á að flytja aftur með fjölskyldu sinni til Grindavíkur þegar grunnstoðir bæjarins verða orðnar traustar. Hann eignaðist soninn Storm má fyrir sjö mánuðum síðan. „Ég ætlaði alltaf að verða sjómaður. Flestir í fjölskyldunni eru sjómenn. En þegar ég var að fá bílpróf var ég mikið að pæla í því hvernig bíl ég ætti að kaupa mér. Þá vaknaði áhuginn á vélum og ég fékk þessa hugmynd að vinna við vélar úti á sjó – svona pínu upgrade.“ Andri keypti sér, BMW E60 520i, strax eftir bílprófið og hefur síðan verið heillaður af vélum. Hann hefur undanfarið ár sinnt föðurhlutverkinu samhliða náminu og setið í stjórn Skólafélags vélstjórnarnema. Í vetur hefur hann starfað bæði sem vélavörður á sjó og við vélsmíði hjá Stálvirkni í Grindavík. Í haust hefur hann fengið pláss sem vélstjóri hjá Gjögri sem gerir út frá Grindavík með Áskeli ÞH48.
Framhaldsskólar Tímamót Skóla- og menntamál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira