Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2025 22:06 Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar segir það ekki koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir það ekki þjóna neinum tilgangi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Milliríkjasamtalið þurfi að vera virkt „ekki síst ef við viljum hjálpa flóttafólki frá Gasa.“ Í færslu á samfélagsmiðlum segir Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að það sé aldagömul hefð að viðhalda stjórnmálasambandi, ekki síst á ófriðartímum. Ísland hafi til að mynda ekki slitið stjórnmálasambandi við Rússland. Þess er þó vert að geta að Ísland lagði niður starfsemi sendiráðsins í Rússlandi árið 2023. „Það myndi líka draga úr vægi sjálfstæðrar greinargerðar Íslands til Alþjóðadómstólsins í Haag þar sem skyldur Ísrael sem hernámsþjóðar eru skýrt áréttaðar af okkar hálfu,“ segir hún. Forgangsröðun stjórnvalda hvað þetta varðar sé skýr. „Við köllum eftir varanlegu vopnahléi á Gaza og að mannúðaraðstoð berist inn á svæðið. Til lengri tíma þarf Ísland áfram að tala fyrir tveggja ríkja lausninni í samheldni við okkar helstu samstarfsríki,“ segir Dagbjört. Stjórnvöld í Suður-Afríku stefndu Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum fyrir brot á lögum um þjóðarmorð. Í því sambandi segir Dagbjört mikilvægt að því sé haldið til haga að ekkert samstarfsríki Íslands hafi kært sig inn í málið. Spánn og Írlandi hafi skilað greinarferð um túlkun þeirra á samningnum en taki þar með enga afstöðu, hvorki með né á móti málsaðilum. „Það er okkar grundvallarafstaða að við treystum dómstólnum og höfum kallað eftir því að Ísrael virði bráðabirgðaráðstafanir dómstólsins. Núna er mikilvægast að einblína á aðgerðir sem við teljum geta haft meiri áhrif, þar með talið samtal við samstarfsríki um að auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög,“ segir Dagbjört. Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlum segir Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að það sé aldagömul hefð að viðhalda stjórnmálasambandi, ekki síst á ófriðartímum. Ísland hafi til að mynda ekki slitið stjórnmálasambandi við Rússland. Þess er þó vert að geta að Ísland lagði niður starfsemi sendiráðsins í Rússlandi árið 2023. „Það myndi líka draga úr vægi sjálfstæðrar greinargerðar Íslands til Alþjóðadómstólsins í Haag þar sem skyldur Ísrael sem hernámsþjóðar eru skýrt áréttaðar af okkar hálfu,“ segir hún. Forgangsröðun stjórnvalda hvað þetta varðar sé skýr. „Við köllum eftir varanlegu vopnahléi á Gaza og að mannúðaraðstoð berist inn á svæðið. Til lengri tíma þarf Ísland áfram að tala fyrir tveggja ríkja lausninni í samheldni við okkar helstu samstarfsríki,“ segir Dagbjört. Stjórnvöld í Suður-Afríku stefndu Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum fyrir brot á lögum um þjóðarmorð. Í því sambandi segir Dagbjört mikilvægt að því sé haldið til haga að ekkert samstarfsríki Íslands hafi kært sig inn í málið. Spánn og Írlandi hafi skilað greinarferð um túlkun þeirra á samningnum en taki þar með enga afstöðu, hvorki með né á móti málsaðilum. „Það er okkar grundvallarafstaða að við treystum dómstólnum og höfum kallað eftir því að Ísrael virði bráðabirgðaráðstafanir dómstólsins. Núna er mikilvægast að einblína á aðgerðir sem við teljum geta haft meiri áhrif, þar með talið samtal við samstarfsríki um að auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög,“ segir Dagbjört.
Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira