Mikill fjöldi mótmælir brottvísun Oscars Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2025 15:55 Fólk kallar eftir því að Oscar fái að vera áfram á Íslandi. Vísir/Bjarni Fjölmenn mótmæli fara nú fram á Austurvelli vegna brottvísunar Oscar Anders Bocanegra Florez, sautján ára drengs frá Kólumbíu. Kærunefnd útlendingamála staðfesti nýverið úrskurð Útlendingastofnunar um að vísa Oscari frá landi. Stofnunin tók mál hans fyrir í annað sinn eftir að hann kom einn til landsins en honum var synjað um alþjóðlega vernd í fyrra. Þá sótt hann um með kólumbískri fjölskyldu sinni. Eftir það fór hann til Kólumbíu en kom aftur til landsins um mánuði síðar. Sonja, fósturmóðir Oscars, er ráðalaus. Vísir/Bjarni Í tilkynningu frá Útlendingastofnun í dag kom fram að ekki væri rétt, eins og hafi komið fram í máli fjölskyldunnar, að umsókn hans hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. Ævar vísindamaður hélt ráðu. Við hlið hans er túlkur. Vísir/Bjarni Fósturforeldrar Oscars, Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, boðuðu til mótmælanna ásamt samtökunum No Borders og Rétti barna á flótta. Þau segjast ráðalaus en þau hafa ítrekað lýst yfir vilja til að taka hann að sér. „Okkur líður pínu þannig að það séu einhverjir embættismenn sem eru bara fúlir að hann sé kominn hingað aftur og að þeir ætli ekki að gefa sig í því að samþykkja hann á Íslandi. Eins og þeir hafi tapað málinu? Já eins og þetta sé þeirra persónulega tap að hann hafi komist hingað aftur og sé aftur orðinn vandamál fyrir Útlendingastofnun af því að það eru engin rök sem hníga til þess að lofa honum ekki að vera hérna, við erum tilbúin að hafa hann, það er enginn tilkostnaður,” sögðu Sonja og Svavar um málið í Bítinu í morgun. Skilaboðin voru skýr á mótmælunum. Vísir/Bjarni Mikill fjöldi kom saman á Austurvelli í dag. Vísir/Bjarni Kólumbía Hælisleitendur Réttindi barna Börn og uppeldi Barnavernd Hafnarfjörður Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Útlendingastofnun segir að ekki sé rétt að umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. 26. maí 2025 12:45 Oscar hafi veitt takmörkuð svör Kærunefnd útlendingamála hefur birt umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscar Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Boðað hefur verið til mótmæla við upphaf þingfundar við Austurvöll í dag en fósturforeldrar Oscars segjast ráðalaus vegna málsins, engin svör fáist frá ráðamönnum og embættismenn ráði för. 26. maí 2025 12:01 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála staðfesti nýverið úrskurð Útlendingastofnunar um að vísa Oscari frá landi. Stofnunin tók mál hans fyrir í annað sinn eftir að hann kom einn til landsins en honum var synjað um alþjóðlega vernd í fyrra. Þá sótt hann um með kólumbískri fjölskyldu sinni. Eftir það fór hann til Kólumbíu en kom aftur til landsins um mánuði síðar. Sonja, fósturmóðir Oscars, er ráðalaus. Vísir/Bjarni Í tilkynningu frá Útlendingastofnun í dag kom fram að ekki væri rétt, eins og hafi komið fram í máli fjölskyldunnar, að umsókn hans hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. Ævar vísindamaður hélt ráðu. Við hlið hans er túlkur. Vísir/Bjarni Fósturforeldrar Oscars, Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, boðuðu til mótmælanna ásamt samtökunum No Borders og Rétti barna á flótta. Þau segjast ráðalaus en þau hafa ítrekað lýst yfir vilja til að taka hann að sér. „Okkur líður pínu þannig að það séu einhverjir embættismenn sem eru bara fúlir að hann sé kominn hingað aftur og að þeir ætli ekki að gefa sig í því að samþykkja hann á Íslandi. Eins og þeir hafi tapað málinu? Já eins og þetta sé þeirra persónulega tap að hann hafi komist hingað aftur og sé aftur orðinn vandamál fyrir Útlendingastofnun af því að það eru engin rök sem hníga til þess að lofa honum ekki að vera hérna, við erum tilbúin að hafa hann, það er enginn tilkostnaður,” sögðu Sonja og Svavar um málið í Bítinu í morgun. Skilaboðin voru skýr á mótmælunum. Vísir/Bjarni Mikill fjöldi kom saman á Austurvelli í dag. Vísir/Bjarni
Kólumbía Hælisleitendur Réttindi barna Börn og uppeldi Barnavernd Hafnarfjörður Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Útlendingastofnun segir að ekki sé rétt að umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. 26. maí 2025 12:45 Oscar hafi veitt takmörkuð svör Kærunefnd útlendingamála hefur birt umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscar Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Boðað hefur verið til mótmæla við upphaf þingfundar við Austurvöll í dag en fósturforeldrar Oscars segjast ráðalaus vegna málsins, engin svör fáist frá ráðamönnum og embættismenn ráði för. 26. maí 2025 12:01 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Útlendingastofnun segir að ekki sé rétt að umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. 26. maí 2025 12:45
Oscar hafi veitt takmörkuð svör Kærunefnd útlendingamála hefur birt umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscar Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Boðað hefur verið til mótmæla við upphaf þingfundar við Austurvöll í dag en fósturforeldrar Oscars segjast ráðalaus vegna málsins, engin svör fáist frá ráðamönnum og embættismenn ráði för. 26. maí 2025 12:01