Að sameinast fjölskyldu sinni Guðrún Brynjólfsdóttir skrifar 30. maí 2025 12:01 Fyrirsögnin hér að ofan getur þýtt svo ótal margt, að hitta fjölskyldu sína eftir fjarveru er tilfinning sem er engu lík, að vera loksins á sama stað eftir söknuðinn, hvort sem fjarveran var löng eða stutt. Að sameinast fjölskyldu sinni eftir langa fjarveru er djúpstæð reynsla sem snertir hjartað – hvort sem þú ert Íslendingur að koma heim eftir búsetu erlendis, eða manneskja sem hefur flúið stríð og ógnir í von um öruggari framtíð. En þó markmiðið – að vera með sínum nánustu – sé það sama, eru aðstæðurnar og möguleikarnir afar ólíkir eftir því hvaðan viðkomandi kemur og hvaða réttindi fylgja uppruna okkar. Ímyndum okkur Íslending sem hefur verið í námi, vinnu eða á ferðalögum erlendis í nokkur ár. Hann kemur heim til Íslands og mætir faðmlagi fjölskyldu sinnar. Hann þarf ekki vegabréfsáritun, hann á rétt á heilbrigðisþjónustu, húsnæði, atvinnu – hann á heima hér og samfélagið tekur á móti honum, ef ekki með opnum örmum, þá að minnsta kosti með skilningi. Endurkoma hans er eðlileg, sjálfsögð og jafnvel fagnaðarefni. Ímyndum okkur að hér á landi sé drengur sem hefur ferðast án fylgdar fullorðinna frá Afganistan, jafnvel við illan leik, og hefur fengið hér alþjóðlega vernd eftir að hafa flúið kúgun, ofbeldi og óöryggi. Hann hefur sótt um fjölskyldusameiningu og fengið hana samþykkta eftir langt umsóknarferli. Þetta ætti að vera hamingjustund. En þegar samþykkið liggur fyrir, stöðvast ferlið. Til þess að komast frá Afganistan þarf fjölskyldan að greiða fyrir vegabréfsáritun og ferðalag sitt til Íran, þar þurfa þau að dvelja þar til vegabréfsáritun þeirra til Íslands er tilbúin. Með ákvörðun stjórnvalda nýverið um að endurnýja ekki samning við IOM, sem er alþjóðleg stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sem sér um aðstoð við flutning á mannúðlegan og skipulegan hátt, þarf fólk sjálft að greiða fyrir flugmiðana til Íslands – með fé sem það á ekki til. Það er möguleiki á endurgreiðslu að hluta þegar fjölskyldan er komin til landsins en þau þurfa sjálf að leggja út fyrir öllum kostnaðinum. Þau eru með von um nýtt líf, en það er enginn flugmiði, engin fjárhagsaðstoð, ekkert sem hjálpar til við síðasta skrefið: Að sameinast. Hugsum okkur unglingsstúlku í Sómalíu, henni er ætlað að giftast manni sem er miklu eldri en hún. Hún er ekki spurð, ákvörðun er tekin fyrir hana. Móðir hennar, sem skilur hve þetta er rangt, hvíslar að henni að hún verði að fara í burtu og að fjölskyldan muni reyna að fylgja henni. Hún yfirgefur æskuheimilið að nóttu til þess að vekja ekki athygli ættingja eða nágranna. Ferðin er löng, hættuleg og hlaðin óvissu. Hún ferðast með smyglurum sem krefjast greiðslu á hverju stigi, og hún gengur yfir eyðimerkur, strandar í flóttamannabúðum og fer í um haf sem skilur milli lífs og dauða. Eftir margra mánaða erfitt ferðalag nær hún loks til Evrópu – og þaðan áfram til Íslands. Á Íslandi fær hún mannúðarleyfi. Hún sýnir fram á að hún hafi verið í bráðri hættu, að réttindi hennar hafi verið brotin, að hún hafi enga framtíð í heimalandinu. Hér upplifir hún öryggi í fyrsta sinn í langan tíma. Hún fær að stunda nám og býr hjá fósturfjölskyldu. En það er eitthvað sem vantar. Hjartað hennar er enn heima. Hún saknar systkina sinna og móður, þau eru ekki með henni og það er sárt. Að fá mannúðarleyfi á Íslandi bjargaði henni en hins vegar er það svo að eftir nýjustu breytingar á útlendingalögum hefur dyrunum að fjölskyldu hennar verið lokað. Samkvæmt núgildandi lögum hefur einstaklingur með mannúðarleyfi ekki rétt til að sækja um fjölskyldusameiningu. Þetta þýðir að móðir hennar og systkini, sem hún náði ekki að kveðja almennilega, eiga nánast enga möguleika á að koma til Íslands löglega. Þetta vekur upp spurningar um réttlæti, jafnræði og mannúð. Getum við sem samfélag litið í eigin barm og spurt: Hvers vegna styðjum við einn en skiljum annan eftir í bið? Ef fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins, ættu ekki öll börn – hvort sem þau eru fædd í Reykjavík eða Kabúl – að eiga rétt á því að vera með sínum nánustu? Þó að mannúðarleyfi gefi skjól og tækifæri til framtíðar, er veiting þeirra orðin eins konar gildra fyrir þá sem þurfa mest á fjölskyldu sinni að halda – sérstaklega börn og ungmenni. Að skilja fólk eftir í einmanaleika og óvissu eftir slíkar þrautir virðist ganga gegn þeirri mannúð sem hugtakið á að standa fyrir. Það er eitthvað djúp mannlegt við að vilja vera með fjölskyldu sinni. Það ætti að vera réttur, ekki forréttindi. Og þegar við fögnum því að geta sameinast okkar fólki eftir fjarveru, ættum við að minna okkur á að sum þurfa að berjast fyrir því sama. Höfundur starfar hjá Rauða krossinum á Íslandi og er teymisstjóri í málefnum fólks á flótta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin hér að ofan getur þýtt svo ótal margt, að hitta fjölskyldu sína eftir fjarveru er tilfinning sem er engu lík, að vera loksins á sama stað eftir söknuðinn, hvort sem fjarveran var löng eða stutt. Að sameinast fjölskyldu sinni eftir langa fjarveru er djúpstæð reynsla sem snertir hjartað – hvort sem þú ert Íslendingur að koma heim eftir búsetu erlendis, eða manneskja sem hefur flúið stríð og ógnir í von um öruggari framtíð. En þó markmiðið – að vera með sínum nánustu – sé það sama, eru aðstæðurnar og möguleikarnir afar ólíkir eftir því hvaðan viðkomandi kemur og hvaða réttindi fylgja uppruna okkar. Ímyndum okkur Íslending sem hefur verið í námi, vinnu eða á ferðalögum erlendis í nokkur ár. Hann kemur heim til Íslands og mætir faðmlagi fjölskyldu sinnar. Hann þarf ekki vegabréfsáritun, hann á rétt á heilbrigðisþjónustu, húsnæði, atvinnu – hann á heima hér og samfélagið tekur á móti honum, ef ekki með opnum örmum, þá að minnsta kosti með skilningi. Endurkoma hans er eðlileg, sjálfsögð og jafnvel fagnaðarefni. Ímyndum okkur að hér á landi sé drengur sem hefur ferðast án fylgdar fullorðinna frá Afganistan, jafnvel við illan leik, og hefur fengið hér alþjóðlega vernd eftir að hafa flúið kúgun, ofbeldi og óöryggi. Hann hefur sótt um fjölskyldusameiningu og fengið hana samþykkta eftir langt umsóknarferli. Þetta ætti að vera hamingjustund. En þegar samþykkið liggur fyrir, stöðvast ferlið. Til þess að komast frá Afganistan þarf fjölskyldan að greiða fyrir vegabréfsáritun og ferðalag sitt til Íran, þar þurfa þau að dvelja þar til vegabréfsáritun þeirra til Íslands er tilbúin. Með ákvörðun stjórnvalda nýverið um að endurnýja ekki samning við IOM, sem er alþjóðleg stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sem sér um aðstoð við flutning á mannúðlegan og skipulegan hátt, þarf fólk sjálft að greiða fyrir flugmiðana til Íslands – með fé sem það á ekki til. Það er möguleiki á endurgreiðslu að hluta þegar fjölskyldan er komin til landsins en þau þurfa sjálf að leggja út fyrir öllum kostnaðinum. Þau eru með von um nýtt líf, en það er enginn flugmiði, engin fjárhagsaðstoð, ekkert sem hjálpar til við síðasta skrefið: Að sameinast. Hugsum okkur unglingsstúlku í Sómalíu, henni er ætlað að giftast manni sem er miklu eldri en hún. Hún er ekki spurð, ákvörðun er tekin fyrir hana. Móðir hennar, sem skilur hve þetta er rangt, hvíslar að henni að hún verði að fara í burtu og að fjölskyldan muni reyna að fylgja henni. Hún yfirgefur æskuheimilið að nóttu til þess að vekja ekki athygli ættingja eða nágranna. Ferðin er löng, hættuleg og hlaðin óvissu. Hún ferðast með smyglurum sem krefjast greiðslu á hverju stigi, og hún gengur yfir eyðimerkur, strandar í flóttamannabúðum og fer í um haf sem skilur milli lífs og dauða. Eftir margra mánaða erfitt ferðalag nær hún loks til Evrópu – og þaðan áfram til Íslands. Á Íslandi fær hún mannúðarleyfi. Hún sýnir fram á að hún hafi verið í bráðri hættu, að réttindi hennar hafi verið brotin, að hún hafi enga framtíð í heimalandinu. Hér upplifir hún öryggi í fyrsta sinn í langan tíma. Hún fær að stunda nám og býr hjá fósturfjölskyldu. En það er eitthvað sem vantar. Hjartað hennar er enn heima. Hún saknar systkina sinna og móður, þau eru ekki með henni og það er sárt. Að fá mannúðarleyfi á Íslandi bjargaði henni en hins vegar er það svo að eftir nýjustu breytingar á útlendingalögum hefur dyrunum að fjölskyldu hennar verið lokað. Samkvæmt núgildandi lögum hefur einstaklingur með mannúðarleyfi ekki rétt til að sækja um fjölskyldusameiningu. Þetta þýðir að móðir hennar og systkini, sem hún náði ekki að kveðja almennilega, eiga nánast enga möguleika á að koma til Íslands löglega. Þetta vekur upp spurningar um réttlæti, jafnræði og mannúð. Getum við sem samfélag litið í eigin barm og spurt: Hvers vegna styðjum við einn en skiljum annan eftir í bið? Ef fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins, ættu ekki öll börn – hvort sem þau eru fædd í Reykjavík eða Kabúl – að eiga rétt á því að vera með sínum nánustu? Þó að mannúðarleyfi gefi skjól og tækifæri til framtíðar, er veiting þeirra orðin eins konar gildra fyrir þá sem þurfa mest á fjölskyldu sinni að halda – sérstaklega börn og ungmenni. Að skilja fólk eftir í einmanaleika og óvissu eftir slíkar þrautir virðist ganga gegn þeirri mannúð sem hugtakið á að standa fyrir. Það er eitthvað djúp mannlegt við að vilja vera með fjölskyldu sinni. Það ætti að vera réttur, ekki forréttindi. Og þegar við fögnum því að geta sameinast okkar fólki eftir fjarveru, ættum við að minna okkur á að sum þurfa að berjast fyrir því sama. Höfundur starfar hjá Rauða krossinum á Íslandi og er teymisstjóri í málefnum fólks á flótta.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun