Ísak veit að hann verður hataður: „Ungur strákur átti sér draum“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2025 07:00 Ísak Bergmann Jóhannesson og kærasta hans Agnes Perla Sigurðardóttir með treyjuna sem sýnir að samningur Ísaks við Köln er til ársins 2030. FC Köln Nú þegar margir af stuðningsmönnum Fortuna Düsseldorf eru reiðir og vilja jafnvel brenna treyju Ísaks Bergmanns Jóhannessonar hefur Skagamaðurinn ungi reynt að útskýra hvað vakti fyrir honum með því að ganga í raðir erkióvinarins, FC Köln. Þessi 22 ára gamli landsliðsmaður átti stórkostlegt tímabil með Fortuna í næstefstu deild Þýskalands í vetur og skoraði til að mynda ellefu mörk fyrir liðið. Eftir tvö tímabil með liðinu og að hafa verið nálægt því að koma því upp í efstu deild hefur Ísak nú gripið tækifærið til að spila í fyrsta sinn í sjálfri efstu deild Þýskalands, með Köln sem vann næstefstu deildina í ár. Með þessu skrefi kveðst Ísak láta æskudraum sinn rætast en á sama tíma segist hann gera sér grein fyrir því að margir af hans fyrri stuðningsmönnum muni núna snúa við honum bakinu, eða hreinlega „hata“ hann. „Ég veit að ekkert sem ég mun segja mun láta ykkur Fortuna-aðdáendum líða betur, ég skil tilfinningar ykkar fullkomlega. Ég hef hugsað mikið til ykkar og þessi ákvörðun var ekki auðveld, en ungur strákur átti sér draum um að spila í Bundesliga og nú hefur sá ungi strákur fengið tækifæri,“ skrifaði Ísak á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isak.bergmann.johannesson) „Ég veit að mörg ykkar munu hata mig en tilfinningar mínar til félagsins eru enn þær sömu. Uppsagnarákvæðið var virkjað og ég þurfti að taka ákvörðun. Ég vil þakka Fortuna fyrir tækifærið til að spila fyrir þetta félag og þakka ykkur fyrir stuðninginn frá fyrsta degi,“ skrifaði Ísak, fullmeðvitaður um að þessi stuðningur breytist nú í andhverfu sína. Eftir standi þó frábærar minningar: „Þessi tvö ár hafa verið alveg ótrúleg. Að hitta frábært fólk, vini ævilangt og eignast minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu að eilífu. Ég skil tilfinningar ykkar og virði þær að fullu. En ungi strákurinn innra með mér tók ákvörðunina og átti sér draum.“ Nú mun Ísak hins vegar eignast nýja stuðningsmenn hjá hinu gamla stórveldi Köln. Í kveðju til þeirra á samfélagsmiðlum Kölnar segir Skagamaðurinn: „Halló stuðningsmenn Kölnar. Ég heiti Ísak Jóhannesson og ég get ekki beðið eftir því að spila fyrir framan ykkur á leikvanginum. Sjáumst fljótt!“ A warm welcome to you, too, Ísak! ❤️🤍 #effzeh pic.twitter.com/iUbzFjEUXy— 1. FC Cologne (@fckoeln_en) June 1, 2025 Þýskir fjölmiðlar segja að Köln greiði Fortuna 5,5 milljónir evra fyrir Ísak, eða jafnvirði um 800 milljóna íslenskra króna. Þýski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Þessi 22 ára gamli landsliðsmaður átti stórkostlegt tímabil með Fortuna í næstefstu deild Þýskalands í vetur og skoraði til að mynda ellefu mörk fyrir liðið. Eftir tvö tímabil með liðinu og að hafa verið nálægt því að koma því upp í efstu deild hefur Ísak nú gripið tækifærið til að spila í fyrsta sinn í sjálfri efstu deild Þýskalands, með Köln sem vann næstefstu deildina í ár. Með þessu skrefi kveðst Ísak láta æskudraum sinn rætast en á sama tíma segist hann gera sér grein fyrir því að margir af hans fyrri stuðningsmönnum muni núna snúa við honum bakinu, eða hreinlega „hata“ hann. „Ég veit að ekkert sem ég mun segja mun láta ykkur Fortuna-aðdáendum líða betur, ég skil tilfinningar ykkar fullkomlega. Ég hef hugsað mikið til ykkar og þessi ákvörðun var ekki auðveld, en ungur strákur átti sér draum um að spila í Bundesliga og nú hefur sá ungi strákur fengið tækifæri,“ skrifaði Ísak á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isak.bergmann.johannesson) „Ég veit að mörg ykkar munu hata mig en tilfinningar mínar til félagsins eru enn þær sömu. Uppsagnarákvæðið var virkjað og ég þurfti að taka ákvörðun. Ég vil þakka Fortuna fyrir tækifærið til að spila fyrir þetta félag og þakka ykkur fyrir stuðninginn frá fyrsta degi,“ skrifaði Ísak, fullmeðvitaður um að þessi stuðningur breytist nú í andhverfu sína. Eftir standi þó frábærar minningar: „Þessi tvö ár hafa verið alveg ótrúleg. Að hitta frábært fólk, vini ævilangt og eignast minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu að eilífu. Ég skil tilfinningar ykkar og virði þær að fullu. En ungi strákurinn innra með mér tók ákvörðunina og átti sér draum.“ Nú mun Ísak hins vegar eignast nýja stuðningsmenn hjá hinu gamla stórveldi Köln. Í kveðju til þeirra á samfélagsmiðlum Kölnar segir Skagamaðurinn: „Halló stuðningsmenn Kölnar. Ég heiti Ísak Jóhannesson og ég get ekki beðið eftir því að spila fyrir framan ykkur á leikvanginum. Sjáumst fljótt!“ A warm welcome to you, too, Ísak! ❤️🤍 #effzeh pic.twitter.com/iUbzFjEUXy— 1. FC Cologne (@fckoeln_en) June 1, 2025 Þýskir fjölmiðlar segja að Köln greiði Fortuna 5,5 milljónir evra fyrir Ísak, eða jafnvirði um 800 milljóna íslenskra króna.
Þýski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira