Vopnaður heimagerðum eldvörpum Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 2. júní 2025 07:11 AP og skjáskot Átta eru sárir eftir að árásarmaður kastaði eldsprengjum að hópi fólks sem kom saman á torgi í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum til þess að krefjast þess að ísraelsku gíslunum á Gasa verði sleppt úr haldi. Hinir særðu, sem eru á aldrinum 52 til 88 ára hafa komið saman reglulega á torginu undanfarna mánuði og árásarmaðurinn er sagður 45 ára gamall Egypti, Mohamed Sabry Soliman. Hann mun hafa komið til Bandaríkjanna árið 2022 sem ferðamaður en yfirgaf landið ekki og hefur hafst við í Colorado Springs undanfarið. Soliman öskraði slagorð gegn Ísrael um leið og hann henti eldsprengjum inn í hópinn. Hann var handtekinn af lögreglunni þar sem hann hélt á einhverjum sem líkist heimagerðum eldvörpum og er árásin rannsökuð sem hryðjuverk, samkvæmt AP fréttaveitunni. Leiðtogar Alríkislögreglu Bandaríkjanna voru fljótir að lýsa því yfir að um hryðjuverkaárás væri að ræða. Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, forseta, varpar sökinni á ríkisstjórn Joes Biden og segir að þó árásarmaðurinn hafi verið lengur í Bandaríkjunum en hann mátti upprunalega, hafi hann fengið vinnuleyfi. Miller gengur manna fremst í ríkisstjórn Trumps þegar kemur að því að vísa farand- og flóttafólki úr landi. Hann hefur sagt að til skoðunar sé að leggja rétt fólks til réttlætrar málsmeðferðar til hliðar. Sjá einnig: Ryður leiðina fyrir Trump til að vísa hálfri milljón úr landi Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem árásir eru gerðar í Bandaríkjunum þar sem árásarmaðurinn segist vera að fremja ódæðið í nafni Palestínu og gegn Ísrael. Þann 22. maí síðastliðinn voru tveir ísraelskir sendiráðsstarfsmenn í Washington DC myrtir fyrir utan gyðingasafnið í borginni. Kveikti í sjálfum sér Vitni segir í samtali við Sky News að Soliman hafi verið klæddur einhverskonar vesti, sem hafi mögulega verið skothelt. Hann hafi hins vegar þurft að fara úr því þegar eldur kviknaði í því. Það mun hafa gerst þegar hann kastaði frá sér seinni bensínsprengjunni. Eftir það var hann ber að ofan, með heimagerðu eldvörpurnar í sitt hvorri hendinni og var hann handtekinn þannig á vettvangi. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Hann mun hafa komið til Bandaríkjanna árið 2022 sem ferðamaður en yfirgaf landið ekki og hefur hafst við í Colorado Springs undanfarið. Soliman öskraði slagorð gegn Ísrael um leið og hann henti eldsprengjum inn í hópinn. Hann var handtekinn af lögreglunni þar sem hann hélt á einhverjum sem líkist heimagerðum eldvörpum og er árásin rannsökuð sem hryðjuverk, samkvæmt AP fréttaveitunni. Leiðtogar Alríkislögreglu Bandaríkjanna voru fljótir að lýsa því yfir að um hryðjuverkaárás væri að ræða. Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, forseta, varpar sökinni á ríkisstjórn Joes Biden og segir að þó árásarmaðurinn hafi verið lengur í Bandaríkjunum en hann mátti upprunalega, hafi hann fengið vinnuleyfi. Miller gengur manna fremst í ríkisstjórn Trumps þegar kemur að því að vísa farand- og flóttafólki úr landi. Hann hefur sagt að til skoðunar sé að leggja rétt fólks til réttlætrar málsmeðferðar til hliðar. Sjá einnig: Ryður leiðina fyrir Trump til að vísa hálfri milljón úr landi Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem árásir eru gerðar í Bandaríkjunum þar sem árásarmaðurinn segist vera að fremja ódæðið í nafni Palestínu og gegn Ísrael. Þann 22. maí síðastliðinn voru tveir ísraelskir sendiráðsstarfsmenn í Washington DC myrtir fyrir utan gyðingasafnið í borginni. Kveikti í sjálfum sér Vitni segir í samtali við Sky News að Soliman hafi verið klæddur einhverskonar vesti, sem hafi mögulega verið skothelt. Hann hafi hins vegar þurft að fara úr því þegar eldur kviknaði í því. Það mun hafa gerst þegar hann kastaði frá sér seinni bensínsprengjunni. Eftir það var hann ber að ofan, með heimagerðu eldvörpurnar í sitt hvorri hendinni og var hann handtekinn þannig á vettvangi.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira