Brottvísun Oscars frestað Rafn Ágúst Ragnarsson og Agnar Már Másson skrifa 2. júní 2025 14:21 Oscar ásamt Sonju fósturmóður sinni. Aðsend Brottvísun Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til hefur staðið að senda úr landi, verður frestað þar til búið er að fara yfir umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. Helga Vala Helgadóttir lögmaður Oscars og fósturforeldra hans Svavars Jóhannssonar og Sonju Magnúsdóttur staðfestir frestunina í samtali við fréttastofu. Dómsmálaráðherra kom ekki að ákvörðuninni að sögn aðstoðarmanns hennar, Jakobs Birgissonar. Yfirgnæfandi líkur á að hann fái ríkisborgararétt Útlendingastofnun skrifar í svari við fyrirspurn fréttastofu að hún hafi frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá Víði Reynissyni, formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, um að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að Oscar fái íslenskan ríkisborgararétt. Enn fremur segir stofnunin að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi hún talið að vegna þessara sérstöku aðstæðna væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunar um að honum bæri að yfirgefa land. „Það fóru ný gögn á föstudaginn til [Útlendingastofnunar.] Ég veit ekki nákvæmlega hver það er sem tekur ákvörðunina um að aðstæður hans séu þannig að hann fái að njóta vafans umfram aðra umsækjendur, en hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Óendanlega glöð Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað en til stóð að hann yrði fluttur til Kólumbíu í fyrramálið. Fjölskyldan segir í færslu á samfélagsmiðlum að hún sé þakklát þeim sem hafi stutt sig í baráttunni. „Enn og aftur þakka ykkur öllum sem hafa stutt okkur og sent okkur hlýjar kveðjur undanfarnar vikur og mánuði. Það hefur verið ómetanlegt og án ykkar hefði þessi frestun sennilega ekki fengist. Við leyfum ykkur öllum að sjálfsögðu að fylgjast náið með framvindunni en við erum auðvitað meðvituð um að við erum ekki komin í höfn og staða Oscars er ekki örugg fyrr en hann fær leyfi til að vera hér hjá okkur fjölskyldunni til frambúðar,” segir fjölskyldan í færslu á samfélagsmiðlum. Hafði hafnað efnislegri meðferð Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Hælisleitendur Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir lögmaður Oscars og fósturforeldra hans Svavars Jóhannssonar og Sonju Magnúsdóttur staðfestir frestunina í samtali við fréttastofu. Dómsmálaráðherra kom ekki að ákvörðuninni að sögn aðstoðarmanns hennar, Jakobs Birgissonar. Yfirgnæfandi líkur á að hann fái ríkisborgararétt Útlendingastofnun skrifar í svari við fyrirspurn fréttastofu að hún hafi frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá Víði Reynissyni, formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, um að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að Oscar fái íslenskan ríkisborgararétt. Enn fremur segir stofnunin að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi hún talið að vegna þessara sérstöku aðstæðna væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunar um að honum bæri að yfirgefa land. „Það fóru ný gögn á föstudaginn til [Útlendingastofnunar.] Ég veit ekki nákvæmlega hver það er sem tekur ákvörðunina um að aðstæður hans séu þannig að hann fái að njóta vafans umfram aðra umsækjendur, en hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Óendanlega glöð Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað en til stóð að hann yrði fluttur til Kólumbíu í fyrramálið. Fjölskyldan segir í færslu á samfélagsmiðlum að hún sé þakklát þeim sem hafi stutt sig í baráttunni. „Enn og aftur þakka ykkur öllum sem hafa stutt okkur og sent okkur hlýjar kveðjur undanfarnar vikur og mánuði. Það hefur verið ómetanlegt og án ykkar hefði þessi frestun sennilega ekki fengist. Við leyfum ykkur öllum að sjálfsögðu að fylgjast náið með framvindunni en við erum auðvitað meðvituð um að við erum ekki komin í höfn og staða Oscars er ekki örugg fyrr en hann fær leyfi til að vera hér hjá okkur fjölskyldunni til frambúðar,” segir fjölskyldan í færslu á samfélagsmiðlum. Hafði hafnað efnislegri meðferð Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Hælisleitendur Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira