Parks & Rec leikari skotinn af nágranna sínum Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2025 10:31 Jonathan Joss í þáttunum Parks and recreation. Leikarinn Jonathan Joss var skotinn til bana af nágranna sínum í Texas í gær. Eiginmaður Joss segir nágrannann vera hommahatara en þeir höfðu deilt um árabil. AP fréttaveitan segir að Joss hafi verið skotinn fyrir utan heimili hans og Tristan Kern de Gonzales í San Antonio sem skemmdist í eldsvoða í janúar. Einn af þremur hundum þeirra drapst í eldinum og de Gonzales segir þá hafa verið að syrgja hundinn þegar nágranni þeirra gekk upp að þeim og ógnaði þeim með byssu. Hann segir Joss hafa bjargað lífi sínu þegar nágranninn hóf skothríð á þá. „Hann var myrtur af einhverjum sem þoldi ekki að sjá tvo menn elska hvor annan,“ sagði de Gonzales. Joss er hvað þekktastur í Bandaríkjunum fyrir að talsetja John Redcorn úr teiknimyndaþáttunum King of the hill. Hann hefur einnig leikið í þáttum á borð við Parks and recreation og kvikmyndum eins og Magnificent Seven og True Grit, í tiltölulega smáum hlutverkum. Þá hefur Joss einnig talsett persónur í fjölda tölvuleikja gegnum árin og má þar nefna Cyberpunk 2077, Red Dead Redemption 2 og Days Gone. Engar vísbendingar um hatursglæp Lögreglan í San Antonio hefur gefið út yfirlýsingu um að enn sem komið er bendi ekkert til þess að Joss hafi verið myrtur vegna kynhneigðar hans. Hinn 56 ára gamli Sigfredo Alvarez Ceja hefur verið ákærður fyrir að myrða Joss. Sigfredo Ceja Alvarez hefur verið ákærður fyrir morðið.Getty/Lögreglustjórinn í Bexarsýslu. Samkvæmt lögreglunni hefur hann verið ákærður fyrir morð, en það gæti breyst líti vísbendingar um hatursglæp dagsins ljós. TMZ hefur eftir vitnum og nágrönnum að Joss og Ceja hafi lengi átt í miklum deilum. Þeir hafi rifist áður og jafnvel slegist. Miðillinn hefur eftir nágrönnum þeirra að Joss hafi brugðist reiður við því að finna beinagrind hundsins sem drapst og hafi verið að öskra á fólk sem var á gangi nærri húsinu. Þá hafi Ceja ekið upp að þeim og hafi á endanum skotið Joss til bana og flúið af vettvangi. Nágrannar Joss segja einnig að hann hafi reglulega gert undarlega hluti og sem dæmi hafi hann barið potta og pönnur á þaki húss síns um miðjar nætur. Húsið brann, samkvæmt þessum nágrönnum, þegar Joss notaði grill til að hita það eftir að borgaryfirvöld lokuðu á hita og rafmagn til hússins eftir að það var dæmt óíbúðarhæft. Í viðtali við héraðsmiðil í vetur sagði Joss að það hefði verið gert eftir að brotist var inn í hús hans og vírar rifnir úr veggjunum. Hollywood Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Andlát Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
AP fréttaveitan segir að Joss hafi verið skotinn fyrir utan heimili hans og Tristan Kern de Gonzales í San Antonio sem skemmdist í eldsvoða í janúar. Einn af þremur hundum þeirra drapst í eldinum og de Gonzales segir þá hafa verið að syrgja hundinn þegar nágranni þeirra gekk upp að þeim og ógnaði þeim með byssu. Hann segir Joss hafa bjargað lífi sínu þegar nágranninn hóf skothríð á þá. „Hann var myrtur af einhverjum sem þoldi ekki að sjá tvo menn elska hvor annan,“ sagði de Gonzales. Joss er hvað þekktastur í Bandaríkjunum fyrir að talsetja John Redcorn úr teiknimyndaþáttunum King of the hill. Hann hefur einnig leikið í þáttum á borð við Parks and recreation og kvikmyndum eins og Magnificent Seven og True Grit, í tiltölulega smáum hlutverkum. Þá hefur Joss einnig talsett persónur í fjölda tölvuleikja gegnum árin og má þar nefna Cyberpunk 2077, Red Dead Redemption 2 og Days Gone. Engar vísbendingar um hatursglæp Lögreglan í San Antonio hefur gefið út yfirlýsingu um að enn sem komið er bendi ekkert til þess að Joss hafi verið myrtur vegna kynhneigðar hans. Hinn 56 ára gamli Sigfredo Alvarez Ceja hefur verið ákærður fyrir að myrða Joss. Sigfredo Ceja Alvarez hefur verið ákærður fyrir morðið.Getty/Lögreglustjórinn í Bexarsýslu. Samkvæmt lögreglunni hefur hann verið ákærður fyrir morð, en það gæti breyst líti vísbendingar um hatursglæp dagsins ljós. TMZ hefur eftir vitnum og nágrönnum að Joss og Ceja hafi lengi átt í miklum deilum. Þeir hafi rifist áður og jafnvel slegist. Miðillinn hefur eftir nágrönnum þeirra að Joss hafi brugðist reiður við því að finna beinagrind hundsins sem drapst og hafi verið að öskra á fólk sem var á gangi nærri húsinu. Þá hafi Ceja ekið upp að þeim og hafi á endanum skotið Joss til bana og flúið af vettvangi. Nágrannar Joss segja einnig að hann hafi reglulega gert undarlega hluti og sem dæmi hafi hann barið potta og pönnur á þaki húss síns um miðjar nætur. Húsið brann, samkvæmt þessum nágrönnum, þegar Joss notaði grill til að hita það eftir að borgaryfirvöld lokuðu á hita og rafmagn til hússins eftir að það var dæmt óíbúðarhæft. Í viðtali við héraðsmiðil í vetur sagði Joss að það hefði verið gert eftir að brotist var inn í hús hans og vírar rifnir úr veggjunum.
Hollywood Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Andlát Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira