Bílastæðin höluðu inn 78 milljónum en kostuðu litlu minna Árni Sæberg skrifar 3. júní 2025 21:03 Isavia hefur komið fyrir sjálfvirkum bílnúmeraskönnum til að nema umferð inn og út af bílstæðum við helstu innanlandsflugvelli. Isavia Tekjur Isavia af innheimtu bílastæðagjalda við innanlandsflugvelli námu 78 milljónum króna í fyrra og kostnaður af henni nam 74 milljónum. Inni í þeirri tölu er þó stofnkostnaður og Isavia segir innleiðingu gjaldtökunnar heilt á litið hafa gengið vel. Þetta segir í svari Eyjólfs Ármannsonar innviðaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Isakesen, þingflokksformanns Framsóknar, um gjaldheimtu á bílastæðum Isavia við innanlandsflugvellina í Reykjavík og á Akureyri og Egilsstöðum. Gjaldheimtan hófst í lok júní í fyrra og hefur verið gríðarlega umdeild. Upphafi hennar var ítrekað frestað, meðal annars þar sem að þáverandi samgönguráðherra dró það að undirrita þjónustusamning sem heimilað gjaldheimtuna. Þá brugðu úrræðagóðir íbúar Egilsstaða á það ráð að koma upp sérstökum hópi á Facebook til þess að komast hjá því að greiða bílastæðagjöld á flugvelli bæjarins, með því skutla og ná gagnkvæmt í flugfarþega út á völl. Ætlað að efla innanlandsflugið „Heilt yfir hefur innleiðing gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík gengið vel. Komið var til móts við gagnrýni á Akureyri og Egilsstöðum árið 2024 og samkvæmt tilmælum frá þáverandi innviðaráðherra var ákveðið að hafa fyrstu 14 tíma gjaldfrjálsa á þeim flugvöllum, en þar með lækkuðu tekjumöguleikar verulega,“ segir í svari ráðherra. Heildartekjur félagsins árið 2024 hafi þó verið tæpar 78 milljónir króna og þær tekjur muni nýtast Isavia innanlandsflugvöllum ehf. og þar með ríkinu til eflingar á innanlandsflugi. Engin aðgreining sé á milli langtíma- og skammtímastæða í bókhaldi félagsins. Þá segir að áætlun Isavia gerir ráð fyrir um 150 milljóna króna tekjum á ári af bílastæðum. Kostaði sextíu milljónir Markmiðið með tekjuöfluninni sé að afla fjármuna til að laga ásýnd og aðkomu og bæta öryggi á bílastæðum við flugstöðvar. Slíkar framkvæmdir geti kostað mikið fjármagn og því sé eðlilegt að ekki sé farið í slíkt strax á fyrsta ári. Heildarkostnaður við uppsetningu á búnaði á bílastæðum við flugvelli, þar með talið vegna raflagna, myndavéla, tölvuþjóna, tenginga, auglýsinga, skiltagerðar og ýmiss annars kostnaðar, hafi numið um 60 milljónum króna. Heildarrekstrarkostnaður bílastæðanna sem gjaldfærður var árið 2024 séu um 24 milljónir króna á öllum þremur völlunum. Í þeirri fjárhæð sé ekki launakostnaður sem fellur til vegna vinnu starfsmanna innanlandsflugvalla, hvort sem það er vegna framlags starfsmanna á bílastæði eða yfirstjórnar sem tengist málefnum þeirra. Gefa ekki upp kostnað vegna mokstur Snjómokstur á bílastæðum sé unninn af sjálfstæðum verktökum á grundvelli verðfyrirspurnar á Reykjavíkur- og Akureyrarflugvelli og því sé ekki unnt að gefa upp sundurliðun á þeim kostnaðarlið með tilliti til samkeppnissjónarmiða. Samkvæmt áætlun næsta árs sé gert ráð fyrir um 50 milljónum króna í rekstur á bílastæðum allra þriggja flugvallanna og það sé fyrir utan framkvæmdir en það ráðist af innheimtu bílastæðatekna. Framkvæmdir á bílastæðum séu kostnaðarsamar og fjármögnun geti því tekið nokkur ár. Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Akureyri Múlaþing Reykjavík Bílastæði Isavia Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Innheimta bílastæðagjöld við innanlandsvelli á morgun Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hefur gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla á morgun. Um er að ræða flugvöllinn á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 24. júní 2024 14:29 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þetta segir í svari Eyjólfs Ármannsonar innviðaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Isakesen, þingflokksformanns Framsóknar, um gjaldheimtu á bílastæðum Isavia við innanlandsflugvellina í Reykjavík og á Akureyri og Egilsstöðum. Gjaldheimtan hófst í lok júní í fyrra og hefur verið gríðarlega umdeild. Upphafi hennar var ítrekað frestað, meðal annars þar sem að þáverandi samgönguráðherra dró það að undirrita þjónustusamning sem heimilað gjaldheimtuna. Þá brugðu úrræðagóðir íbúar Egilsstaða á það ráð að koma upp sérstökum hópi á Facebook til þess að komast hjá því að greiða bílastæðagjöld á flugvelli bæjarins, með því skutla og ná gagnkvæmt í flugfarþega út á völl. Ætlað að efla innanlandsflugið „Heilt yfir hefur innleiðing gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík gengið vel. Komið var til móts við gagnrýni á Akureyri og Egilsstöðum árið 2024 og samkvæmt tilmælum frá þáverandi innviðaráðherra var ákveðið að hafa fyrstu 14 tíma gjaldfrjálsa á þeim flugvöllum, en þar með lækkuðu tekjumöguleikar verulega,“ segir í svari ráðherra. Heildartekjur félagsins árið 2024 hafi þó verið tæpar 78 milljónir króna og þær tekjur muni nýtast Isavia innanlandsflugvöllum ehf. og þar með ríkinu til eflingar á innanlandsflugi. Engin aðgreining sé á milli langtíma- og skammtímastæða í bókhaldi félagsins. Þá segir að áætlun Isavia gerir ráð fyrir um 150 milljóna króna tekjum á ári af bílastæðum. Kostaði sextíu milljónir Markmiðið með tekjuöfluninni sé að afla fjármuna til að laga ásýnd og aðkomu og bæta öryggi á bílastæðum við flugstöðvar. Slíkar framkvæmdir geti kostað mikið fjármagn og því sé eðlilegt að ekki sé farið í slíkt strax á fyrsta ári. Heildarkostnaður við uppsetningu á búnaði á bílastæðum við flugvelli, þar með talið vegna raflagna, myndavéla, tölvuþjóna, tenginga, auglýsinga, skiltagerðar og ýmiss annars kostnaðar, hafi numið um 60 milljónum króna. Heildarrekstrarkostnaður bílastæðanna sem gjaldfærður var árið 2024 séu um 24 milljónir króna á öllum þremur völlunum. Í þeirri fjárhæð sé ekki launakostnaður sem fellur til vegna vinnu starfsmanna innanlandsflugvalla, hvort sem það er vegna framlags starfsmanna á bílastæði eða yfirstjórnar sem tengist málefnum þeirra. Gefa ekki upp kostnað vegna mokstur Snjómokstur á bílastæðum sé unninn af sjálfstæðum verktökum á grundvelli verðfyrirspurnar á Reykjavíkur- og Akureyrarflugvelli og því sé ekki unnt að gefa upp sundurliðun á þeim kostnaðarlið með tilliti til samkeppnissjónarmiða. Samkvæmt áætlun næsta árs sé gert ráð fyrir um 50 milljónum króna í rekstur á bílastæðum allra þriggja flugvallanna og það sé fyrir utan framkvæmdir en það ráðist af innheimtu bílastæðatekna. Framkvæmdir á bílastæðum séu kostnaðarsamar og fjármögnun geti því tekið nokkur ár.
Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Akureyri Múlaþing Reykjavík Bílastæði Isavia Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Innheimta bílastæðagjöld við innanlandsvelli á morgun Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hefur gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla á morgun. Um er að ræða flugvöllinn á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 24. júní 2024 14:29 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Innheimta bílastæðagjöld við innanlandsvelli á morgun Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hefur gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla á morgun. Um er að ræða flugvöllinn á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 24. júní 2024 14:29