Alveg gáttuð á framgöngu Víðis sem hafi brotið trúnað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2025 14:27 Sigríður Andersen gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu Víðis í máli Oscars Bocanegra. Vísir/Anton Brink Þingmaður Miðflokksins segist undrandi á framgöngu Víðis Reynissonar, sem hafði samband við Útlendingastofnun og sagði líklegt að Alþingi myndi veita hinum 17 ára Oscari Bocanegra ríkisborgararétt. Sigríður telur að Víðir hafi brotið trúnað við allsherjarnefnd, þar sem hann er formaður. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, gerði málefni allsherjar- og menntamálanefndar að umtalsefni sínu undir dagskrárlið um störf þingsins á Alþingi nú fyrir skömmu. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt, en meðal umsækjenda er hinn sautján ára gamli Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja Oscar úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupósts sem Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, sendi á forstjóra Útlendingastofnunar. Hann segist hafa tekið sjálfstæða ákvörðun um að upplýsa forstjórann um að yfirgnæfandi líkur væru á að Oscar fengi ríkisborgararétt í meðferð þingsins á næstu vikum. Víðir á þó ekki sæti í undirnefndinni sjálfri. Varð undrandi við að sjá málið í fjölmiðlum Í ræðustól sagði Sigríður að alla jafna bærust hundruð umsókna um ríkisborgararétt til þingsins í hvert skipti og þriggja manna undirnefndin fjallaði um þær. „Það vakti þess vegna undrun mína að lesa um það í fjölmiðlum, bæði í gær og í dag, ummæli háttvirts formanns allsherjar- og menntamálanefndar Víðis Reynissonar, um málsmeðferðina og líklega afgreiðslu þessara mála í nefndri undirnefnd,“ sagði Sigríður. Víðir hafi fullyrt að „tiltekinn einstaklingur fengi líklega ríkisborgararétt“, en þar vísar Sigríður til Oscars. Spyr hvaðan Víðir sækir umboðið Þá reifaði Sigríður fréttaflutning af samskiptum Víðis við fulltrúa Útlendingastofnunar vegna þess sem hann hefði sagt líklega niðurstöðu málsins í þinginu. „Ég geri verulega athugasemd við þessa framgöngu formanns háttvirtrar allsherjar- og menntamálanefndar. Ég spyr auðvitað hvaðan hann hafi fengið umboð til þess að tjá sig með þessum hætti og hafa afskipti af lögmætum kæruferlum og lögmætri stjórnsýslu með þessum hætti,“ sagði Sigríður. „Og að mínu mati, virðulegur forseti, hefur háttvirtur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Víðir Reynisson, brotið trúnað við háttvirta allsherjar- og menntamálanefnd. Ekki bara undirnefnd þá sem ég nefndi hér í upphafi, heldur alla nefndina. Og ég tel ekki fara vel á því að svona framganga verði látin átölulaus hér á þinginu,“ sagði Sigríður. Hún er ekki ein um að hafa gagnrýnt málsmeðferðina, en samflokksmaður hennar Snorri Másson sagðist fyrr í dag gera verulegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis. Hann hafi með ákvörðun sinni haft pólitísk afskipti af málinu. Um það bókaði Snorri á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun. Alþingi Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, gerði málefni allsherjar- og menntamálanefndar að umtalsefni sínu undir dagskrárlið um störf þingsins á Alþingi nú fyrir skömmu. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt, en meðal umsækjenda er hinn sautján ára gamli Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja Oscar úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupósts sem Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, sendi á forstjóra Útlendingastofnunar. Hann segist hafa tekið sjálfstæða ákvörðun um að upplýsa forstjórann um að yfirgnæfandi líkur væru á að Oscar fengi ríkisborgararétt í meðferð þingsins á næstu vikum. Víðir á þó ekki sæti í undirnefndinni sjálfri. Varð undrandi við að sjá málið í fjölmiðlum Í ræðustól sagði Sigríður að alla jafna bærust hundruð umsókna um ríkisborgararétt til þingsins í hvert skipti og þriggja manna undirnefndin fjallaði um þær. „Það vakti þess vegna undrun mína að lesa um það í fjölmiðlum, bæði í gær og í dag, ummæli háttvirts formanns allsherjar- og menntamálanefndar Víðis Reynissonar, um málsmeðferðina og líklega afgreiðslu þessara mála í nefndri undirnefnd,“ sagði Sigríður. Víðir hafi fullyrt að „tiltekinn einstaklingur fengi líklega ríkisborgararétt“, en þar vísar Sigríður til Oscars. Spyr hvaðan Víðir sækir umboðið Þá reifaði Sigríður fréttaflutning af samskiptum Víðis við fulltrúa Útlendingastofnunar vegna þess sem hann hefði sagt líklega niðurstöðu málsins í þinginu. „Ég geri verulega athugasemd við þessa framgöngu formanns háttvirtrar allsherjar- og menntamálanefndar. Ég spyr auðvitað hvaðan hann hafi fengið umboð til þess að tjá sig með þessum hætti og hafa afskipti af lögmætum kæruferlum og lögmætri stjórnsýslu með þessum hætti,“ sagði Sigríður. „Og að mínu mati, virðulegur forseti, hefur háttvirtur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Víðir Reynisson, brotið trúnað við háttvirta allsherjar- og menntamálanefnd. Ekki bara undirnefnd þá sem ég nefndi hér í upphafi, heldur alla nefndina. Og ég tel ekki fara vel á því að svona framganga verði látin átölulaus hér á þinginu,“ sagði Sigríður. Hún er ekki ein um að hafa gagnrýnt málsmeðferðina, en samflokksmaður hennar Snorri Másson sagðist fyrr í dag gera verulegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis. Hann hafi með ákvörðun sinni haft pólitísk afskipti af málinu. Um það bókaði Snorri á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun.
Alþingi Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira