Kveða orðróminn í kútinn: „Það eru engar deilur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2025 21:29 Rick og Chelsea eru meðal ríkisbubbanna sem fara í frí til Taílands í þriðju seríunni um Hvíta lótusinn. Aimee Lou Wood og Walton Goggins, sem léku hjónin Chelsea og Rick í þriðju seríunni um Hvíta lótusinn, neita því bæði að kastast hafi í kekki milli þeirra eftir að tökum lauk. Orðrómur þess efnis fór af stað eftir að Goggins hætti að fylgja Wood á samfélagsmiðlum. Wood og Goggins kváðu sögusagnirnar í kútinn í sameiginlegu viðtali þeirra tveggja í Variety í dag þar sem ræddu um þættina, hvernig samband þeirra þróaðist gegnum tökurnar og mikilvæga kynlífssenu sem var klippt út úr lokagerð þáttanna. „Það eru engar deilur,“ sagði Goggins í viðtalinu. „Ég elska þessa konu brjálæðislega mikið og hún er mér svo mikilvæg,“ sagði hann jafnframt og fékk grátstaf í kverkarnar. Leikarinn líkti Wood síðan við Hollywood-stjörnurnar Goldie Hawn og Meg Ryan og sagði að henni væru allir vegir færir. Ítrekaði hann svo að það væru engar deilur þeirra á milli og sagði að þeim þætti báðum mjög vænt hvort um annað. Drullusama um Instagram Wood kom einnig inn á þá staðreynd að þau skyldu ekki fylgja hvoru öðru á Instagram. Taldi hún þráhyggju fólks fyrir Instagram vera til marks um menningarlegt ástand nútímans. „Þetta kemur málinu ekkert við. Okkur er drullusama um Instagram,“ sagði Wood í viðtalinu. Aimee Lou Wood og Walton Goggins á frumsýningu þriðju seríu Hvíta lótussins en þau leika hjónin Chelsea og Rick í þáttunum.Getty Goggins útskýrði sömuleiðis að hann hefði hætt að fylgja Wood á Insagram til þess að kveðja karakterana tvo, Rick og Chelsea. Tengsl hans við tökustaðinn hafi líka spilað inn í hvernig hann brást við tökulokunum en Goggins ferðaðist til Tælands árið 2004 eftir að eiginkona hans tók eigið líf. „Ég vissi hvað við höfðum gengið í gegnum og ég viss hversu náin við vorum orðin. Ég þurfti að byrja að melta það að kveðja Rick og Chelsea,“ sagði Goggins í viðtalinu og klökknaði. „Og ég vissi að það myndi taka smá tíma fyrir mig svo ég lét hana vita: ,Þetta er það sem ég þarf að gera' Hún var ótrúlega stuðningsrík með það.“ Wood hafi skilið af hverju Goggins hætti að fylgja henni en viljað bregðast við orðróminum um deilurnar. Á endanum hafi hún sleppt því af ótta við að orð hennar yrðu rangtúlkuð eða tekin úr samhengi. Samfélagsmiðlar hafi þá fengið frjálsar hendur til að gera úlfalda úr mýflugu. „Af hverju ekki að tala frekar um söguna og Rick og Chelsea og njóta þess?“ spurði Wood þá. Að loknu viðtalinu í Variety föðmuðust þau Goggins og Wood og hún hughreysti hann enn frekar með því að segjast skilja hann fullkomlega. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira
Wood og Goggins kváðu sögusagnirnar í kútinn í sameiginlegu viðtali þeirra tveggja í Variety í dag þar sem ræddu um þættina, hvernig samband þeirra þróaðist gegnum tökurnar og mikilvæga kynlífssenu sem var klippt út úr lokagerð þáttanna. „Það eru engar deilur,“ sagði Goggins í viðtalinu. „Ég elska þessa konu brjálæðislega mikið og hún er mér svo mikilvæg,“ sagði hann jafnframt og fékk grátstaf í kverkarnar. Leikarinn líkti Wood síðan við Hollywood-stjörnurnar Goldie Hawn og Meg Ryan og sagði að henni væru allir vegir færir. Ítrekaði hann svo að það væru engar deilur þeirra á milli og sagði að þeim þætti báðum mjög vænt hvort um annað. Drullusama um Instagram Wood kom einnig inn á þá staðreynd að þau skyldu ekki fylgja hvoru öðru á Instagram. Taldi hún þráhyggju fólks fyrir Instagram vera til marks um menningarlegt ástand nútímans. „Þetta kemur málinu ekkert við. Okkur er drullusama um Instagram,“ sagði Wood í viðtalinu. Aimee Lou Wood og Walton Goggins á frumsýningu þriðju seríu Hvíta lótussins en þau leika hjónin Chelsea og Rick í þáttunum.Getty Goggins útskýrði sömuleiðis að hann hefði hætt að fylgja Wood á Insagram til þess að kveðja karakterana tvo, Rick og Chelsea. Tengsl hans við tökustaðinn hafi líka spilað inn í hvernig hann brást við tökulokunum en Goggins ferðaðist til Tælands árið 2004 eftir að eiginkona hans tók eigið líf. „Ég vissi hvað við höfðum gengið í gegnum og ég viss hversu náin við vorum orðin. Ég þurfti að byrja að melta það að kveðja Rick og Chelsea,“ sagði Goggins í viðtalinu og klökknaði. „Og ég vissi að það myndi taka smá tíma fyrir mig svo ég lét hana vita: ,Þetta er það sem ég þarf að gera' Hún var ótrúlega stuðningsrík með það.“ Wood hafi skilið af hverju Goggins hætti að fylgja henni en viljað bregðast við orðróminum um deilurnar. Á endanum hafi hún sleppt því af ótta við að orð hennar yrðu rangtúlkuð eða tekin úr samhengi. Samfélagsmiðlar hafi þá fengið frjálsar hendur til að gera úlfalda úr mýflugu. „Af hverju ekki að tala frekar um söguna og Rick og Chelsea og njóta þess?“ spurði Wood þá. Að loknu viðtalinu í Variety föðmuðust þau Goggins og Wood og hún hughreysti hann enn frekar með því að segjast skilja hann fullkomlega.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira