Ný nálgun fyrir börn með fjölþættan vanda Guðmundur Ingi Þóroddsson og Guðbjörg Sveinsdóttir skrifa 5. júní 2025 16:02 Á Íslandi eru í dag þúsundir barna og ungmenna sem standa frammi fyrir fjölþættum vanda en fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa frá hinu opinbera. Samkvæmt nýlegum upplýsingum eru yfir þrjú þúsund börn á biðlistum eftir ýmis konar þjónustu, þar á meðal geðheilbrigðisþjónustu, greiningum og talmeinaþjónustu. Biðtími getur verið margir mánuðir, jafnvel ár, og þessi staða veldur mikilli vanlíðan, námsörðugleikum og félagslegri einangrun hjá börnunum og fjölskyldum þeirra. Má jafnvel líkja því við að ekki sé brugðist við bruna í húsi fyrr en það er nánast brunnið til grunna. Það er ljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis þegar börn hafa beðið til 18 ára aldurs, alla sína bernsku og æsku, öll sín helstu mótunarár, án forvarna og úrræða á vegum félagsþjónustu og annarra aðila. Það endurspeglar hversu mikil örvænting ríkir og hversu fá úrræði eru til staðar þegar fjölskyldur og jafnvel fagstofnanir fara að leita til félagasamtaka eins og Afstöðu, sem þó sérhæfir sig ekki í þjónustu við börn nema þau séu komin í fangelsi. Þetta ráðaleysi er óþarft, við höfum ýmsar fyrirmyndir og jafnvel eigin reynslu og fordæmi sem má nýta. Í öðrum löndum hafa verið sett á laggirnar skapandi og árangursrík úrræði sem hafa sýnt fram á að hægt er að ná fram jákvæðum breytingum hjá börnum og ungmennum með fjölþættan vanda. Gott dæmi er „Guttas Campus“ í Noregi og Danmörku, þar sem ungmenni fá tveggja vikna skólabúðir með einstaklingsmiðuðu námi, persónulegri eftirfylgd og félagslegri styrkingu sem hefur reynst afar árangursríkt. Þá hefur meðferð sem byggist á skapandi starfi og samskiptum meðal annars við dýr einnig sýnt mikla möguleika erlendis, þar sem börn og ungmenni fá tækifæri til að byggja upp sjálfstraust, félagslega færni og tilfinningatengsl við annað fólk, dýr og umhverfið. Við eigum íslenskt fordæmi í fangelsinu Kvíabryggju, þar sem vistmenn fá að tengjast dýrum og lifa í umhverfi sem styður við heilbrigð tengsl og sjálfsstyrkingu. Þótt hér sé aðeins um dæmi frá fangelsi að ræða þá er grunnþörfin sú sama og hjá börnum sem glíma við fjölþættan vanda, þörfin fyrir ást, umhyggju, styrkingu fjölskyldutengsla og heilbrigð tengsl við umhverfi sitt. Það er tímabært að við á Íslandi innleiðum nýjar leiðir til að mæta þessum börnum og ungmennum. Við þurfum meðferðarsetur sem byggja á reynslu annarra landa og nýta ýmsar leiðir svo sem dýratengda meðferð, listsköpun, tónlist og einstaklingsmiðað verknám. Þar sem ekki er einblínt á veikleikana heldur leitað eftir styrk og hæfileikum hvers einstaklings. Þá þarf aukið samstarf milli skóla, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og félagasamtaka um að koma á fót slíkum úrræðum og tryggja þjálfun fagfólks til að vinna með þessum hópum. Við getum og verðum að gera betur. Samfélagið okkar hefur allt að vinna á því að börn og ungmenni fái þá hjálp sem þau þurfa áður en vandinn verður óyfirstíganlegur með enn meiri kostnaði samfélagsins að ekki sé talað um ónýtt líf þeirra sem fæddust með sama rétti til góðs lífs og önnur börn. Guðmundur Ingi er formaður Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál Guðbjörg er geðhjúkrunarfræðingur Afstöðu og faglegur ráðgjafi félagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Félagsmál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru í dag þúsundir barna og ungmenna sem standa frammi fyrir fjölþættum vanda en fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa frá hinu opinbera. Samkvæmt nýlegum upplýsingum eru yfir þrjú þúsund börn á biðlistum eftir ýmis konar þjónustu, þar á meðal geðheilbrigðisþjónustu, greiningum og talmeinaþjónustu. Biðtími getur verið margir mánuðir, jafnvel ár, og þessi staða veldur mikilli vanlíðan, námsörðugleikum og félagslegri einangrun hjá börnunum og fjölskyldum þeirra. Má jafnvel líkja því við að ekki sé brugðist við bruna í húsi fyrr en það er nánast brunnið til grunna. Það er ljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis þegar börn hafa beðið til 18 ára aldurs, alla sína bernsku og æsku, öll sín helstu mótunarár, án forvarna og úrræða á vegum félagsþjónustu og annarra aðila. Það endurspeglar hversu mikil örvænting ríkir og hversu fá úrræði eru til staðar þegar fjölskyldur og jafnvel fagstofnanir fara að leita til félagasamtaka eins og Afstöðu, sem þó sérhæfir sig ekki í þjónustu við börn nema þau séu komin í fangelsi. Þetta ráðaleysi er óþarft, við höfum ýmsar fyrirmyndir og jafnvel eigin reynslu og fordæmi sem má nýta. Í öðrum löndum hafa verið sett á laggirnar skapandi og árangursrík úrræði sem hafa sýnt fram á að hægt er að ná fram jákvæðum breytingum hjá börnum og ungmennum með fjölþættan vanda. Gott dæmi er „Guttas Campus“ í Noregi og Danmörku, þar sem ungmenni fá tveggja vikna skólabúðir með einstaklingsmiðuðu námi, persónulegri eftirfylgd og félagslegri styrkingu sem hefur reynst afar árangursríkt. Þá hefur meðferð sem byggist á skapandi starfi og samskiptum meðal annars við dýr einnig sýnt mikla möguleika erlendis, þar sem börn og ungmenni fá tækifæri til að byggja upp sjálfstraust, félagslega færni og tilfinningatengsl við annað fólk, dýr og umhverfið. Við eigum íslenskt fordæmi í fangelsinu Kvíabryggju, þar sem vistmenn fá að tengjast dýrum og lifa í umhverfi sem styður við heilbrigð tengsl og sjálfsstyrkingu. Þótt hér sé aðeins um dæmi frá fangelsi að ræða þá er grunnþörfin sú sama og hjá börnum sem glíma við fjölþættan vanda, þörfin fyrir ást, umhyggju, styrkingu fjölskyldutengsla og heilbrigð tengsl við umhverfi sitt. Það er tímabært að við á Íslandi innleiðum nýjar leiðir til að mæta þessum börnum og ungmennum. Við þurfum meðferðarsetur sem byggja á reynslu annarra landa og nýta ýmsar leiðir svo sem dýratengda meðferð, listsköpun, tónlist og einstaklingsmiðað verknám. Þar sem ekki er einblínt á veikleikana heldur leitað eftir styrk og hæfileikum hvers einstaklings. Þá þarf aukið samstarf milli skóla, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og félagasamtaka um að koma á fót slíkum úrræðum og tryggja þjálfun fagfólks til að vinna með þessum hópum. Við getum og verðum að gera betur. Samfélagið okkar hefur allt að vinna á því að börn og ungmenni fái þá hjálp sem þau þurfa áður en vandinn verður óyfirstíganlegur með enn meiri kostnaði samfélagsins að ekki sé talað um ónýtt líf þeirra sem fæddust með sama rétti til góðs lífs og önnur börn. Guðmundur Ingi er formaður Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál Guðbjörg er geðhjúkrunarfræðingur Afstöðu og faglegur ráðgjafi félagsins
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun