„Þingið hefur verið svipt aðhaldi sínu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2025 19:55 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins og annar þingmaður Suðurkjördæmis flutti fyrstu eldhúsdagsræðu kvöldsins. Vísir/Anton Brink „Fjárlaganefnd var sniðgengin. Þingið hefur verið svipt aðhaldi sínu. Ráðherrar svara ekki í þingsal, heldur í útvöldum fjölmiðlum. Þetta eru ekki smávægileg frávik. Þetta eru alvarleg merki um að þingræðinu sé ekki sýnd tilhlýðileg virðing.“ Þetta er meðal þess sem Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hún sagði ábyrgðarleysi blasa við í efnahagsmálum landsins. „Ríkisstjórnin talar um aðhald, en gerir annað. Hún lofar að draga úr útgjöldum – en bindur um fimmtung ríkisútgjalda við launavísitölu. Þannig verða tugir milljarða króna útgjöld sjálfvirk, án nokkurrar aðkomu Alþingis. Þetta er ekki ábyrgt. Þetta er afsalað vald, með lokuðum augum, frá þjóðkjörnum fulltrúum til ófyrirsjáanlegrar launaþróunar. Á sama tíma hyggst ríkisstjórnin hækka skatta á undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar. Skatta sem ekki byggja á raunverulegri afkomu heldur reiknaðri. Þetta er ekki aðeins ósanngjarnt – þetta er bein árás á samkeppnishæfni Íslands og þar með á framtíð tekjuöflunar ríkisins sjálfs,“ sagði Guðrún. Bitni á lífeyrissjóðum láglaunastétta Guðrún segir lífeyriskerfið þó standa henni næst. Eitt stærsta gæfuspor sem stigið hafi verið í íslensku samfélagi hafi verið þegar launþegar og atvinnurekendur hafi ákveðið að byggja upp sameiginlegt, sjálfstætt samtryggingarkerfi lífeyrisréttinda. „Ég sé ekki betur, virðulegi forseti, en að ríkisstjórnin ætli að „berja niður verðbólguna með sleggju“ og nú beiti hún sömu sleggju á lífeyrissjóðina. Þetta er atlaga að viðkvæmu jafnvægi. Og þetta hefur afleiðingar. Afleiðingar fyrir réttindi, fyrir fjárfestingar lífeyrissjóðanna og fyrir getu þeirra til að styðja við atvinnulífið. Þessi stefna bitnar sérstaklega á sjóðum láglaunastétta. Hún grefur undan því jafnræði sem velferðarkerfið á að byggja á. Því spyr ég: hvernig getur það samræmst réttlæti að láta verkafólk axla kostnað sem áður var á ábyrgð ríkisins?“ Stefnuleysi í ríkisfjármálum Þá sakar hún ríkisstjórnina um ábyrgðarleysi í opinberum fjármálum. Forsendur ríkisstjórnarinnar um rekstrarafgang séu ekki trúverðugar. Hvorki hafi verið kynnt hvernig útgjöld verði dregin saman né hvernig skuli forgangsraðað. Í stað þess að kynna raunhæfar aðgerðir sé boðuð enn meiri útgjaldaaukning. „Það sem verra er, á sama tíma og ríkisstjórnin lýsir því yfir að tryggja eigi stöðugleika, leggur hún til að töluleg viðmið um lækkun skulda verði felld úr lögum um opinber fjármál. Þannig á að leysa vanda ríkissjóðs, með því að afnema mælikvarðana. Það er ekki fjármálastefna, virðulegi forseti. Það er ábyrgðarleysi. Hún segir vanda ríkisfjármála ekki tekjuvanda heldur útgjaldavanda. „Ísland er þegar með eitt umfangsmesta opinbera kerfi í heiminum. Nú þarf raunverulega hagræðingu og forgangsröðun. Það er ekki val, heldur nauðsyn , ef við ætlum að standa vörð um traust opinberra fjármála og jafnræði milli kynslóða. Þegar afkomubati er sagður markmið, en jafnframt lagt til að hækka skatta á grunnstoðir útflutnings, á sama tíma og alþjóðaviðskipti standa í upplausn, þá er ekki um stefnu að ræða, heldur stefnuleysi.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hún sagði ábyrgðarleysi blasa við í efnahagsmálum landsins. „Ríkisstjórnin talar um aðhald, en gerir annað. Hún lofar að draga úr útgjöldum – en bindur um fimmtung ríkisútgjalda við launavísitölu. Þannig verða tugir milljarða króna útgjöld sjálfvirk, án nokkurrar aðkomu Alþingis. Þetta er ekki ábyrgt. Þetta er afsalað vald, með lokuðum augum, frá þjóðkjörnum fulltrúum til ófyrirsjáanlegrar launaþróunar. Á sama tíma hyggst ríkisstjórnin hækka skatta á undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar. Skatta sem ekki byggja á raunverulegri afkomu heldur reiknaðri. Þetta er ekki aðeins ósanngjarnt – þetta er bein árás á samkeppnishæfni Íslands og þar með á framtíð tekjuöflunar ríkisins sjálfs,“ sagði Guðrún. Bitni á lífeyrissjóðum láglaunastétta Guðrún segir lífeyriskerfið þó standa henni næst. Eitt stærsta gæfuspor sem stigið hafi verið í íslensku samfélagi hafi verið þegar launþegar og atvinnurekendur hafi ákveðið að byggja upp sameiginlegt, sjálfstætt samtryggingarkerfi lífeyrisréttinda. „Ég sé ekki betur, virðulegi forseti, en að ríkisstjórnin ætli að „berja niður verðbólguna með sleggju“ og nú beiti hún sömu sleggju á lífeyrissjóðina. Þetta er atlaga að viðkvæmu jafnvægi. Og þetta hefur afleiðingar. Afleiðingar fyrir réttindi, fyrir fjárfestingar lífeyrissjóðanna og fyrir getu þeirra til að styðja við atvinnulífið. Þessi stefna bitnar sérstaklega á sjóðum láglaunastétta. Hún grefur undan því jafnræði sem velferðarkerfið á að byggja á. Því spyr ég: hvernig getur það samræmst réttlæti að láta verkafólk axla kostnað sem áður var á ábyrgð ríkisins?“ Stefnuleysi í ríkisfjármálum Þá sakar hún ríkisstjórnina um ábyrgðarleysi í opinberum fjármálum. Forsendur ríkisstjórnarinnar um rekstrarafgang séu ekki trúverðugar. Hvorki hafi verið kynnt hvernig útgjöld verði dregin saman né hvernig skuli forgangsraðað. Í stað þess að kynna raunhæfar aðgerðir sé boðuð enn meiri útgjaldaaukning. „Það sem verra er, á sama tíma og ríkisstjórnin lýsir því yfir að tryggja eigi stöðugleika, leggur hún til að töluleg viðmið um lækkun skulda verði felld úr lögum um opinber fjármál. Þannig á að leysa vanda ríkissjóðs, með því að afnema mælikvarðana. Það er ekki fjármálastefna, virðulegi forseti. Það er ábyrgðarleysi. Hún segir vanda ríkisfjármála ekki tekjuvanda heldur útgjaldavanda. „Ísland er þegar með eitt umfangsmesta opinbera kerfi í heiminum. Nú þarf raunverulega hagræðingu og forgangsröðun. Það er ekki val, heldur nauðsyn , ef við ætlum að standa vörð um traust opinberra fjármála og jafnræði milli kynslóða. Þegar afkomubati er sagður markmið, en jafnframt lagt til að hækka skatta á grunnstoðir útflutnings, á sama tíma og alþjóðaviðskipti standa í upplausn, þá er ekki um stefnu að ræða, heldur stefnuleysi.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira