Ekki tíminn fyrir stjórnarandstöðu til að stunda tafarleiki Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2025 23:14 Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að nú á tímum, þegar fólk sé óttaslegið og reitt vegna heimsástandsins, sé ekki tíminn fyrir stjórnarflokka til að reisa skýjaborgir eða háleitar væntingar. Þá sé ekki tíminn fyrir stjórnarandstöðu að stunda tafaleiki til að hægja á framfaramálum sem njóti stuðnings þjóðarinnar. „Fráfarandi ríkisstjórn fór þá leið að reka ríkissjóð með miklum halla árum saman á sama tíma og gefnar voru miklar væntingar um stóraukin útgjöld án hagræðingar eða tekjuöflunar,“ sagði Guðmundur Ari Sigurjónsson í eldhúsdagsræðu sinni. „Afleiðingarnar af þessari stefnu voru hátt vaxtarstig og mikil verðbólga ásamt því að fólk einfaldlega missti trú á að stjórnvöld ætluðu að standa við það sem þau sögðu eða gætu staðið við það sem þau lofuðu oft við hátíðleg tilefni. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi sýnt með fjármálaáætlun sinni að nú eigi að fara aðra leið sem byggi á því að sýna ábyrgð í rekstri, ná niður halla ríkissjóðs og að öll loforð um útgjöld verði að fullu fjármögnuð. Skylda að vera áfram traustur bandamaður í NATO Hann nefnir hagræðingar sem ríkisstjórn réðst í til að ná fram umbótum í rekstri ríkisins, leiðir til að sækja auknar tekjur án þess að hækka skatta á venjulegt fólk og fjárfestingarátak í vegakerfinu og öðrum innviðum landsins., „Þessi vegferð er hafin, vextir og verðbólga eru á niðurleið og þetta skiptir landsmenn alla máli, hvort sem það er til að borga hraðar niður húsnæðislánið eða fyrir fyrstu kaupendur sem eiga hugsanlega meiri möguleika núna á að eignast sitt fyrsta húsnæði. Sama má segja um fyrirtæki og sveitarfélög sem eru þegar farin að finna fyrir auknum sveigjanleika í rekstrinum til að ráðast í fjárfestingar og skapa ný störf.“ Þá nefnir hann öryggismál og áherslu á alþjóðleg tengsl við bandamenn. Í þeim samskiptum hafi verið lögð áhersla á hagsmunagæslu Íslands og þá sérstöðu að Ísland hafi alltaf verið herlaus þjóð. „Við eigum mikið undir því að alþjóðalög séu virt og að öryggi okkar sé tryggt með öflugu alþjóðlegu samstarfi. Ísland er stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu og það er okkar skylda og ábyrgð að vera áfram traustur bandamaður í því. Með öfluga borgaralega innviði og samfélag sem getur tekið þátt í því að verja þau gildi sem bandalagið stendur fyrir.“ Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
„Fráfarandi ríkisstjórn fór þá leið að reka ríkissjóð með miklum halla árum saman á sama tíma og gefnar voru miklar væntingar um stóraukin útgjöld án hagræðingar eða tekjuöflunar,“ sagði Guðmundur Ari Sigurjónsson í eldhúsdagsræðu sinni. „Afleiðingarnar af þessari stefnu voru hátt vaxtarstig og mikil verðbólga ásamt því að fólk einfaldlega missti trú á að stjórnvöld ætluðu að standa við það sem þau sögðu eða gætu staðið við það sem þau lofuðu oft við hátíðleg tilefni. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi sýnt með fjármálaáætlun sinni að nú eigi að fara aðra leið sem byggi á því að sýna ábyrgð í rekstri, ná niður halla ríkissjóðs og að öll loforð um útgjöld verði að fullu fjármögnuð. Skylda að vera áfram traustur bandamaður í NATO Hann nefnir hagræðingar sem ríkisstjórn réðst í til að ná fram umbótum í rekstri ríkisins, leiðir til að sækja auknar tekjur án þess að hækka skatta á venjulegt fólk og fjárfestingarátak í vegakerfinu og öðrum innviðum landsins., „Þessi vegferð er hafin, vextir og verðbólga eru á niðurleið og þetta skiptir landsmenn alla máli, hvort sem það er til að borga hraðar niður húsnæðislánið eða fyrir fyrstu kaupendur sem eiga hugsanlega meiri möguleika núna á að eignast sitt fyrsta húsnæði. Sama má segja um fyrirtæki og sveitarfélög sem eru þegar farin að finna fyrir auknum sveigjanleika í rekstrinum til að ráðast í fjárfestingar og skapa ný störf.“ Þá nefnir hann öryggismál og áherslu á alþjóðleg tengsl við bandamenn. Í þeim samskiptum hafi verið lögð áhersla á hagsmunagæslu Íslands og þá sérstöðu að Ísland hafi alltaf verið herlaus þjóð. „Við eigum mikið undir því að alþjóðalög séu virt og að öryggi okkar sé tryggt með öflugu alþjóðlegu samstarfi. Ísland er stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu og það er okkar skylda og ábyrgð að vera áfram traustur bandamaður í því. Með öfluga borgaralega innviði og samfélag sem getur tekið þátt í því að verja þau gildi sem bandalagið stendur fyrir.“
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira