Markalaus en öruggur opnunarleikur í Miami Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júní 2025 10:31 Lionel Messi mun þurfa að bíða lengur eftir fyrsta marki mótsins. Kevin C. Cox/Getty Images Inter Miami og Al Ahly gerðu markalaust jafntefli í opnunarleiknum á heimsmeistaramóti félagsliða í fótbolta. Argentínumaðurinn í marki heimamanna var valinn maður leiksins við öruggar aðstæður á Hard Rock leikvanginum í Miami. Al Ahly var með mikla yfirburði framan af leik en Oscar Ustari stóð vaktina í marki Inter Miami og átti stórleik þar sem hann varði átta góð skot, þar á meðal vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Oscar Ustari varði vel og var valinn maður leiksins. Qian Jun/Sports Press Photo/Getty Images Samlandi hans og liðsfélagi, Lionel Messi, var svo næstum því búinn að stela sigrinum fyrir Inter Miami með skot í uppbótartímanum, sem var vel varið. HM félagsliða bíður því enn eftir sínu fyrsta marki og Inter Miami tókst ekki að taka þrjú stig með sér úr fyrsta leiknum á sínum heimavelli, sem fyrirfram skrifað átti að vera auðveldasti andstæðingurinn í riðlinum. Porto og Palmeiras eru einnig í A riðlinum. Öryggið á oddi opnunarleiksins Lögreglubílar með blikkandi ljós lögðu í röðum og hámarks öryggisgæsla var við Hard Rock leikvanginn í Miami þegar opnunarleikurinn fór fram í gærkvöldi. Ólga er þegar í borginni og Bandaríkjunum öllum í ljósi mótmæla, sem hófust í Los Angeles, gegn innflytjendastefnu forsetans. Lögreglan er á viðbragsstigi vegna mótmælaöldu í Bandaríkjunum. Jesus Olarte/Anadolu via Getty Images Síðasti stórleikur sem fór fram á Hard Rock leikvanginum var úrslitaleikur Copa America fyrir tæpu ári, þar sem seinka þurfti leiknum um rúman klukkutíma eftir að miðalausir áhorfendur höfðu brotist inn á leikvanginn. Skipuleggjendur voru staðráðnir í að endurtaka þau mistök ekki. Stjörnum prýdd en forsetalaus stúka Forseti FIFA, Gianni Infantino, er helsti hugmyndasmiður mótsins og hefur lagt mikinn metnað í það. Hann var sjálfur mættur mörgum klukkutímum fyrir leik, til að fylgjast með og tryggja að allt færi vel fram. Ronaldo, Infantino, Baggio og Beckham skemmtu sér vel saman í stúkunni. Image Photo Agency/Getty Images Með honum í stúkunni sátu svo knattspyrnugoðsagnir, Ronaldo og Roberto Baggio ásamt David Beckham, eiganda Inter Miami og nýsæmdum riddara breska konungsveldisins. Fjarverandi var hins vegar góðvinur Infantino, Bandaríkjaforsetinn Donald Trump, sem var upptekinn við afmælisfögnuð bandaríska hersins í höfuðborginni Washington. HM félagsliða í fótbolta 2025 Bandaríski fótboltinn Bandaríkin FIFA Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Al Ahly var með mikla yfirburði framan af leik en Oscar Ustari stóð vaktina í marki Inter Miami og átti stórleik þar sem hann varði átta góð skot, þar á meðal vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Oscar Ustari varði vel og var valinn maður leiksins. Qian Jun/Sports Press Photo/Getty Images Samlandi hans og liðsfélagi, Lionel Messi, var svo næstum því búinn að stela sigrinum fyrir Inter Miami með skot í uppbótartímanum, sem var vel varið. HM félagsliða bíður því enn eftir sínu fyrsta marki og Inter Miami tókst ekki að taka þrjú stig með sér úr fyrsta leiknum á sínum heimavelli, sem fyrirfram skrifað átti að vera auðveldasti andstæðingurinn í riðlinum. Porto og Palmeiras eru einnig í A riðlinum. Öryggið á oddi opnunarleiksins Lögreglubílar með blikkandi ljós lögðu í röðum og hámarks öryggisgæsla var við Hard Rock leikvanginn í Miami þegar opnunarleikurinn fór fram í gærkvöldi. Ólga er þegar í borginni og Bandaríkjunum öllum í ljósi mótmæla, sem hófust í Los Angeles, gegn innflytjendastefnu forsetans. Lögreglan er á viðbragsstigi vegna mótmælaöldu í Bandaríkjunum. Jesus Olarte/Anadolu via Getty Images Síðasti stórleikur sem fór fram á Hard Rock leikvanginum var úrslitaleikur Copa America fyrir tæpu ári, þar sem seinka þurfti leiknum um rúman klukkutíma eftir að miðalausir áhorfendur höfðu brotist inn á leikvanginn. Skipuleggjendur voru staðráðnir í að endurtaka þau mistök ekki. Stjörnum prýdd en forsetalaus stúka Forseti FIFA, Gianni Infantino, er helsti hugmyndasmiður mótsins og hefur lagt mikinn metnað í það. Hann var sjálfur mættur mörgum klukkutímum fyrir leik, til að fylgjast með og tryggja að allt færi vel fram. Ronaldo, Infantino, Baggio og Beckham skemmtu sér vel saman í stúkunni. Image Photo Agency/Getty Images Með honum í stúkunni sátu svo knattspyrnugoðsagnir, Ronaldo og Roberto Baggio ásamt David Beckham, eiganda Inter Miami og nýsæmdum riddara breska konungsveldisins. Fjarverandi var hins vegar góðvinur Infantino, Bandaríkjaforsetinn Donald Trump, sem var upptekinn við afmælisfögnuð bandaríska hersins í höfuðborginni Washington.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Bandaríski fótboltinn Bandaríkin FIFA Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn