Þegar dómarar eru hluti af vandanum og bókun 35 Sigríður Svanborgardóttir skrifar 16. júní 2025 07:45 Á Íslandi hafa margir lært að treysta ekki réttarkerfinu – og það er ekki bara vegna umræðu um vantrausts, heldur oftast vegna reynslu. Þegar dómarar eru ekki lengur hlutlausir eftirlitsaðilar heldur þátttakendur í pólitískri eða samfélagslegri valdablokk, þá snýst réttlæti ekki um lög, heldur um völd. Bókun 35 við EES-samninginn er kannski óspennandi röfl á milli afla í pólitík,en hún á miklu stærri sess skilið hjá okkur almenningi og í almennri umræðu. Hún kveður á um að þegar árekstur verður á milli íslenskra laga og EES-laga, þá skulu EES-reglurnar ganga fyrir. Þetta er lykilatriði í því að verja almenning gegn innri spillingu, lokaðri valdamenningu og dómstólum sem ekki virða mannréttindi eða jafnræði fyrir lögum. Bókun 35 er ekki bylting, en hún getur verið byrjunin. Hún er verkfæri sem við sem samfélag eigum að nýta – ekki bara lögfræðingar, heldur við öll. Þegar dómarar fara ekki að lögum heldur túlka þau eftir því hvaðan þú kemur, hvernig þú lítur út eða hvaða völd og bakland þú hefur – þá þurfum við reglur sem dómstólar geta ekki sniðgengið með virðulegri þögn. Við megum ekki láta öfgaöfl, hræsnara og pólitíska kyndilbera segja okkur hvað réttlæti er. Sum hatursfull hægriöfl hafa árum saman þaggað niður í þeim sem tala gegn misnotkun, gegn kerfisbundnu einelti og gegn ofbeldi sem felst í samtryggðu valdi. Þeir segja að það sé „nauðsynleg festa“ í samfélaginu. En hvað ef þessi festa þeirra er gaslýsing ? Einelti og annað ofbeldi í íslensku samfélagi er ekki bara í fjölskyldum, í skólum eða á vinnustöðum. Það býr djúpt í kúltúrnum. Það birtist í kaldri vanvirðingu við fólk sem hefur orðið fyrir óréttlæti. Í því hvernig kerfið verndar sig sjálft. Í því hvernig dómarar og lögmenn tala saman eins og leikritið sé ákveðið áður en málshefjandi fær að mæta. Ég hef séð þetta. Og þú hefur líklega líka heyrt sögur. Dómarar sem hafa verið handvaldir af flokkstengdum stjórnmálamönnum. Lögmenn sem læra fljótt að berjast ekki of mikið fyrir skjólstæðinginn, af því að þá fá þeir ekki aðgang að "fínni" málsmeðferð í framtíðinni. Lögmenn sem fá á tilfinninguna að þeir séu óæskilegir ef þeir standa með konum, minnihlutahópum eða fólki sem er ekki vinsælt innan valdakerfisins. Þegar samfélagið okkar þegir um þetta, viðheldur það því. Og einmitt þess vegna skiptir máli að við tölum hátt og skýrt um það sem bókun 35 getur gert. Hún er ekki hin fullkomna lausn, en hún er utanað komandi afl – frá Evrópu – sem krefst þess að Ísland uppfylli lágmarksskyldur gagnvart réttlæti. Þegar íslenskt réttarkerfi bregst, þá getum við vísað í reglur sem dómstólar verða að hlýða. Við höfum séð nógu mörg dæmi. Kerfisbundið tómlæti gagnvart kvörtunum. Dómarar sem sjá ekki eða vilja ekki sjá. Og samfélag sem heldur áfram að telja sig frjálst og réttlátt á meðan stór hluti fólks býr við hræðslu við að stíga fram – ekki vegna ofbeldismanns heldur vegna dómarans sem dæmir í máli hans. Þetta snýst ekki um hefnd. Þetta snýst ekki um reiði. Þetta snýst um réttlæti – og um von. Um það að við sem samfélag getum hafnað gamalli menningu sem segir að við eigum ekki að skipta okkur af. Við eigum að skipta okkur af. Og við eigum að nýta öll þau tæki sem við höfum. Bókun 35 er eitt af þeim tækjum. Hún er ekki skrautskjal heldur skyldubundin vernd fyrir alla í EES – líka okkur á Íslandi. Hún gefur okkur von um að við séum ekki ein. Að það sé rými fyrir réttlæti, sérstaklega þegar dómarar eru hluti af vandanum. Við megum ekki bíða eftir því að einhver annar segi hlutina fyrir okkur. Við þurfum að standa upp og segja: Nóg er nóg. Þegar réttarkerfið bregst, þá þurfum við ekki fleiri reið ræðuhöld um traust. Við þurfum aðgerðir. Og við þurfum að leyfa okkur að efast – ekki bara um málsmeðferð heldur um sjálft kerfið sem hún sprettur úr. Ég vil að við tölum um þetta. Ég vil að fleiri fari að spyrja sig: Hver verndar okkur þegar dómarinn er hluti af vandanum? Svarið gæti legið í evrópskri bókun sem margir vita ekki um hvað snýst . Og nú veistu hvers vegna hún skiptir máli. Það er fyrsta skrefið. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hafa margir lært að treysta ekki réttarkerfinu – og það er ekki bara vegna umræðu um vantrausts, heldur oftast vegna reynslu. Þegar dómarar eru ekki lengur hlutlausir eftirlitsaðilar heldur þátttakendur í pólitískri eða samfélagslegri valdablokk, þá snýst réttlæti ekki um lög, heldur um völd. Bókun 35 við EES-samninginn er kannski óspennandi röfl á milli afla í pólitík,en hún á miklu stærri sess skilið hjá okkur almenningi og í almennri umræðu. Hún kveður á um að þegar árekstur verður á milli íslenskra laga og EES-laga, þá skulu EES-reglurnar ganga fyrir. Þetta er lykilatriði í því að verja almenning gegn innri spillingu, lokaðri valdamenningu og dómstólum sem ekki virða mannréttindi eða jafnræði fyrir lögum. Bókun 35 er ekki bylting, en hún getur verið byrjunin. Hún er verkfæri sem við sem samfélag eigum að nýta – ekki bara lögfræðingar, heldur við öll. Þegar dómarar fara ekki að lögum heldur túlka þau eftir því hvaðan þú kemur, hvernig þú lítur út eða hvaða völd og bakland þú hefur – þá þurfum við reglur sem dómstólar geta ekki sniðgengið með virðulegri þögn. Við megum ekki láta öfgaöfl, hræsnara og pólitíska kyndilbera segja okkur hvað réttlæti er. Sum hatursfull hægriöfl hafa árum saman þaggað niður í þeim sem tala gegn misnotkun, gegn kerfisbundnu einelti og gegn ofbeldi sem felst í samtryggðu valdi. Þeir segja að það sé „nauðsynleg festa“ í samfélaginu. En hvað ef þessi festa þeirra er gaslýsing ? Einelti og annað ofbeldi í íslensku samfélagi er ekki bara í fjölskyldum, í skólum eða á vinnustöðum. Það býr djúpt í kúltúrnum. Það birtist í kaldri vanvirðingu við fólk sem hefur orðið fyrir óréttlæti. Í því hvernig kerfið verndar sig sjálft. Í því hvernig dómarar og lögmenn tala saman eins og leikritið sé ákveðið áður en málshefjandi fær að mæta. Ég hef séð þetta. Og þú hefur líklega líka heyrt sögur. Dómarar sem hafa verið handvaldir af flokkstengdum stjórnmálamönnum. Lögmenn sem læra fljótt að berjast ekki of mikið fyrir skjólstæðinginn, af því að þá fá þeir ekki aðgang að "fínni" málsmeðferð í framtíðinni. Lögmenn sem fá á tilfinninguna að þeir séu óæskilegir ef þeir standa með konum, minnihlutahópum eða fólki sem er ekki vinsælt innan valdakerfisins. Þegar samfélagið okkar þegir um þetta, viðheldur það því. Og einmitt þess vegna skiptir máli að við tölum hátt og skýrt um það sem bókun 35 getur gert. Hún er ekki hin fullkomna lausn, en hún er utanað komandi afl – frá Evrópu – sem krefst þess að Ísland uppfylli lágmarksskyldur gagnvart réttlæti. Þegar íslenskt réttarkerfi bregst, þá getum við vísað í reglur sem dómstólar verða að hlýða. Við höfum séð nógu mörg dæmi. Kerfisbundið tómlæti gagnvart kvörtunum. Dómarar sem sjá ekki eða vilja ekki sjá. Og samfélag sem heldur áfram að telja sig frjálst og réttlátt á meðan stór hluti fólks býr við hræðslu við að stíga fram – ekki vegna ofbeldismanns heldur vegna dómarans sem dæmir í máli hans. Þetta snýst ekki um hefnd. Þetta snýst ekki um reiði. Þetta snýst um réttlæti – og um von. Um það að við sem samfélag getum hafnað gamalli menningu sem segir að við eigum ekki að skipta okkur af. Við eigum að skipta okkur af. Og við eigum að nýta öll þau tæki sem við höfum. Bókun 35 er eitt af þeim tækjum. Hún er ekki skrautskjal heldur skyldubundin vernd fyrir alla í EES – líka okkur á Íslandi. Hún gefur okkur von um að við séum ekki ein. Að það sé rými fyrir réttlæti, sérstaklega þegar dómarar eru hluti af vandanum. Við megum ekki bíða eftir því að einhver annar segi hlutina fyrir okkur. Við þurfum að standa upp og segja: Nóg er nóg. Þegar réttarkerfið bregst, þá þurfum við ekki fleiri reið ræðuhöld um traust. Við þurfum aðgerðir. Og við þurfum að leyfa okkur að efast – ekki bara um málsmeðferð heldur um sjálft kerfið sem hún sprettur úr. Ég vil að við tölum um þetta. Ég vil að fleiri fari að spyrja sig: Hver verndar okkur þegar dómarinn er hluti af vandanum? Svarið gæti legið í evrópskri bókun sem margir vita ekki um hvað snýst . Og nú veistu hvers vegna hún skiptir máli. Það er fyrsta skrefið. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum .
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun