Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 10:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson vann Meistaradeild Evrópu aftur með Magdeburg og var aftur valinn verðmætastur. Getty/Jürgen Fromme Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. Þar til í gær var Aron Pálmarsson sá eini í sögu Meistaradeildar Evrópu sem valinn hefur verið MVP (verðmætasti leikmaður) úrslitahelgarinnar í tvígang. Aron var valinn árið 2014 þegar hann vann keppnina með Kiel og aftur 2016 þegar hann lék með Veszprém. Gísli endurtók hins vegar leikinn með liði sínu Magdeburg og var valinn verðmætastur rétt eins og 2023 þegar hann fór á kostum í úrslitaleiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitunum. Í gær skoraði Gísli svo átta mörk og gaf tvær stoðsendingar í 32-26 sigrinum á Füchse Berlín í úrslitaleik í Köln, eftir að hafa aftur verið að glíma við axlarmeiðsli í aðdraganda úrslitahelgarinnar. „Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Mér líður eins og að ég sé að fá „deja vu“. Þetta var stórkostleg liðsframmistaða frá fyrstu mínútu. Við gáfum tóninn, settum ákveðinn standard og gáfumst aldrei upp. Héldum stöðugt áfram að gera okkar besta. Við vorum hundrað prósent í öllum okkar sóknaraðgerðum og í vörn. Við vorum bara hundrað prósent einbeittir. Með eitt markmið í dag og það var að vinna Meistaradeild Evrópu. Það gerðum við,“ sagði Gísli í viðtali við EHF strax eftir leik. Spurður út í einstaklingsverðlaun sín, sem hann hlaut nú í annað sinn, benti Gísli á Ómar Inga Magnússon og aðra liðsfélaga sína: „Það er virkilega gaman að vinna þetta aftur en, líklega eins og ég sagði fyrir tveimur árum, þá er þetta í raun liðinu mínu að þakka. Ég vinn svona titla ekki einn, ég þarf að hafa þá í kringum mig. Ég er stoltur en ég er enn stoltari af að vinna titilinn með þessum gaurum í annað sinn,“ sagði Gísli. Þýski handboltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Þar til í gær var Aron Pálmarsson sá eini í sögu Meistaradeildar Evrópu sem valinn hefur verið MVP (verðmætasti leikmaður) úrslitahelgarinnar í tvígang. Aron var valinn árið 2014 þegar hann vann keppnina með Kiel og aftur 2016 þegar hann lék með Veszprém. Gísli endurtók hins vegar leikinn með liði sínu Magdeburg og var valinn verðmætastur rétt eins og 2023 þegar hann fór á kostum í úrslitaleiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitunum. Í gær skoraði Gísli svo átta mörk og gaf tvær stoðsendingar í 32-26 sigrinum á Füchse Berlín í úrslitaleik í Köln, eftir að hafa aftur verið að glíma við axlarmeiðsli í aðdraganda úrslitahelgarinnar. „Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Mér líður eins og að ég sé að fá „deja vu“. Þetta var stórkostleg liðsframmistaða frá fyrstu mínútu. Við gáfum tóninn, settum ákveðinn standard og gáfumst aldrei upp. Héldum stöðugt áfram að gera okkar besta. Við vorum hundrað prósent í öllum okkar sóknaraðgerðum og í vörn. Við vorum bara hundrað prósent einbeittir. Með eitt markmið í dag og það var að vinna Meistaradeild Evrópu. Það gerðum við,“ sagði Gísli í viðtali við EHF strax eftir leik. Spurður út í einstaklingsverðlaun sín, sem hann hlaut nú í annað sinn, benti Gísli á Ómar Inga Magnússon og aðra liðsfélaga sína: „Það er virkilega gaman að vinna þetta aftur en, líklega eins og ég sagði fyrir tveimur árum, þá er þetta í raun liðinu mínu að þakka. Ég vinn svona titla ekki einn, ég þarf að hafa þá í kringum mig. Ég er stoltur en ég er enn stoltari af að vinna titilinn með þessum gaurum í annað sinn,“ sagði Gísli.
Þýski handboltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn