Finnar draga sig út úr sáttmála gegn jarðsprengjum Kjartan Kjartansson skrifar 19. júní 2025 10:34 Finnski herinn fær heimild til þess að beita jarðsprengjum til þess að verja Finnland með samþykkt þingsins um að yfirgefa Ottawa-sáttmálann í dag. Frá æfingu finnska hersins. Vísir/EPA Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna á finnska þinginu greiddi atkvæði með því að Finnland segi sig frá Ottawa-sáttmálanum sem bannar notkun jarðsprengna. Tilefnið er vaxandi ógn sem Finnar telja stafa af nágrönnum þeirra í Rússlandi. Ottawa-sáttmálinn tók gildi árið 1999 en aðildarríki hans skuldbundu sig til þess að framleiða ekki jarðsprengjur sem eru hannaðar gegn hermönnum og til þess að eyða birgðum sínum af slíkum sprengjum. Þegar atkvæði voru greidd um tillögu ríkisstjórnarinnar um að Finnland segði sig frá sáttmálanum í dag greiddu 157 þingmenn atkvæði með en aðeins átján á móti. Samhliða greiddi þingið atkvæði með því að Finnland héldi áfram að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum til þess að eyða jarðsprengjum, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur orðið Finnum tilefni til þess að endurskoða varnir sínar á síðustu árum. Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið ári eftir að innrásin hófst. Þá hafa þeir treyst varnir á landamærunum að Rússlandi, meðal annars til að hindra för Rússa sem reyna að komast ólögleg yfir þau til þess að koma sér undan herkvaðningu og hælisleitenda sem Finnar telja að rússnesk stjórnvöld sendi vísvitandi til þess að reyna að valda óstöðugleika í Finnlandi. Rússar hafa verið sakaðir um að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og fjarskiptainnviðum í Finnlandi og í Eystrasalti. Þá hefur þurft að aflýsa flugferðum á finnskum flugvöllum vegna truflana á staðsetningarbúnaði sem talið er að rekja megi til aðgerða Rússa til þess að leyna slóð flutningaskipa sem þeir nota til þess að komast í kringum viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja. Eystrasaltsríkin og Pólland hafa áður tilkynnt að þau ætli að segja sig frá sáttmálanum en líkt og Finnland hafa þau mátt kenna á heimsvaldastefnu Rússlands og Sovétríkjanna í gegnum tíðina. Finnland Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Ottawa-sáttmálinn tók gildi árið 1999 en aðildarríki hans skuldbundu sig til þess að framleiða ekki jarðsprengjur sem eru hannaðar gegn hermönnum og til þess að eyða birgðum sínum af slíkum sprengjum. Þegar atkvæði voru greidd um tillögu ríkisstjórnarinnar um að Finnland segði sig frá sáttmálanum í dag greiddu 157 þingmenn atkvæði með en aðeins átján á móti. Samhliða greiddi þingið atkvæði með því að Finnland héldi áfram að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum til þess að eyða jarðsprengjum, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur orðið Finnum tilefni til þess að endurskoða varnir sínar á síðustu árum. Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið ári eftir að innrásin hófst. Þá hafa þeir treyst varnir á landamærunum að Rússlandi, meðal annars til að hindra för Rússa sem reyna að komast ólögleg yfir þau til þess að koma sér undan herkvaðningu og hælisleitenda sem Finnar telja að rússnesk stjórnvöld sendi vísvitandi til þess að reyna að valda óstöðugleika í Finnlandi. Rússar hafa verið sakaðir um að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og fjarskiptainnviðum í Finnlandi og í Eystrasalti. Þá hefur þurft að aflýsa flugferðum á finnskum flugvöllum vegna truflana á staðsetningarbúnaði sem talið er að rekja megi til aðgerða Rússa til þess að leyna slóð flutningaskipa sem þeir nota til þess að komast í kringum viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja. Eystrasaltsríkin og Pólland hafa áður tilkynnt að þau ætli að segja sig frá sáttmálanum en líkt og Finnland hafa þau mátt kenna á heimsvaldastefnu Rússlands og Sovétríkjanna í gegnum tíðina.
Finnland Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira