Vill banna nikótínvörur með bragði og gera umbúðirnar ljótar Árni Sæberg skrifar 19. júní 2025 12:00 Alma Möller vill hafa nikótínpúða bragðlausa og í ljótum umbúðum. Vísir/Ívar Fannar/Egill Heilbrigðisráðherra hefur birt áform um lagasetningu sem miðar að því að setja eina heildstæða löggjöf fyrir bæði tóbaks- og nikótínvörur. Meðal þess sem felst í áformunum er að banna sölu nikótínvörur með bragðefnum „sem höfða til barna“. Í samráðsgátt stjórnvalda kynnir Alma Möller heilbrigðisráðherra til umsagnar áform um frumvarp til laga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Áformin geri ráð fyrir frumvarpi til heildarlaga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Með frumvarpinu sé lagt til að sameina ákvæði laga um tóbaksvarnir og ákvæði laga um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur í eina heildarlöggjöf um varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Núgildandi reglur hafi dugað skammt „Tóbaks- og nikótínvörur eru unnar úr tóbaksplöntunni þó að nikótínvörur innihaldi ekki tóbak en sitthvor löggjöfin gildir annars vegar um tóbaksvörur og hins vegar nikótínvörur, eins og nikótínpúða og rafrettur.“ Þörf sé á að setja tóbaks- og nikótínvörur undir sömu löggjöf þar sem sömu eða sambærilegar reglur gilda. Í ljósi þess hversu notkunin sé útbreidd og að um sé að ræða vörur sem séu ávanabindandi og skaðlegar heilsu sé brýn þörf á frekari aðgerðum og ljóst miðað við notkun ungmenna að ákvæði laga um aldurstakmörk, sýnileikabann, auglýsingabann og fleira hafi dugað skammt. Bragðlaust nikótín Með frumvarpinu sé stefnt að því markmiði að draga úr notkun tóbaks- og nikótínvara, sérstaklega meðal ungmenna. Auk þess að sameina núgildandi ákvæði laga um tóbaksvarnir og nikótínvörur sé í frumvarpinu lagt til að efla verulega varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Í frumvarpinu verði lagt til að settar verði takmarkanir á sölu nikótínvara sem innihalda bragðefni sem höfða til barna. Ekki er tekið fram hvers konar bragðefni eru talin höfða til barna. Með lögum árið 2023 hafi verið lagt bann við tóbaksvörum með einkennandi bragði en bannið taki gildi 11. júní 2028. Lagt sé til að sömu reglur gildi um notkun sígarettna og rafrettna. Ljótasti litur í heimi á dollum og rafrettum Enn fremur segir að umbúðir nikótínvara verði einsleitar líkt og gildir um umbúðir tóbaksvara. Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra setti reglugerð í október í fyrra um að allar tóbakspakkningar skyldu vera einsleitar og í litnum Pantone 448 C, sem hefur verið sagður ljótasti litur í heiminum. Þó er enn heimilt að flytja inn hefðbundnar tóbakspakkningar og svo verður til október þessa árs. Eftir það mun enn mega selja litríka sígarettupakka í átján mánuði. Engin netsala með vindla Loks segir að lagt sé til að óheimilt verði að selja tóbaks- og nikótínvörur í netsölu, framleiðsla tóbaks- og nikótínvara verði leyfisskyld og söluaðilum verði gert skylt að spyrja kaupendur um skilríki. Í frumvarpinu verði einnig skerpt á reglum um viðurlög. Til að auka skilvirkni og til samræmis við tillögur starfshóps um hagræðingu í ríkisrekstri séu lagðar til breytingar á eftirliti með tóbaks- og nikótínvörum en meðal annars sé lagt til að eftirlit með smásölu nikótínvara verði hjá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga eða sambærilegri eftirlitsstofnun, tilkynningar á nýjum vörum verði mótteknar af ÁTVR og að eftirlit með auglýsingum á bæði tóbaks- og nikótínvörum verði hjá Neytendastofu. Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda kynnir Alma Möller heilbrigðisráðherra til umsagnar áform um frumvarp til laga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Áformin geri ráð fyrir frumvarpi til heildarlaga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Með frumvarpinu sé lagt til að sameina ákvæði laga um tóbaksvarnir og ákvæði laga um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur í eina heildarlöggjöf um varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Núgildandi reglur hafi dugað skammt „Tóbaks- og nikótínvörur eru unnar úr tóbaksplöntunni þó að nikótínvörur innihaldi ekki tóbak en sitthvor löggjöfin gildir annars vegar um tóbaksvörur og hins vegar nikótínvörur, eins og nikótínpúða og rafrettur.“ Þörf sé á að setja tóbaks- og nikótínvörur undir sömu löggjöf þar sem sömu eða sambærilegar reglur gilda. Í ljósi þess hversu notkunin sé útbreidd og að um sé að ræða vörur sem séu ávanabindandi og skaðlegar heilsu sé brýn þörf á frekari aðgerðum og ljóst miðað við notkun ungmenna að ákvæði laga um aldurstakmörk, sýnileikabann, auglýsingabann og fleira hafi dugað skammt. Bragðlaust nikótín Með frumvarpinu sé stefnt að því markmiði að draga úr notkun tóbaks- og nikótínvara, sérstaklega meðal ungmenna. Auk þess að sameina núgildandi ákvæði laga um tóbaksvarnir og nikótínvörur sé í frumvarpinu lagt til að efla verulega varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Í frumvarpinu verði lagt til að settar verði takmarkanir á sölu nikótínvara sem innihalda bragðefni sem höfða til barna. Ekki er tekið fram hvers konar bragðefni eru talin höfða til barna. Með lögum árið 2023 hafi verið lagt bann við tóbaksvörum með einkennandi bragði en bannið taki gildi 11. júní 2028. Lagt sé til að sömu reglur gildi um notkun sígarettna og rafrettna. Ljótasti litur í heimi á dollum og rafrettum Enn fremur segir að umbúðir nikótínvara verði einsleitar líkt og gildir um umbúðir tóbaksvara. Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra setti reglugerð í október í fyrra um að allar tóbakspakkningar skyldu vera einsleitar og í litnum Pantone 448 C, sem hefur verið sagður ljótasti litur í heiminum. Þó er enn heimilt að flytja inn hefðbundnar tóbakspakkningar og svo verður til október þessa árs. Eftir það mun enn mega selja litríka sígarettupakka í átján mánuði. Engin netsala með vindla Loks segir að lagt sé til að óheimilt verði að selja tóbaks- og nikótínvörur í netsölu, framleiðsla tóbaks- og nikótínvara verði leyfisskyld og söluaðilum verði gert skylt að spyrja kaupendur um skilríki. Í frumvarpinu verði einnig skerpt á reglum um viðurlög. Til að auka skilvirkni og til samræmis við tillögur starfshóps um hagræðingu í ríkisrekstri séu lagðar til breytingar á eftirliti með tóbaks- og nikótínvörum en meðal annars sé lagt til að eftirlit með smásölu nikótínvara verði hjá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga eða sambærilegri eftirlitsstofnun, tilkynningar á nýjum vörum verði mótteknar af ÁTVR og að eftirlit með auglýsingum á bæði tóbaks- og nikótínvörum verði hjá Neytendastofu.
Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira