Íranir ráðast á herstöð Bandaríkjamanna í Katar Agnar Már Másson skrifar 23. júní 2025 16:54 Dóha, höfuðbrog Katar. Getty Íranski byltingarvörðurinn skaut fjölda eldflauga í átt að bandarískri herstöð í Katar síðdegis í dag. Sprengingar ómuðu um Dóha, höfuðborg Katar, meðan árásirnar stóðu yfir. Katarska utanríkisráðuneytið segir loftvarnir landsins hafa skotið írönsku eldflaugarnar niður áður en þær gátu valdið tjóni. Tansim, ríkismiðill Írana, greinir frá því að Íran hafi hafið „öflugar“ hernaðaraðgerðir í dag til að svara árásum Bandaríkjamanna á kjarnorkuinnviði í Íran aðfaranótt sunnudags. Fjöldi miðla greindi frá því um kl. 17 í dag að sprengingar heyrðust frá himni yfir Dóha, höfuðborg Katar. Al Jazeera skrifaði enn fremur að blossar hefðu sést á himni yfir borginni. Aðgerðarstjórn Bandaríkjahers rekur herstöð í Katar, nánar til tekið í al-Udeid, sem er suðvestur af Dóha. Katarar lokuðu lofthelgi sinni fyrr í dag þar sem veruleg ógn var talinn á því að Íranir myndu ráðast á herstöðina, að sögn BBC. Stöðin í al-Udeid er ein víggirtasta herstöð Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Íran skaut eldflaugum suður í átt að al-Udeid herstöðinni.Vísir Axios hefur eftir ónafngreindum ráðamanni í Ísrael að tíu eldflaugum hafi verið skotið í átt að Katar og að minnsta kosti einni í átt að Írak. Sendiráð Bandaríkjanna í Katar biðlaði til Bandaríkjamanna þar í landi að leita skjóls fyrr í dag. Utanríkisráðherra Breta bað samlanda sína í Katar um slíkt hið sama. Utanríkisráðuneyti Katar hefur fordæmt árás Írana, sagt hana vera brot á fullveldi og landhelgi landsins. „Við í Katarríki áskiljum okkur rétt til þess að svara [...] þessum blygðunarlausu árásum,“ segir Majed al-Ansari, talsmaður utanríkisráðuneytisins, samkvæmt Al Jazeera. Utanríkisráðuneyti Katar segir enn fremur að loftvarnir landsins hafi skotið írönsku eldflaugarnar niður. Fréttin hefur verið uppfærð. Íran Bandaríkin Ísrael Katar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Tansim, ríkismiðill Írana, greinir frá því að Íran hafi hafið „öflugar“ hernaðaraðgerðir í dag til að svara árásum Bandaríkjamanna á kjarnorkuinnviði í Íran aðfaranótt sunnudags. Fjöldi miðla greindi frá því um kl. 17 í dag að sprengingar heyrðust frá himni yfir Dóha, höfuðborg Katar. Al Jazeera skrifaði enn fremur að blossar hefðu sést á himni yfir borginni. Aðgerðarstjórn Bandaríkjahers rekur herstöð í Katar, nánar til tekið í al-Udeid, sem er suðvestur af Dóha. Katarar lokuðu lofthelgi sinni fyrr í dag þar sem veruleg ógn var talinn á því að Íranir myndu ráðast á herstöðina, að sögn BBC. Stöðin í al-Udeid er ein víggirtasta herstöð Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Íran skaut eldflaugum suður í átt að al-Udeid herstöðinni.Vísir Axios hefur eftir ónafngreindum ráðamanni í Ísrael að tíu eldflaugum hafi verið skotið í átt að Katar og að minnsta kosti einni í átt að Írak. Sendiráð Bandaríkjanna í Katar biðlaði til Bandaríkjamanna þar í landi að leita skjóls fyrr í dag. Utanríkisráðherra Breta bað samlanda sína í Katar um slíkt hið sama. Utanríkisráðuneyti Katar hefur fordæmt árás Írana, sagt hana vera brot á fullveldi og landhelgi landsins. „Við í Katarríki áskiljum okkur rétt til þess að svara [...] þessum blygðunarlausu árásum,“ segir Majed al-Ansari, talsmaður utanríkisráðuneytisins, samkvæmt Al Jazeera. Utanríkisráðuneyti Katar segir enn fremur að loftvarnir landsins hafi skotið írönsku eldflaugarnar niður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íran Bandaríkin Ísrael Katar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira