Trumpistar eru víða Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 26. júní 2025 08:30 Í dag eins og alla aðra daga fer fram þjóðarmorð í Palestínu. NATO þjóðir hafa frá upphafi skaffað þjóðarmorðingjunum vopn til ætlunverks síns. Nýjustu tölur benda til að um 400.000 manns hafi verið útrýmt frá því helförin hófst. NATO þjóðir segjast vera að verja lýðræði og frelsi okkar allra. Mannréttindi sögð skipta svo miklu máli, og því verði að veita mótspyrnu þegar lönd eins og Rússland (sem eru vond) ætli að taka þau af okkur. Þessi heimsmynd hljómar ævintýralega einföld, en hún hefur verið teiknuð svona upp frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Vesturlönd eru þannig góða liðið sem er annt um mannréttindi, en aðrir tilheyra vonda liðinu. Með þessa möntru að leiðarljósi hafa ýmis voðaverk verið réttlætt í nafni NATO. Raunverulegur tilgangur NATO er auðvitað allt annar en hann er gefinn út fyrir að vera. Fyrst og fremst þjónar bandalagið hlutverki fyrir heimsvaldastefnuna, sem Ísland er hluti af. Við, eða réttara sagt auðvaldið á Íslandi nýtur góðs af því að verið sé að halda öðrum heimshlutum niðri með hervaldi. Án þess myndi kapítalismi ekki fúnkera á Vesturlöndum. Ástandið á Gaza hefur afhjúpað hversu lítið er á bakvið möntru NATO um mannréttindi og lýðræði. Þetta eru atriði sem skipta engu máli. Ef svo væri, hefðu aðildarríki þess fyrir löngu beitt Ísrael mun harðari þrýstingi. Ekki hefur einu sinni verið tekið til umræðu að beita landið viðskiptaþvingunum. Að sjá leiðtoga okkar flaðra upp við Trump kemur lítið á óvart þegar á hólminn er komið. Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra okkar sagði hann „heillandi“ og stærði sig af því að hafa tekið „í spaðann“ á þeim manni. Forsætisráðherra talaði um að þau væru að þrýsta á um vopnahlé, en það er til lítils að segjast tala fyrir friði þegar maður samhliða styður veru Íslands í hernaðarbandalagi, sem hefur sýnt í verki að hlutverk þess er að halda niðri allri ógn við auðvaldsskipulagið. Það er eins og að ausa vatni úr bát með annarri hendi en bora gat á botninn með hinni. Þær vita ásamt öðrum leiðtogum í Evrópu, að eina leiðin til að halda auðvaldsskipulaginu gangandi hér á landi er að halda NATO á lífi. Án þess væri ekki hægt að halda hnattræna suðrinu niðri. Allt er gert til þess að halda Trump góðum og fá hann til að skuldbinda Bandaríkin áfram við NATO. Það er lykillinn að því að kapítalismi geti lifað lengur í Evrópu. Já, þegar á hólminn er komið eru nánast allir Trumpistar. Kratar, frjálslynda miðjan og hægrið þurfa öll á Trump að halda. Kapítalískt skipulag þarf á Trump að halda. Ég hef trú á því að Sósíalistaflokkur Íslands muni aldrei samþykkja slíka niðurlægingu. Þess vegna býð ég þeim sem vilja verja fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslands að skrá sig í flokkinn. Það er vel hægt að standa vörð um hagsmuni vinnandi fólks á Íslandi, án þess að að nauðbeygja sig fyrir erlendum stórveldum. Skráning hér: https://skraning.sosialistaflokkurinn.is/ Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu NATO Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eins og alla aðra daga fer fram þjóðarmorð í Palestínu. NATO þjóðir hafa frá upphafi skaffað þjóðarmorðingjunum vopn til ætlunverks síns. Nýjustu tölur benda til að um 400.000 manns hafi verið útrýmt frá því helförin hófst. NATO þjóðir segjast vera að verja lýðræði og frelsi okkar allra. Mannréttindi sögð skipta svo miklu máli, og því verði að veita mótspyrnu þegar lönd eins og Rússland (sem eru vond) ætli að taka þau af okkur. Þessi heimsmynd hljómar ævintýralega einföld, en hún hefur verið teiknuð svona upp frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Vesturlönd eru þannig góða liðið sem er annt um mannréttindi, en aðrir tilheyra vonda liðinu. Með þessa möntru að leiðarljósi hafa ýmis voðaverk verið réttlætt í nafni NATO. Raunverulegur tilgangur NATO er auðvitað allt annar en hann er gefinn út fyrir að vera. Fyrst og fremst þjónar bandalagið hlutverki fyrir heimsvaldastefnuna, sem Ísland er hluti af. Við, eða réttara sagt auðvaldið á Íslandi nýtur góðs af því að verið sé að halda öðrum heimshlutum niðri með hervaldi. Án þess myndi kapítalismi ekki fúnkera á Vesturlöndum. Ástandið á Gaza hefur afhjúpað hversu lítið er á bakvið möntru NATO um mannréttindi og lýðræði. Þetta eru atriði sem skipta engu máli. Ef svo væri, hefðu aðildarríki þess fyrir löngu beitt Ísrael mun harðari þrýstingi. Ekki hefur einu sinni verið tekið til umræðu að beita landið viðskiptaþvingunum. Að sjá leiðtoga okkar flaðra upp við Trump kemur lítið á óvart þegar á hólminn er komið. Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra okkar sagði hann „heillandi“ og stærði sig af því að hafa tekið „í spaðann“ á þeim manni. Forsætisráðherra talaði um að þau væru að þrýsta á um vopnahlé, en það er til lítils að segjast tala fyrir friði þegar maður samhliða styður veru Íslands í hernaðarbandalagi, sem hefur sýnt í verki að hlutverk þess er að halda niðri allri ógn við auðvaldsskipulagið. Það er eins og að ausa vatni úr bát með annarri hendi en bora gat á botninn með hinni. Þær vita ásamt öðrum leiðtogum í Evrópu, að eina leiðin til að halda auðvaldsskipulaginu gangandi hér á landi er að halda NATO á lífi. Án þess væri ekki hægt að halda hnattræna suðrinu niðri. Allt er gert til þess að halda Trump góðum og fá hann til að skuldbinda Bandaríkin áfram við NATO. Það er lykillinn að því að kapítalismi geti lifað lengur í Evrópu. Já, þegar á hólminn er komið eru nánast allir Trumpistar. Kratar, frjálslynda miðjan og hægrið þurfa öll á Trump að halda. Kapítalískt skipulag þarf á Trump að halda. Ég hef trú á því að Sósíalistaflokkur Íslands muni aldrei samþykkja slíka niðurlægingu. Þess vegna býð ég þeim sem vilja verja fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslands að skrá sig í flokkinn. Það er vel hægt að standa vörð um hagsmuni vinnandi fólks á Íslandi, án þess að að nauðbeygja sig fyrir erlendum stórveldum. Skráning hér: https://skraning.sosialistaflokkurinn.is/ Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar