Veiðigjöld, gaslýsingar og valdníðsla Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 26. júní 2025 11:00 Það er eitthvað svo „Valkyrjulegt“ við það þegar ráðherra hinnar fyrstu verkstjórnar í lýðveldissögunni leggur fram frumvarp sem hann sjálfur skilur ekki. Ráðuneytið skilur það ekki heldur. Skatturinn? Ekki einu sinni hann. En samt á að keyra frumvarpið í gegnum þingið og gera það að lögum. Með öllum tiltækum ráðum. Með afbrigðum, með gaslýsingum og með valdi. Við skulum rifja þetta aðeins upp:Frumvarpið kemur fram eftir að formlegum fresti til lagaframlagningar er lokið. Það er tekið fyrir með afbrigðum. Mælt fyrir því í byrjun maí. Það fer í atvinnuveganefnd. Þar benda fulltrúar minnihlutans strax á að tölurnar standist ekki. Forsendurnar eru óljósar. Reikniformúlurnar óskýrar. En það er auðvitað ekki hlustað. Enda starfandi meirihluti sem telur sig í fullum rétti til að keyra málið áfram, í krafti síns meirihluta. Jafnvel þó að sú vegferð endi ofan í skurði.Þeir sem benda á þetta eru sakaðir um málþóf. Um að vera andlýðræðislegir. Um að vilja ekki „láta hlutina ganga“. Í alvöru? Það er ekki andlýðræðislegt að krefjast þess að lög séu byggð á réttum forsendum. Það er ekki málþóf að vilja skilja hvað á svo á endanum að greiða atkvæði um. Stórnarandstaðan var einfaldlega að vinna vinnuna sína. Bæði í þingsal og í atvinnuveganefnd þingsins. Það er nú kannski eitthvað sem stjórnarmeirihlutinn ætti að taka sér til fyrirmyndar, í stað þess að vera fastur í hömlulausri meðvirkni með hroðvirknislegum vinnubrögðum framkvæmdavaldsins. Sem augljóslega stóðust enga skoðun. En það var aldrei neinn efi um efni málsins í röðum stjórnarmeirihlutans. Þetta var alltaf spurning um að meirihlutinn réði. Meirihlutinn ætlaði að keyra, eitt vanbúnasta mál þingsögunnar í gegnum þingið, í krafti síns meirihluta. Sama hversu vitlausir útreikningarnir voru og forsendur á reiki. Sama hversu illa undirbúið það er. Sama hverjar mögulegar afleiðingar þess á grunnatvinnuveg þjóðarinnar og heilu byggðirnar hefði orðið. Og það þrátt fyrir tugi umsagna er vöruðu við afleiðingum þess, yrði frumvarpið að lögum. Svo kemur auðvitað í ljós að gögnin sem átti að byggja málið á voru gagnslaus. Skatturinn og ráðuneytið voru ekki samstíga. Enda Skattinum ekki hleypt að málinu, fyrr en eftir mikla eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefnda. Samráð við hagaðlia var lítið sem ekkert. Enda komið í ljós, sé eitthvað að marka orð hæstvirts forsætisráðherra, verkstjóra hinnar miklu verkstjórnar að skattlagningin, beinist fyrst og fremst gegn fimm eða sex fjölskyldum. Engin fagleg vinna. Bara pólitísk pressa. Gengdarlaus frasafroða og stöðugar gaslýsingar ráðherra og stjórnarþingmanna á samfélagsmiðlum og í viðtölum við fjölmiðla. En að mæta í þingsal og standa þar fyrir máli sínu, er þeim gersamlega um megn. Auðvitað vita þau upp á skömmina en þora ekki að afhjúpa hana í heyranda hljóði í þingsal, undir andsvörum og mótrökum stjórnarandstöðu. Þetta er ekki pólitík. Þetta er valdníðsla og hroki, knúinn áfram af minnimáttarkennd stjórnarliða og skorti á sjálfstrausti, sem þarf til þess að geta staðið keikur og viðurkennt eigin mistök. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Það er eitthvað svo „Valkyrjulegt“ við það þegar ráðherra hinnar fyrstu verkstjórnar í lýðveldissögunni leggur fram frumvarp sem hann sjálfur skilur ekki. Ráðuneytið skilur það ekki heldur. Skatturinn? Ekki einu sinni hann. En samt á að keyra frumvarpið í gegnum þingið og gera það að lögum. Með öllum tiltækum ráðum. Með afbrigðum, með gaslýsingum og með valdi. Við skulum rifja þetta aðeins upp:Frumvarpið kemur fram eftir að formlegum fresti til lagaframlagningar er lokið. Það er tekið fyrir með afbrigðum. Mælt fyrir því í byrjun maí. Það fer í atvinnuveganefnd. Þar benda fulltrúar minnihlutans strax á að tölurnar standist ekki. Forsendurnar eru óljósar. Reikniformúlurnar óskýrar. En það er auðvitað ekki hlustað. Enda starfandi meirihluti sem telur sig í fullum rétti til að keyra málið áfram, í krafti síns meirihluta. Jafnvel þó að sú vegferð endi ofan í skurði.Þeir sem benda á þetta eru sakaðir um málþóf. Um að vera andlýðræðislegir. Um að vilja ekki „láta hlutina ganga“. Í alvöru? Það er ekki andlýðræðislegt að krefjast þess að lög séu byggð á réttum forsendum. Það er ekki málþóf að vilja skilja hvað á svo á endanum að greiða atkvæði um. Stórnarandstaðan var einfaldlega að vinna vinnuna sína. Bæði í þingsal og í atvinnuveganefnd þingsins. Það er nú kannski eitthvað sem stjórnarmeirihlutinn ætti að taka sér til fyrirmyndar, í stað þess að vera fastur í hömlulausri meðvirkni með hroðvirknislegum vinnubrögðum framkvæmdavaldsins. Sem augljóslega stóðust enga skoðun. En það var aldrei neinn efi um efni málsins í röðum stjórnarmeirihlutans. Þetta var alltaf spurning um að meirihlutinn réði. Meirihlutinn ætlaði að keyra, eitt vanbúnasta mál þingsögunnar í gegnum þingið, í krafti síns meirihluta. Sama hversu vitlausir útreikningarnir voru og forsendur á reiki. Sama hversu illa undirbúið það er. Sama hverjar mögulegar afleiðingar þess á grunnatvinnuveg þjóðarinnar og heilu byggðirnar hefði orðið. Og það þrátt fyrir tugi umsagna er vöruðu við afleiðingum þess, yrði frumvarpið að lögum. Svo kemur auðvitað í ljós að gögnin sem átti að byggja málið á voru gagnslaus. Skatturinn og ráðuneytið voru ekki samstíga. Enda Skattinum ekki hleypt að málinu, fyrr en eftir mikla eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefnda. Samráð við hagaðlia var lítið sem ekkert. Enda komið í ljós, sé eitthvað að marka orð hæstvirts forsætisráðherra, verkstjóra hinnar miklu verkstjórnar að skattlagningin, beinist fyrst og fremst gegn fimm eða sex fjölskyldum. Engin fagleg vinna. Bara pólitísk pressa. Gengdarlaus frasafroða og stöðugar gaslýsingar ráðherra og stjórnarþingmanna á samfélagsmiðlum og í viðtölum við fjölmiðla. En að mæta í þingsal og standa þar fyrir máli sínu, er þeim gersamlega um megn. Auðvitað vita þau upp á skömmina en þora ekki að afhjúpa hana í heyranda hljóði í þingsal, undir andsvörum og mótrökum stjórnarandstöðu. Þetta er ekki pólitík. Þetta er valdníðsla og hroki, knúinn áfram af minnimáttarkennd stjórnarliða og skorti á sjálfstrausti, sem þarf til þess að geta staðið keikur og viðurkennt eigin mistök. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun