Hætta þátttöku í alþjóðlegu bólusetningarsamstarfi fyrir börn Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2025 13:15 Slagorð Roberts F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, er að gera „Bandaríkin heilbrigði aftur“. Fyrir honum þýðir það meðal annars að gera börn aftur berskjölduð fyrir ýmsum hættulegum smitsjúkdómum eins og mislingum sem hafði verið útrýmt með bólusetningum. AP/Morry Gash Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur afneitari læknavísinda hélt reiðilestur yfir þátttakendum á fundi alþjóðlegs samstarfsverkefnis um bólusetningar barna í gær. Þar tilkynnti hann að Bandaríkin ætluðu að hætta að styrkja bólusetningarnar sem hafa bjargað milljónum mannslífa. Gavi er samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila sem hefur greitt fyrir bólusetningarherferðir fyrir börn um allan heim. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og Gates-sjóðurinn eru á meðal þeirra sem taka þátt í því. Bandaríkjastjórn hefur lagt milljarða dollara til samstarfsins á undanförnum árum en það er talið hafa bjargað um átján milljónum mannslífa. Fyrri ríkisstjórn Joes Biden hét Gavi milljarði dollara fram til ársins 2030. Þegar Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ávarpaði fund Gavi í Brussel í myndskilaboðum á miðvikudag jós hann úr skálum reiði sinnar og sakaði samtökin um að hafa „hunsað vísindi“ og glatað trausti almennings. Bandaríkin ætluðu ekki að styrkja samtökin frekar. Sakaði hann Gavi ennfremur um að hafa þaggað niður í gagnrýnisröddum um bóluefni gegn Covid-19 á samfélagsmiðlum í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Kennedy er ein helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefnin sem voru þróuð í heimsfaraldrinum. Bretar gefa milljarða Gavi brást við yfirlýsingum Kennedy með tilkynningu þar sem samtökin sögðu að það byggði ákvarðanir um hvaða bóluefni þau keyptu á ráðleggingum sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í bólusetningum. „Þetta tryggir að fjárfestingar Gavi byggist á bestu vísindum sem liggja fyrir og með lýðheilsu í öndvegi,“ sagði í tilkynningunni. Bresk stjórnvöld tilkynntu sama dag og Kennedy las yfir fundargestum Gavi að þau ætluðu að leggja 1,7 milljarða dollara til samstarfsins á milli 2026 og 2030. Það fé hjálpaði til við að verja um hálfan milljarð barna í sumum snauðustu ríkjum heims fyrir sjúkdómum eins og heilahimnubólgu, kóleru og mislingum. Byggir á löngu hröktum ósannindum um bóluefni Kennedy hefur helgað sig baráttu gegn bóluefnum en andstöðuna gegn þeim byggir hann á samsæriskenningum og löngu hröktum fullyrðingum um meinta skaðsemi þeirra. Þrátt fyrir það var hann skipaður heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum. Hann rak nýlega ráðgjafaráð Bandaríkjastjórnar um bólusetningar á einu bretti. Ráðið fundar í dag þrátt fyrir að aðeins hluti þess hafi verið skipaður síðan. Læknar og heilbrigðisvísindamenn hafa varað við því að fulltrúar sem Kennedy hefur skipað séu ekki sérfræðingar og hafi fordóma um bóluefni sem þeir eiga að ráðleggja stjórnvöldum um. Ráðgjafanefndin segist ætla að endurskoða bólusetningaáætlun bandarískra barna og bóluefni sem hafa þegar fengið opinbert samþykki. Bandaríkin Bólusetningar Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Gavi er samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila sem hefur greitt fyrir bólusetningarherferðir fyrir börn um allan heim. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og Gates-sjóðurinn eru á meðal þeirra sem taka þátt í því. Bandaríkjastjórn hefur lagt milljarða dollara til samstarfsins á undanförnum árum en það er talið hafa bjargað um átján milljónum mannslífa. Fyrri ríkisstjórn Joes Biden hét Gavi milljarði dollara fram til ársins 2030. Þegar Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ávarpaði fund Gavi í Brussel í myndskilaboðum á miðvikudag jós hann úr skálum reiði sinnar og sakaði samtökin um að hafa „hunsað vísindi“ og glatað trausti almennings. Bandaríkin ætluðu ekki að styrkja samtökin frekar. Sakaði hann Gavi ennfremur um að hafa þaggað niður í gagnrýnisröddum um bóluefni gegn Covid-19 á samfélagsmiðlum í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Kennedy er ein helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefnin sem voru þróuð í heimsfaraldrinum. Bretar gefa milljarða Gavi brást við yfirlýsingum Kennedy með tilkynningu þar sem samtökin sögðu að það byggði ákvarðanir um hvaða bóluefni þau keyptu á ráðleggingum sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í bólusetningum. „Þetta tryggir að fjárfestingar Gavi byggist á bestu vísindum sem liggja fyrir og með lýðheilsu í öndvegi,“ sagði í tilkynningunni. Bresk stjórnvöld tilkynntu sama dag og Kennedy las yfir fundargestum Gavi að þau ætluðu að leggja 1,7 milljarða dollara til samstarfsins á milli 2026 og 2030. Það fé hjálpaði til við að verja um hálfan milljarð barna í sumum snauðustu ríkjum heims fyrir sjúkdómum eins og heilahimnubólgu, kóleru og mislingum. Byggir á löngu hröktum ósannindum um bóluefni Kennedy hefur helgað sig baráttu gegn bóluefnum en andstöðuna gegn þeim byggir hann á samsæriskenningum og löngu hröktum fullyrðingum um meinta skaðsemi þeirra. Þrátt fyrir það var hann skipaður heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum. Hann rak nýlega ráðgjafaráð Bandaríkjastjórnar um bólusetningar á einu bretti. Ráðið fundar í dag þrátt fyrir að aðeins hluti þess hafi verið skipaður síðan. Læknar og heilbrigðisvísindamenn hafa varað við því að fulltrúar sem Kennedy hefur skipað séu ekki sérfræðingar og hafi fordóma um bóluefni sem þeir eiga að ráðleggja stjórnvöldum um. Ráðgjafanefndin segist ætla að endurskoða bólusetningaáætlun bandarískra barna og bóluefni sem hafa þegar fengið opinbert samþykki.
Bandaríkin Bólusetningar Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent