Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu Svandís Svavarsdóttir skrifar 26. júní 2025 16:33 Heilbrigðiskerfið okkar stendur á tímamótum. Á síðustu árum hafa sérhagsmunir, ekki síst sjálfstætt starfandi lækna, náð sífellt meiri áhrifum í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem birt var 24. júní 2025, dregur fram í dagsljósið áhyggjuefni sem margir hafa þagað um – en sem við sem höfum staðið í pólitískum verkum höfum reynt að halda til haga. Ég er þakklát fyrir þessa skýrslu. Hún staðfestir m.a. það sem ég stóð fyrir sem heilbrigðisráðherra árin 2017–2021: að samningar ríkisins við sjálfstætt starfandi lækna þurfi að byggja á gagnsæi, samræmi og hagsmunum heildarkerfisins – ekki þrýstingi og sérhagsmunum sérgreinalækna. Staðreyndirnar tala sínu máli Nokkur dæmi um niðurstöður Ríkisendurskoðunar valin af handahófi segja sína sögu: - Kostnaður við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna jókst um 68% frá 2019 til 2023 – úr 9,7 milljörðum í 16,3 milljarða króna. - Eftirlit með starfseminni var brotakennt og á tímabili vart til staðar, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. - Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað látið undan kröfum sérgreinalækna án þess að leggja fram kostnaðarmat eða áhrifagreiningar á opinbera heilbrigðisþjónustu. - Ekki hefur verið metið hvaða áhrif samningar við sérfræðilækna hafa á Landspítala eða aðrar opinberar stofnanir – þó ljóst sé að samkeppnisstaðan er orðin verulega skökk. Þegar ríkið lætur undan Á mínum tíma í embætti heilbrigðisráðherra bar ég meðal annars ábyrgð á að verja stöðu hins opinbera, einkum Landspítala og heilbrigðisstofnana, gagnvart vaxandi þrýstingi frá læknastéttinni. Það var ekki auðvelt. Öflugir þrýstihópar beittu sér, og áróðurinn gegn mér og ráðuneytinu var harður. En ég stóð fast á því að samningar yrðu ekki gerðir að geðþótta – heldur með framtíð opinbera kerfisins og hagsmuni almennings í huga. Það er því þungbært að sjá að síðan ég lét af embætti hefur undanhaldið greinilega orðið of mikið. Núverandi samningar eru bæði kostnaðarsamir og illa rökstuddir. Að mínu mati hafa stjórnvöld engan veginn staðið sig í því að verja almannahagsmuni. Það sem verra er: við höfum ekki bara misst yfirsýn – heldur einnig frumkvæði. Við getum ekki byggt réttlátt heilbrigðiskerfi ef einkahagsmunir fá að stýra forgangsröðun og fjármagni. Hvað þarf að gera nú? 1. Tryggja að samningar við sjálfstætt starfandi lækna komi ekki niður á starfsemi opinberra heilbrigðisstofnana. 2. Binda greiðslur við heildarmat á raunverulegri þörf, gæðum, gagnsæi og ábyrgð – og fylgja þeim mælikvörðum eftir. 3. Endurskilgreina og styrkja samningsstöðu ríkisins: Sjúkratryggingar verða að hafa fulla burði, gögn og pólitískt bakland til að auka gagnsæi og standa gegn ósanngjörnum kröfum. 4. Tryggja forgangsröðun opinbera kerfisins í þágu almennings – þar sem Landspítali og heilbrigðisstofnanir njóta virðingar og trausts, ekki stöðugs aðhalds og tortryggni. Lokaorð Við sem höfum setið við borðið vitum að þetta snýst ekki um óbeit á atvinnurekstri eða sjálfstætt starfandi læknum. Heldur ábyrgð. Það er ekki sanngjarnt – og ekki sjálfbært – að ríkissjóður greiði æ hærri upphæðir til einkaaðila án þess að vanda til verka með skýr markmið um þá þjónustu sem verið er að kaupa. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er ákall um breytingar. Spurningin er: eru núverandi stjórnvöld tilbúin að bregðast við? Höfundur er formaður Vinstri grænna og var heilbrigðisráðherra 2017–2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Sjúkratryggingar Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar stendur á tímamótum. Á síðustu árum hafa sérhagsmunir, ekki síst sjálfstætt starfandi lækna, náð sífellt meiri áhrifum í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem birt var 24. júní 2025, dregur fram í dagsljósið áhyggjuefni sem margir hafa þagað um – en sem við sem höfum staðið í pólitískum verkum höfum reynt að halda til haga. Ég er þakklát fyrir þessa skýrslu. Hún staðfestir m.a. það sem ég stóð fyrir sem heilbrigðisráðherra árin 2017–2021: að samningar ríkisins við sjálfstætt starfandi lækna þurfi að byggja á gagnsæi, samræmi og hagsmunum heildarkerfisins – ekki þrýstingi og sérhagsmunum sérgreinalækna. Staðreyndirnar tala sínu máli Nokkur dæmi um niðurstöður Ríkisendurskoðunar valin af handahófi segja sína sögu: - Kostnaður við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna jókst um 68% frá 2019 til 2023 – úr 9,7 milljörðum í 16,3 milljarða króna. - Eftirlit með starfseminni var brotakennt og á tímabili vart til staðar, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. - Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað látið undan kröfum sérgreinalækna án þess að leggja fram kostnaðarmat eða áhrifagreiningar á opinbera heilbrigðisþjónustu. - Ekki hefur verið metið hvaða áhrif samningar við sérfræðilækna hafa á Landspítala eða aðrar opinberar stofnanir – þó ljóst sé að samkeppnisstaðan er orðin verulega skökk. Þegar ríkið lætur undan Á mínum tíma í embætti heilbrigðisráðherra bar ég meðal annars ábyrgð á að verja stöðu hins opinbera, einkum Landspítala og heilbrigðisstofnana, gagnvart vaxandi þrýstingi frá læknastéttinni. Það var ekki auðvelt. Öflugir þrýstihópar beittu sér, og áróðurinn gegn mér og ráðuneytinu var harður. En ég stóð fast á því að samningar yrðu ekki gerðir að geðþótta – heldur með framtíð opinbera kerfisins og hagsmuni almennings í huga. Það er því þungbært að sjá að síðan ég lét af embætti hefur undanhaldið greinilega orðið of mikið. Núverandi samningar eru bæði kostnaðarsamir og illa rökstuddir. Að mínu mati hafa stjórnvöld engan veginn staðið sig í því að verja almannahagsmuni. Það sem verra er: við höfum ekki bara misst yfirsýn – heldur einnig frumkvæði. Við getum ekki byggt réttlátt heilbrigðiskerfi ef einkahagsmunir fá að stýra forgangsröðun og fjármagni. Hvað þarf að gera nú? 1. Tryggja að samningar við sjálfstætt starfandi lækna komi ekki niður á starfsemi opinberra heilbrigðisstofnana. 2. Binda greiðslur við heildarmat á raunverulegri þörf, gæðum, gagnsæi og ábyrgð – og fylgja þeim mælikvörðum eftir. 3. Endurskilgreina og styrkja samningsstöðu ríkisins: Sjúkratryggingar verða að hafa fulla burði, gögn og pólitískt bakland til að auka gagnsæi og standa gegn ósanngjörnum kröfum. 4. Tryggja forgangsröðun opinbera kerfisins í þágu almennings – þar sem Landspítali og heilbrigðisstofnanir njóta virðingar og trausts, ekki stöðugs aðhalds og tortryggni. Lokaorð Við sem höfum setið við borðið vitum að þetta snýst ekki um óbeit á atvinnurekstri eða sjálfstætt starfandi læknum. Heldur ábyrgð. Það er ekki sanngjarnt – og ekki sjálfbært – að ríkissjóður greiði æ hærri upphæðir til einkaaðila án þess að vanda til verka með skýr markmið um þá þjónustu sem verið er að kaupa. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er ákall um breytingar. Spurningin er: eru núverandi stjórnvöld tilbúin að bregðast við? Höfundur er formaður Vinstri grænna og var heilbrigðisráðherra 2017–2021.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun