Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar 28. júní 2025 14:32 Nú þegar 2. umræða stendur yfir á Alþingi um frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga blasir við staðreynd sem ætti að vekja athygli allra skattgreiðenda. Ríkisstjórnin ætlar að setja sveitarfélögum skilyrði: Annað hvort hækkið þið skatta á laun íbúanna ykkar í hæsta mögulega útsvar skv. lögum eða sætið skerðingum á framlögum úr Jöfnunarsjóði. Með öðrum orðum eru skilaboðin þau að ef sveitarfélög voga sér að lækka útsvar á íbúana sína þá þurfa þau að greiða aðra krónu til annarra sveitarfélaga á móti. Fyrir sveitarfélag eins og Kópavog sem er samtals u.þ.b. 110 milljónum undir hámarksútsvari kostar sú „eftirgjöf skatta“ sveitarfélagið 220 milljónir króna. Það gefur því auga leið að með þessum lögum er í reynd verið að þvinga sveitarfélög í hámarkið - í eitt ríkisútsvar. Þungt högg fyrir íbúa í Suðvesturkjördæmi Þetta mál er því miður enn ein skattahækkun ríkisstjórnarinnar – og óumdeilanlega beinist hún beint að venjulegu launafólki. Alls eru um það bil 84 þúsund íbúar víðs vegar um landið sem búa í sveitarfélögum sem hafa ákveðið að innheimta ekki hámarksútsvar en yfir 90% þeirra sem verða fyrir áhrifum af skattahækkuninni búa í Suðvesturkjördæmi. Og hvað þýðir þetta nákvæmlega? Ef við skoðum t.d. hjón með 17 ára ungling í Kjósarhrepp nemur skattahækkunin á fjölskylduna ríflega 121 þúsund krónum á ári ákveði sveitarfélagið að leggja á hámarksútsvar frá því sem nú er. Ef þau byggju á Seltjarnarnesi munar 126 þúsund krónum á ári á álögðu útsvari og því sem vinstristjórnin vill nú þvinga sveitarfélagið í. Væru þau í Garðabæ sparar fjölskyldan sér 72 þúsund krónur á ári m.v. að lagt væri á hámarksútsvar. Þessir útreikningar miðast við útsvarsstofn þessara sveitarfélaga deilt jafnt á skattgreiðendur sveitarfélagsins en geta auðvitað verið breytilegir eftir tekjum fólks. Reikna mætti þetta líka fyrir íbúa í Kópavogi og Hafnarfirði sem verða fyrir áhrifum af þessari skattahækkun en þar eru áhrifin minni en hjá þessum sveitarfélögum sem tekin eru dæmi af hér að ofan. Að sama skapi mætti líka taka dæmi af sveitarfélögum utan Suðvesturkjördæmis en í Tjörneshreppi munar um 200 þúsund krónum á ári á hvern launamann að meðaltali á álögðu og vannýttu útsvari. Því getur hér verið um að ræða verulegar fjárhæðir fyrir almenning. Skattahækkun á almenning Í aðdraganda síðustu kosninga margítrekuðu forystumenn ríkisstjórnarflokkana að stefna þeirra væri skýr – að skattar yrðu ekki hækkaðir á venjulegt launafólk. En annað hefur komið á daginn. Hér er skattbyrði allra tekjuhópa aukin. Ekki með beinni lagasetningu um hærra útsvar, heldur með því að búa til kerfi sem þvingar í reynd sveitarfélögin til að gera það fyrir sig. Það er þó ekki öll von úti. Við höfum lagt fram breytingartillögu á frumvarpinu sem felur í sér að fellt verði út ákvæðið sem refsar sveitarfélögum fyrir að hámarka ekki útsvarið. Margar þeirra breytinga sem boðaðar eru í frumvarpinu, þar sem setja á í fyrsta sinn heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eru góðar. Þess vegna er það von mín að ríkisstjórnarflokkarnir sjái að sér í þessu máli og samþykki breytingartillögu minnihlutans um að falla frá enn einni skattahækkun. Því annars verður það hinn venjulegi íbúi uppi með reikninginn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Nú þegar 2. umræða stendur yfir á Alþingi um frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga blasir við staðreynd sem ætti að vekja athygli allra skattgreiðenda. Ríkisstjórnin ætlar að setja sveitarfélögum skilyrði: Annað hvort hækkið þið skatta á laun íbúanna ykkar í hæsta mögulega útsvar skv. lögum eða sætið skerðingum á framlögum úr Jöfnunarsjóði. Með öðrum orðum eru skilaboðin þau að ef sveitarfélög voga sér að lækka útsvar á íbúana sína þá þurfa þau að greiða aðra krónu til annarra sveitarfélaga á móti. Fyrir sveitarfélag eins og Kópavog sem er samtals u.þ.b. 110 milljónum undir hámarksútsvari kostar sú „eftirgjöf skatta“ sveitarfélagið 220 milljónir króna. Það gefur því auga leið að með þessum lögum er í reynd verið að þvinga sveitarfélög í hámarkið - í eitt ríkisútsvar. Þungt högg fyrir íbúa í Suðvesturkjördæmi Þetta mál er því miður enn ein skattahækkun ríkisstjórnarinnar – og óumdeilanlega beinist hún beint að venjulegu launafólki. Alls eru um það bil 84 þúsund íbúar víðs vegar um landið sem búa í sveitarfélögum sem hafa ákveðið að innheimta ekki hámarksútsvar en yfir 90% þeirra sem verða fyrir áhrifum af skattahækkuninni búa í Suðvesturkjördæmi. Og hvað þýðir þetta nákvæmlega? Ef við skoðum t.d. hjón með 17 ára ungling í Kjósarhrepp nemur skattahækkunin á fjölskylduna ríflega 121 þúsund krónum á ári ákveði sveitarfélagið að leggja á hámarksútsvar frá því sem nú er. Ef þau byggju á Seltjarnarnesi munar 126 þúsund krónum á ári á álögðu útsvari og því sem vinstristjórnin vill nú þvinga sveitarfélagið í. Væru þau í Garðabæ sparar fjölskyldan sér 72 þúsund krónur á ári m.v. að lagt væri á hámarksútsvar. Þessir útreikningar miðast við útsvarsstofn þessara sveitarfélaga deilt jafnt á skattgreiðendur sveitarfélagsins en geta auðvitað verið breytilegir eftir tekjum fólks. Reikna mætti þetta líka fyrir íbúa í Kópavogi og Hafnarfirði sem verða fyrir áhrifum af þessari skattahækkun en þar eru áhrifin minni en hjá þessum sveitarfélögum sem tekin eru dæmi af hér að ofan. Að sama skapi mætti líka taka dæmi af sveitarfélögum utan Suðvesturkjördæmis en í Tjörneshreppi munar um 200 þúsund krónum á ári á hvern launamann að meðaltali á álögðu og vannýttu útsvari. Því getur hér verið um að ræða verulegar fjárhæðir fyrir almenning. Skattahækkun á almenning Í aðdraganda síðustu kosninga margítrekuðu forystumenn ríkisstjórnarflokkana að stefna þeirra væri skýr – að skattar yrðu ekki hækkaðir á venjulegt launafólk. En annað hefur komið á daginn. Hér er skattbyrði allra tekjuhópa aukin. Ekki með beinni lagasetningu um hærra útsvar, heldur með því að búa til kerfi sem þvingar í reynd sveitarfélögin til að gera það fyrir sig. Það er þó ekki öll von úti. Við höfum lagt fram breytingartillögu á frumvarpinu sem felur í sér að fellt verði út ákvæðið sem refsar sveitarfélögum fyrir að hámarka ekki útsvarið. Margar þeirra breytinga sem boðaðar eru í frumvarpinu, þar sem setja á í fyrsta sinn heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eru góðar. Þess vegna er það von mín að ríkisstjórnarflokkarnir sjái að sér í þessu máli og samþykki breytingartillögu minnihlutans um að falla frá enn einni skattahækkun. Því annars verður það hinn venjulegi íbúi uppi með reikninginn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun